Jóhannes Karl: Pedersen lagðist í jörðina og vældi út gult spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2021 23:00 Ísak Snær Þorvaldsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 66. mínútu. vísir/hulda margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum gegn Íslandsmeisturum Vals. Róðurinn hafi hins vegar orðið þungur eftir að Ísak Snær Þorvaldsson var rekinn af velli um miðjan seinni hálfleik. „Við gátum pressað Valsarana nokkrum sinnum framarlega og þvinguðum þá nokkrum sinnum í að sparka boltanum út af. Við ætluðum að láta vaða á þá og vera óhræddir. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Viktor [Jónsson] komst meira að segja í hættulegt færi á fjærstöng og við fengum einhver hálffæri,“ sagði Jóhannes Karl við íþróttadeild eftir leik. „Við vorum sáttir með fyrri hálfleikinn og ætluðum að koma út í þann seinni og gera það sama. Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum fyrir að reyna og gefa allt í þetta.“ Jóhannes Karl var ósáttur við fyrra gula spjaldið sem Ísak Snær fékk. „Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöf,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst dómarann dæma vel og hef ekkert út á þá að setja en mér fannst fyrra gula spjaldið sem Ísak fékk, hann kom ekki við Patrick Pedersen sem henti sér upp, lagðist í jörðina og vældi út gult spjald. Haukur Páll [Sigurðsson] gerði svipað og liggur eftir. Mér fannst Birkir Már [Sævarsson] eiga að fá gult spjald fyrir að hjóla í Árna Snæ [Ólafsson] þegar við vorum að komast í hraða sókn. Eftir að við misstum Ísak út af var þetta virkilega erfitt.“ Skagamenn verða án Ísaks í leiknum gegn Víkingum um næstu helgi. „Við viljum ekki að hann missi af mörgum leikjum því hann skiptir okkur miklu máli. En það kemur alltaf maður í manns stað. Þetta er ekki spurning um einstaklinga. Liðsheildin mun koma okkur áfram,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Við gátum pressað Valsarana nokkrum sinnum framarlega og þvinguðum þá nokkrum sinnum í að sparka boltanum út af. Við ætluðum að láta vaða á þá og vera óhræddir. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Viktor [Jónsson] komst meira að segja í hættulegt færi á fjærstöng og við fengum einhver hálffæri,“ sagði Jóhannes Karl við íþróttadeild eftir leik. „Við vorum sáttir með fyrri hálfleikinn og ætluðum að koma út í þann seinni og gera það sama. Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum fyrir að reyna og gefa allt í þetta.“ Jóhannes Karl var ósáttur við fyrra gula spjaldið sem Ísak Snær fékk. „Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöf,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst dómarann dæma vel og hef ekkert út á þá að setja en mér fannst fyrra gula spjaldið sem Ísak fékk, hann kom ekki við Patrick Pedersen sem henti sér upp, lagðist í jörðina og vældi út gult spjald. Haukur Páll [Sigurðsson] gerði svipað og liggur eftir. Mér fannst Birkir Már [Sævarsson] eiga að fá gult spjald fyrir að hjóla í Árna Snæ [Ólafsson] þegar við vorum að komast í hraða sókn. Eftir að við misstum Ísak út af var þetta virkilega erfitt.“ Skagamenn verða án Ísaks í leiknum gegn Víkingum um næstu helgi. „Við viljum ekki að hann missi af mörgum leikjum því hann skiptir okkur miklu máli. En það kemur alltaf maður í manns stað. Þetta er ekki spurning um einstaklinga. Liðsheildin mun koma okkur áfram,“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti