Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2021 18:25 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. Forstjóri Play ræddi áform félagsins í Víglínunni í dag. Hefja á miðasölu seinni hluta maí mánaðar og stefnt að fyrstu áætlunarferð seinni hluta júní. „Þessir áfangastaðir sem við erum að fara á eru þessir hefðbundnu íslensku áfangastaðir. Við förum í stærstu borgir í Evrópu. Alicante og Tenerife og þessa staði sem Íslendingar vilja fara á og ferðamenn koma til Íslands frá,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Einnig er á áætlun að vera með áætlunarferðir til Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar. Bandaríkjaflug komi mögulega inn í myndina í lok árs til að skapa tengiflug á milli Evrópu. Forstjórinn segir félagið gríðarlega vel fjármagnað. Félagið réðst nýverið í 50 milljóna dollara fjármögnun, sem samsvarar um 6,2 milljörðum króna. „Og í raun og veru svo vel fjármagnað að við eigum nóg fé til að hefja ekki starfsemi í tvö ár. Þannig að það liggur ekkert á hjá okkur að hefja flug eða til dæmis að taka næsta skref í Bandaríkjaflug. Við getum gert þetta nákvæmlega á þeim forsendum sem hentar okkur og markaðnum.“ Um fimmtíu starfa hjá félaginu sem stendur og var auglýst eftir fólki um helgina. Hann segir tal um gerviverktöku, félagsleg undirboð eða erlendar áhafnarleigur kjaftasögur byggðar á misskilningi. „Við erum íslenskt flugfélag með íslenskt flugrekstrarfélagi. Þetta eru íslenskir fjárfestar að stórum hluta lífeyrissjóðir og aðrir slíkir fjárfestar. Við erum á leiðinni á markað. Þannig að það verður ekkert í okkar rekstri sem stenst ekki skoðun eða er eitthvað óeðlilegt. Við erum með góða samninga við íslensk stéttarfélög og munum dansa eftir þeim leikreglum sem tíðkast á íslenskum atvinnumarkaði. Annað væri óeðlilegt. Allt tal um gerviverktöku eða félagsleg undirboð eða áhafnarleigur frá lágkostnaðar löndum eru kjaftasögur og misskilningur. Ég held að þetta muni koma í ljós á rétta tímanum.“ Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. 21. apríl 2021 12:28 Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“ Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs. 17. apríl 2021 10:54 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Forstjóri Play ræddi áform félagsins í Víglínunni í dag. Hefja á miðasölu seinni hluta maí mánaðar og stefnt að fyrstu áætlunarferð seinni hluta júní. „Þessir áfangastaðir sem við erum að fara á eru þessir hefðbundnu íslensku áfangastaðir. Við förum í stærstu borgir í Evrópu. Alicante og Tenerife og þessa staði sem Íslendingar vilja fara á og ferðamenn koma til Íslands frá,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Einnig er á áætlun að vera með áætlunarferðir til Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar. Bandaríkjaflug komi mögulega inn í myndina í lok árs til að skapa tengiflug á milli Evrópu. Forstjórinn segir félagið gríðarlega vel fjármagnað. Félagið réðst nýverið í 50 milljóna dollara fjármögnun, sem samsvarar um 6,2 milljörðum króna. „Og í raun og veru svo vel fjármagnað að við eigum nóg fé til að hefja ekki starfsemi í tvö ár. Þannig að það liggur ekkert á hjá okkur að hefja flug eða til dæmis að taka næsta skref í Bandaríkjaflug. Við getum gert þetta nákvæmlega á þeim forsendum sem hentar okkur og markaðnum.“ Um fimmtíu starfa hjá félaginu sem stendur og var auglýst eftir fólki um helgina. Hann segir tal um gerviverktöku, félagsleg undirboð eða erlendar áhafnarleigur kjaftasögur byggðar á misskilningi. „Við erum íslenskt flugfélag með íslenskt flugrekstrarfélagi. Þetta eru íslenskir fjárfestar að stórum hluta lífeyrissjóðir og aðrir slíkir fjárfestar. Við erum á leiðinni á markað. Þannig að það verður ekkert í okkar rekstri sem stenst ekki skoðun eða er eitthvað óeðlilegt. Við erum með góða samninga við íslensk stéttarfélög og munum dansa eftir þeim leikreglum sem tíðkast á íslenskum atvinnumarkaði. Annað væri óeðlilegt. Allt tal um gerviverktöku eða félagsleg undirboð eða áhafnarleigur frá lágkostnaðar löndum eru kjaftasögur og misskilningur. Ég held að þetta muni koma í ljós á rétta tímanum.“
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. 21. apríl 2021 12:28 Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“ Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs. 17. apríl 2021 10:54 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. 21. apríl 2021 12:28
Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“ Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs. 17. apríl 2021 10:54