Íslenski boltinn

„Við ætlum ekki að skrifa þetta á Covid“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guy Smit hélt marki nýliða Leiknis hreinu í fyrsta leik en hann var einn af átta markvörðum Pepsi Max deildar karla í fótbolta sem hélt hreinu í fyrstu umferðinni.
Guy Smit hélt marki nýliða Leiknis hreinu í fyrsta leik en hann var einn af átta markvörðum Pepsi Max deildar karla í fótbolta sem hélt hreinu í fyrstu umferðinni. Vísir/Hulda Margrét

Það er ekki allt kórónuveirunni að kenna. Leikmenn í Pepsi Max deild karla þurfa bara að hrista úr sér hrollinn og fara að skora einhver mörk.

Átta liðum af tólf í Pepsi Max deild karla í fótbolta tókst ekki að skora mark á fyrstu níutíu mínútum Íslandsmótsins. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar voru ekki tilbúnir að skella þessu á þekktan blóraböggul.

Jón Þór Hauksson og Atli Viðar Björnsson voru í Pepsi Max Stúkunni hjá Kjartani Atla Kjartanssyni eftir leikina í fyrstu umferðinni.

Aldrei áður hafa verið skorað svona fá mörk í fyrstu umferð í tólf liða deild og fór gamla metið úr fjórtán mörkum niður í aðeins sjö í þessari fyrstu umferð sem fór fram um helgina.

„Það eru einungis fjögur lið sem skora mörk í þessari fyrstu umferð og eigum við ekki að skrifa þetta á einhverja byrjendaörðugleika. Þetta fer rólega af stað og við verðum að vona að liðin stilli sig betur fyrir næstu helgi og að við fáum opnari leiki,“ sagði Jón Þór Hauksson.

„Nú eru allir búnir hrista úr sér mesta hrollinn og spennuna og við fáum opnari leiki um næstu helgi,“ sagði Jón Þór

„Við ætlum ekki að skrifa þetta á Covid. Þetta er einhver hrollur eins og Jón Þór talaði um. Ég er tilbúinn að skrifa undir það,“ sagði Atli Viðar Björnsson eins og sjá má hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max Stúkan: Markaleysi í fyrstu umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×