Eiga iðjuþjálfar heima í grunnskólum landsins? Guðrún Agla Gunnarsdóttir, Herdís Júlía Júlíusdóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir skrifa 4. maí 2021 10:32 Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun