Krónan ákveðin blessun í krísunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 14:46 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Sérstök umræða um efnahagsmál fór fram á Alþingi í dag að beiðni Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. Tekist var á um íslensku krónuna. Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“ Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“
Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira