Íslendingur leiðtogi „költs“ þar sem kynferðisleg orka er sögð ráða ríkjum Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 14:59 Guðni Halldór "Frater Ged" Guðnason er skólameistari Modern Mystery School. Modern Mystery School Íslendingurinn Guðni Halldór Guðnason, fæddur 1958, rekur að sögn fréttamiðilsins VICE hálfgerða svikamyllu sem heitir Modern Mystery School. Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna. Íslendingar erlendis Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna.
Íslendingar erlendis Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira