„Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2021 10:01 Leiðir Rúnars Páls Sigmundssonar og Stjörnunnar skildi í gær. vísir/daníel Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. Í gær var tilkynnt að Rúnar Páll Sigmundsson hefði sagt upp störfum hjá Stjörnunni, á 47 ára afmælisdaginn sinn. Hann hafði stýrt Stjörnunni frá 2013, á mesta blómaskeiði í sögu félagsins. Tíðindi gærdagsins komu flestum í opna skjöldu og Garðbæingum var brugðið. Meðal þeirra var Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deildina og stuðningsmaður Stjörnunnar. „Þetta kom gríðarlega á óvart. Þetta er eiginlega sjokkerandi. Maður er eiginlega bara enn að meðtaka þetta,“ sagði Máni í samtali við Vísi. „Maður vissi að sá tímapunktur að Rúnar Páll myndi kveðja kæmi en maður hélt að það yrði ekki svona. Þetta er maðurinn sem hefur skrifað fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö. Maður getur ekki annað sagt en maður sé smá eyðilagður yfir þessu.“ Áður en Rúnar Páll tók við þekkti karlalið Stjörnunnar velgengni bara af afspurn. Grunnurinn hafði vissulega verið lagður, það hafði tvisvar sinnum komist í bikarúrslit og náði Evrópusæti 2013 undir stjórn Loga Ólafssonar, en Rúnar Páll tók næsta skref með félagið. Draumatímabilið 2014 Hann gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum 2014, á fyrsta tímabili sínu við stjórnvölinn. Laugardeginum 4. október 2014 gleymir enginn stuðningsmaður Stjörnunnar, þegar liðið varð Íslandsmeistari eftir 1-2 sigur á FH í eftirminnilegum úrslitaleik í Kaplakrika. Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmark Stjörnunnar úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Stjarnan átti svo Evrópuævintýri sumarið 2014, vann þrjú einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar, eitthvað sem ekkert annað íslenskt lið hefur afrekað. Í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar mætti Stjarnan ítalska stórveldinu Inter, annars vegar á Laugardalsvelli og hins vegar á San Siro. Báðir leikirnir töpuðust stórt. Stjörnumenn fagna bikarmeistaratitlinum 2018.vísir/daníel Næstbesta tímabilið undir stjórn Rúnars Páls var 2018 þegar Stjarnan varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik. Þá áttu Stjörnumenn einnig góða möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en köstuðu honum frá sér í síðustu þremur umferðunum eftir bikarúrslitaleikinn. „Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn, fyrsta bikarmeistaratitilinn, besti árangurinn í Evrópukeppni. Öll þessi saga var skrifuð af Rúnari Páli. Stjarnan þekkti ekki velgengni fyrr en Rúnar Páll tók við,“ sagði Máni. Tók hverjum ósigri persónulega Hann segir að lykilinn að góðum árangri Stjörnunnar undir stjórn Rúnars Páls sé hversu annt honum er um félagið sem hann ólst upp hjá. „Galdurinn var að hann tók hverjum ósigri félagsins persónulega. Hann tapaði ekki bara leik sem þjálfari, heldur einnig sem stuðningsmaður félagsins. Það er vitað að ef Rúnar Páll hefði ekki verið á hliðarlínunni hefði hann verið uppi í stúku,“ sagði Máni. Óvænt kveðjustund Sem fyrr sagði hafði Rúnar Páll stýrt Stjörnunni í átta ár en enginn þjálfari í efstu deild hafði verið lengur með sitt lið en hann. Máni sá þessa kveðjustund ekki fyrir. „Ég vissi að Rúnar Páll myndi einhvern tímann hætta hjá Stjörnunni því þetta er ekkert grínstarf. Það fylgir þessu álag og annað. En ég bjóst ekki við að hann myndi hætta svona,“ sagði Máni. Rúnar Páll stýrði Stjörnunni í síðasta sinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Leikni R. á laugardaginn. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá fyrsti í átta ár þar sem Rúnar Páll er ekki við stjórnvölinn, er gegn Keflavík á Nettóvellinum á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Í gær var tilkynnt að Rúnar Páll Sigmundsson hefði sagt upp störfum hjá Stjörnunni, á 47 ára afmælisdaginn sinn. Hann hafði stýrt Stjörnunni frá 2013, á mesta blómaskeiði í sögu félagsins. Tíðindi gærdagsins komu flestum í opna skjöldu og Garðbæingum var brugðið. Meðal þeirra var Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deildina og stuðningsmaður Stjörnunnar. „Þetta kom gríðarlega á óvart. Þetta er eiginlega sjokkerandi. Maður er eiginlega bara enn að meðtaka þetta,“ sagði Máni í samtali við Vísi. „Maður vissi að sá tímapunktur að Rúnar Páll myndi kveðja kæmi en maður hélt að það yrði ekki svona. Þetta er maðurinn sem hefur skrifað fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö. Maður getur ekki annað sagt en maður sé smá eyðilagður yfir þessu.“ Áður en Rúnar Páll tók við þekkti karlalið Stjörnunnar velgengni bara af afspurn. Grunnurinn hafði vissulega verið lagður, það hafði tvisvar sinnum komist í bikarúrslit og náði Evrópusæti 2013 undir stjórn Loga Ólafssonar, en Rúnar Páll tók næsta skref með félagið. Draumatímabilið 2014 Hann gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum 2014, á fyrsta tímabili sínu við stjórnvölinn. Laugardeginum 4. október 2014 gleymir enginn stuðningsmaður Stjörnunnar, þegar liðið varð Íslandsmeistari eftir 1-2 sigur á FH í eftirminnilegum úrslitaleik í Kaplakrika. Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmark Stjörnunnar úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Stjarnan átti svo Evrópuævintýri sumarið 2014, vann þrjú einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar, eitthvað sem ekkert annað íslenskt lið hefur afrekað. Í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar mætti Stjarnan ítalska stórveldinu Inter, annars vegar á Laugardalsvelli og hins vegar á San Siro. Báðir leikirnir töpuðust stórt. Stjörnumenn fagna bikarmeistaratitlinum 2018.vísir/daníel Næstbesta tímabilið undir stjórn Rúnars Páls var 2018 þegar Stjarnan varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik. Þá áttu Stjörnumenn einnig góða möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en köstuðu honum frá sér í síðustu þremur umferðunum eftir bikarúrslitaleikinn. „Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn, fyrsta bikarmeistaratitilinn, besti árangurinn í Evrópukeppni. Öll þessi saga var skrifuð af Rúnari Páli. Stjarnan þekkti ekki velgengni fyrr en Rúnar Páll tók við,“ sagði Máni. Tók hverjum ósigri persónulega Hann segir að lykilinn að góðum árangri Stjörnunnar undir stjórn Rúnars Páls sé hversu annt honum er um félagið sem hann ólst upp hjá. „Galdurinn var að hann tók hverjum ósigri félagsins persónulega. Hann tapaði ekki bara leik sem þjálfari, heldur einnig sem stuðningsmaður félagsins. Það er vitað að ef Rúnar Páll hefði ekki verið á hliðarlínunni hefði hann verið uppi í stúku,“ sagði Máni. Óvænt kveðjustund Sem fyrr sagði hafði Rúnar Páll stýrt Stjörnunni í átta ár en enginn þjálfari í efstu deild hafði verið lengur með sitt lið en hann. Máni sá þessa kveðjustund ekki fyrir. „Ég vissi að Rúnar Páll myndi einhvern tímann hætta hjá Stjörnunni því þetta er ekkert grínstarf. Það fylgir þessu álag og annað. En ég bjóst ekki við að hann myndi hætta svona,“ sagði Máni. Rúnar Páll stýrði Stjörnunni í síðasta sinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Leikni R. á laugardaginn. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá fyrsti í átta ár þar sem Rúnar Páll er ekki við stjórnvölinn, er gegn Keflavík á Nettóvellinum á sunnudaginn.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira