„Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2021 10:01 Leiðir Rúnars Páls Sigmundssonar og Stjörnunnar skildi í gær. vísir/daníel Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. Í gær var tilkynnt að Rúnar Páll Sigmundsson hefði sagt upp störfum hjá Stjörnunni, á 47 ára afmælisdaginn sinn. Hann hafði stýrt Stjörnunni frá 2013, á mesta blómaskeiði í sögu félagsins. Tíðindi gærdagsins komu flestum í opna skjöldu og Garðbæingum var brugðið. Meðal þeirra var Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deildina og stuðningsmaður Stjörnunnar. „Þetta kom gríðarlega á óvart. Þetta er eiginlega sjokkerandi. Maður er eiginlega bara enn að meðtaka þetta,“ sagði Máni í samtali við Vísi. „Maður vissi að sá tímapunktur að Rúnar Páll myndi kveðja kæmi en maður hélt að það yrði ekki svona. Þetta er maðurinn sem hefur skrifað fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö. Maður getur ekki annað sagt en maður sé smá eyðilagður yfir þessu.“ Áður en Rúnar Páll tók við þekkti karlalið Stjörnunnar velgengni bara af afspurn. Grunnurinn hafði vissulega verið lagður, það hafði tvisvar sinnum komist í bikarúrslit og náði Evrópusæti 2013 undir stjórn Loga Ólafssonar, en Rúnar Páll tók næsta skref með félagið. Draumatímabilið 2014 Hann gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum 2014, á fyrsta tímabili sínu við stjórnvölinn. Laugardeginum 4. október 2014 gleymir enginn stuðningsmaður Stjörnunnar, þegar liðið varð Íslandsmeistari eftir 1-2 sigur á FH í eftirminnilegum úrslitaleik í Kaplakrika. Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmark Stjörnunnar úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Stjarnan átti svo Evrópuævintýri sumarið 2014, vann þrjú einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar, eitthvað sem ekkert annað íslenskt lið hefur afrekað. Í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar mætti Stjarnan ítalska stórveldinu Inter, annars vegar á Laugardalsvelli og hins vegar á San Siro. Báðir leikirnir töpuðust stórt. Stjörnumenn fagna bikarmeistaratitlinum 2018.vísir/daníel Næstbesta tímabilið undir stjórn Rúnars Páls var 2018 þegar Stjarnan varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik. Þá áttu Stjörnumenn einnig góða möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en köstuðu honum frá sér í síðustu þremur umferðunum eftir bikarúrslitaleikinn. „Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn, fyrsta bikarmeistaratitilinn, besti árangurinn í Evrópukeppni. Öll þessi saga var skrifuð af Rúnari Páli. Stjarnan þekkti ekki velgengni fyrr en Rúnar Páll tók við,“ sagði Máni. Tók hverjum ósigri persónulega Hann segir að lykilinn að góðum árangri Stjörnunnar undir stjórn Rúnars Páls sé hversu annt honum er um félagið sem hann ólst upp hjá. „Galdurinn var að hann tók hverjum ósigri félagsins persónulega. Hann tapaði ekki bara leik sem þjálfari, heldur einnig sem stuðningsmaður félagsins. Það er vitað að ef Rúnar Páll hefði ekki verið á hliðarlínunni hefði hann verið uppi í stúku,“ sagði Máni. Óvænt kveðjustund Sem fyrr sagði hafði Rúnar Páll stýrt Stjörnunni í átta ár en enginn þjálfari í efstu deild hafði verið lengur með sitt lið en hann. Máni sá þessa kveðjustund ekki fyrir. „Ég vissi að Rúnar Páll myndi einhvern tímann hætta hjá Stjörnunni því þetta er ekkert grínstarf. Það fylgir þessu álag og annað. En ég bjóst ekki við að hann myndi hætta svona,“ sagði Máni. Rúnar Páll stýrði Stjörnunni í síðasta sinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Leikni R. á laugardaginn. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá fyrsti í átta ár þar sem Rúnar Páll er ekki við stjórnvölinn, er gegn Keflavík á Nettóvellinum á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Í gær var tilkynnt að Rúnar Páll Sigmundsson hefði sagt upp störfum hjá Stjörnunni, á 47 ára afmælisdaginn sinn. Hann hafði stýrt Stjörnunni frá 2013, á mesta blómaskeiði í sögu félagsins. Tíðindi gærdagsins komu flestum í opna skjöldu og Garðbæingum var brugðið. Meðal þeirra var Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deildina og stuðningsmaður Stjörnunnar. „Þetta kom gríðarlega á óvart. Þetta er eiginlega sjokkerandi. Maður er eiginlega bara enn að meðtaka þetta,“ sagði Máni í samtali við Vísi. „Maður vissi að sá tímapunktur að Rúnar Páll myndi kveðja kæmi en maður hélt að það yrði ekki svona. Þetta er maðurinn sem hefur skrifað fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö. Maður getur ekki annað sagt en maður sé smá eyðilagður yfir þessu.“ Áður en Rúnar Páll tók við þekkti karlalið Stjörnunnar velgengni bara af afspurn. Grunnurinn hafði vissulega verið lagður, það hafði tvisvar sinnum komist í bikarúrslit og náði Evrópusæti 2013 undir stjórn Loga Ólafssonar, en Rúnar Páll tók næsta skref með félagið. Draumatímabilið 2014 Hann gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum 2014, á fyrsta tímabili sínu við stjórnvölinn. Laugardeginum 4. október 2014 gleymir enginn stuðningsmaður Stjörnunnar, þegar liðið varð Íslandsmeistari eftir 1-2 sigur á FH í eftirminnilegum úrslitaleik í Kaplakrika. Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmark Stjörnunnar úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Stjarnan átti svo Evrópuævintýri sumarið 2014, vann þrjú einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar, eitthvað sem ekkert annað íslenskt lið hefur afrekað. Í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar mætti Stjarnan ítalska stórveldinu Inter, annars vegar á Laugardalsvelli og hins vegar á San Siro. Báðir leikirnir töpuðust stórt. Stjörnumenn fagna bikarmeistaratitlinum 2018.vísir/daníel Næstbesta tímabilið undir stjórn Rúnars Páls var 2018 þegar Stjarnan varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik. Þá áttu Stjörnumenn einnig góða möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en köstuðu honum frá sér í síðustu þremur umferðunum eftir bikarúrslitaleikinn. „Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn, fyrsta bikarmeistaratitilinn, besti árangurinn í Evrópukeppni. Öll þessi saga var skrifuð af Rúnari Páli. Stjarnan þekkti ekki velgengni fyrr en Rúnar Páll tók við,“ sagði Máni. Tók hverjum ósigri persónulega Hann segir að lykilinn að góðum árangri Stjörnunnar undir stjórn Rúnars Páls sé hversu annt honum er um félagið sem hann ólst upp hjá. „Galdurinn var að hann tók hverjum ósigri félagsins persónulega. Hann tapaði ekki bara leik sem þjálfari, heldur einnig sem stuðningsmaður félagsins. Það er vitað að ef Rúnar Páll hefði ekki verið á hliðarlínunni hefði hann verið uppi í stúku,“ sagði Máni. Óvænt kveðjustund Sem fyrr sagði hafði Rúnar Páll stýrt Stjörnunni í átta ár en enginn þjálfari í efstu deild hafði verið lengur með sitt lið en hann. Máni sá þessa kveðjustund ekki fyrir. „Ég vissi að Rúnar Páll myndi einhvern tímann hætta hjá Stjörnunni því þetta er ekkert grínstarf. Það fylgir þessu álag og annað. En ég bjóst ekki við að hann myndi hætta svona,“ sagði Máni. Rúnar Páll stýrði Stjörnunni í síðasta sinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Leikni R. á laugardaginn. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá fyrsti í átta ár þar sem Rúnar Páll er ekki við stjórnvölinn, er gegn Keflavík á Nettóvellinum á sunnudaginn.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira