Samstaða Kári Jónsson skrifar 6. maí 2021 10:31 Verkalýðshreyfingin telur 200.000 félaga, sem er í raun RISA-hersveit. Ekkert er mikilvægara en að þessi fjölmenna hersveit myndi samstöðu innan sinna vébanda. Þannig getum við saman flutt fjöll og náð fram betri kjarasamningum/lífskjörum fyrir launafólk. Við saman verðum að tryggja að stjórnvöld hverju sinni taki aldrei ákvarðanir um lífskjör okkar án samstarfs við verkalýðshreyfinguna. Þessum skilaboðum verður að koma skýrt til skila. Þar sem 1.maí er nýliðinn er sjálfsagt og eðlilegt að minna ríkisstjórn Katrínar-forsætis á þessa sanngjörnu kröfu. Samhliða verður verkalýðshreyfingin að tryggja að félagarnir séu ávallt upplýstir um stöðu og framgang einstakra mála og sameiginlega stefnu ASÍ-samtakanna og tryggja auðveldari þátttöku óbreyttra félaga að ákvarðanatöku. Það er einföld og skilvirk lýðræðisleg valdefling, sem beinlínis stuðlar að mikilvægri samstöðu á meðal launafólks. Einhver samræða hefur átt sér stað um hvort verkalýðshreyfingin eigi að eiga sinn eiginn fjölmiðil. Þroska þarf þessa samræðu og fá fleiri félaga að borðinu. Persónulega styð ég heilshugar að verkalýðshreyfingin eigi og reki sinn eiginn fjölmiðil. Óhjákvæmilega eru eftirlaunasjóðir okkar samtvinnaðir verkalýðsbaráttu okkar. Hinsvegar sætir furðu að hinn almenni sjóðsfélagi og eigandi þessara eftirlaunasjóða hafi litla eða enga aðkomu að því hverjir skipa stjórnir eftirlaunasjóðanna og að ennþá árið 2021 skipi handbendi atvinnurekanda stjórnir sjóðanna á móti okkar fulltrúum. Hvar sitja fulltrúar launafólks í stjórnum sjóða atvinnurekanda ? Myndu atvinnurekendur sætta sig við að fulltrúar launafólks hlutuðust til um hvernig atvinnurekendur fjárfestu sínum skyldusparnaði ? Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að öðrum ólöstuðum hefur opnað pandórubox spillingarinnar við lítinn fögnuð Samtaka atvinnulífsins, þessi spilling hefur fengið að grassera frá stofnun eftirlaunasjóðanna allar götur frá 1969. Af þessu tilefni er rétt að minna sjóðfélaga eftirlaunasjóðanna á Kveiks-þáttinn um hvernig eftirlaunum/félagsgjöldum okkar er í raun stolið, vegna útvistunar til þriðja aðila Init ehf, sem lætur þessa fjármuni renna til Init-reksturs ehf, sem hefur note bene engan rekstur. Rétt er að geta þess að um sömu einstaklinga er að ræða sem hættu við að Kveik viðtal þegar fyrir lág að um stórkostlega sjálftöku/þjófnað var að ræða. Þessir einstaklingar voru afhjúpaðir í besta falli um stórkostleg mistök og í versta falli þjófnað. Ég treysti því að allir stjórnarmenn eftirlaunasjóða og verkalýðsfélaga kæri þjófnaðinn til lögreglu. Tíu eftirlaunasjóðir eiga tölvukerfið sem heldur utan um sjóðsmyndun/réttindi okkar, sem var útvistað til Init ehf. Er það virkilega svo að þessir eftirlaunasjóðir hafi ekki mannskap sjálfir til að halda utan um þessa sjóðsmyndun/réttindi okkar ? VR heldur utan um sína félaga í sínu eigin tölvukerfi. Í viðtali Kveiks við Viðar Thorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar kom fram að Efling-stéttarfélag greiðir 70-80-milljónir fyrir þessa stórundarlegu þjónustu Init ehf. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagasamtök Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin telur 200.000 félaga, sem er í raun RISA-hersveit. Ekkert er mikilvægara en að þessi fjölmenna hersveit myndi samstöðu innan sinna vébanda. Þannig getum við saman flutt fjöll og náð fram betri kjarasamningum/lífskjörum fyrir launafólk. Við saman verðum að tryggja að stjórnvöld hverju sinni taki aldrei ákvarðanir um lífskjör okkar án samstarfs við verkalýðshreyfinguna. Þessum skilaboðum verður að koma skýrt til skila. Þar sem 1.maí er nýliðinn er sjálfsagt og eðlilegt að minna ríkisstjórn Katrínar-forsætis á þessa sanngjörnu kröfu. Samhliða verður verkalýðshreyfingin að tryggja að félagarnir séu ávallt upplýstir um stöðu og framgang einstakra mála og sameiginlega stefnu ASÍ-samtakanna og tryggja auðveldari þátttöku óbreyttra félaga að ákvarðanatöku. Það er einföld og skilvirk lýðræðisleg valdefling, sem beinlínis stuðlar að mikilvægri samstöðu á meðal launafólks. Einhver samræða hefur átt sér stað um hvort verkalýðshreyfingin eigi að eiga sinn eiginn fjölmiðil. Þroska þarf þessa samræðu og fá fleiri félaga að borðinu. Persónulega styð ég heilshugar að verkalýðshreyfingin eigi og reki sinn eiginn fjölmiðil. Óhjákvæmilega eru eftirlaunasjóðir okkar samtvinnaðir verkalýðsbaráttu okkar. Hinsvegar sætir furðu að hinn almenni sjóðsfélagi og eigandi þessara eftirlaunasjóða hafi litla eða enga aðkomu að því hverjir skipa stjórnir eftirlaunasjóðanna og að ennþá árið 2021 skipi handbendi atvinnurekanda stjórnir sjóðanna á móti okkar fulltrúum. Hvar sitja fulltrúar launafólks í stjórnum sjóða atvinnurekanda ? Myndu atvinnurekendur sætta sig við að fulltrúar launafólks hlutuðust til um hvernig atvinnurekendur fjárfestu sínum skyldusparnaði ? Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að öðrum ólöstuðum hefur opnað pandórubox spillingarinnar við lítinn fögnuð Samtaka atvinnulífsins, þessi spilling hefur fengið að grassera frá stofnun eftirlaunasjóðanna allar götur frá 1969. Af þessu tilefni er rétt að minna sjóðfélaga eftirlaunasjóðanna á Kveiks-þáttinn um hvernig eftirlaunum/félagsgjöldum okkar er í raun stolið, vegna útvistunar til þriðja aðila Init ehf, sem lætur þessa fjármuni renna til Init-reksturs ehf, sem hefur note bene engan rekstur. Rétt er að geta þess að um sömu einstaklinga er að ræða sem hættu við að Kveik viðtal þegar fyrir lág að um stórkostlega sjálftöku/þjófnað var að ræða. Þessir einstaklingar voru afhjúpaðir í besta falli um stórkostleg mistök og í versta falli þjófnað. Ég treysti því að allir stjórnarmenn eftirlaunasjóða og verkalýðsfélaga kæri þjófnaðinn til lögreglu. Tíu eftirlaunasjóðir eiga tölvukerfið sem heldur utan um sjóðsmyndun/réttindi okkar, sem var útvistað til Init ehf. Er það virkilega svo að þessir eftirlaunasjóðir hafi ekki mannskap sjálfir til að halda utan um þessa sjóðsmyndun/réttindi okkar ? VR heldur utan um sína félaga í sínu eigin tölvukerfi. Í viðtali Kveiks við Viðar Thorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar kom fram að Efling-stéttarfélag greiðir 70-80-milljónir fyrir þessa stórundarlegu þjónustu Init ehf. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar