Glæpahópar flytji inn konur til að stunda vændi Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 6. maí 2021 16:06 Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/ARNAR Lögregla telur að skipulagðir glæpahópar á Íslandi sendi konur til landsins í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglufulltrúa. Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg. Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg.
Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00