Ekki léttvæg ákvörðun hjá Rúnari en mikill happafengur í Þorvaldi Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 14:15 Rúnar Páll Sigmundsson fylgist með síðasta leik sínum sem þjálfari Stjörnunnar, gegn Leikni um helgina. vísir/hulda „Stjarnan hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá Rúnari,“ segir Guðmundur Benediktsson um Rúnar Pál Sigmundsson sem hætti óvænt í gær sem þjálfari Stjörnunnar. Brotthvarf Rúnars var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Rúnar Pál hefst eftir tvær og hálfa mínútu af þættinum. Þorvaldur Örlygsson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar í nóvember til að stýra liðinu með Rúnari. Þeir stýrðu liðinu hins vegar aðeins í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, í 1-1 jafntefli við Leikni R. um helgina. Þorvaldur stýrir Stjörnunni nú einn en Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar, segir ákvörðun ekki hafa verið tekna um hvort Þorvaldur fái aðstoðarmann. Þorvaldur verði að minnsta kosti ekki kominn með nýjan aðstoðarmann fyrir leikinn við Keflavík á sunnudag. Gummi Ben segir að ást Rúnars á Stjörnunni sé mikil og að ákvörðunin um að hætta hafi ekki verið auðveld. „Það er búið að bíða endalaust eftir þessu tímabili og eftir fyrsta leik þá skilar hann inn uppsagnarbréfi og það vissi enginn af þessu. Er hann ekki bara að setja liðið sem hann elskar í smávesen?“ spurði Rikki G í Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Gummi svaraði: „Þetta er klárlega ekki léttvæg ákvörðun sem að Rúnar Páll er að taka. Hann er uppalinn í Stjörnunni og búinn að þjálfa þarna síðustu níu ár. Það er enginn sem að tekur svona ákvörðun, eftir einn leik á Íslandsmóti, bara út af einhverju. Það liggur greinilega eitthvað þarna að baki sem hefur verið að trufla Rúnar. Hann heldur að þetta sé besta ákvörðunin.“ Telur að hag sínum og félagsins sé betur borgið svona Athygli vakti að Rúnar Páll hætti sem þjálfari Stjörnunnar á afmælisdaginn sinn: „Það er ekki nóg með að hann hafi átt afmæli í gær heldur held ég að hann hafi örugglega átt brúðkaupsafmæli líka, svo þetta er einn stærsti dagurinn í lífi hans. Það er eitthvað sem að liggur þarna að baki sem að Rúnar mun útskýra örugglega mjög fljótlega,“ sagði Gummi og Henry Birgir Gunnarsson tók undir: „Það tekur enginn svona ákvörðun bara upp á fjörið en það þarf engum að dyljast að þetta er ekki þægileg ákvörðun fyrir félagið – að þjálfarinn stökkvi frá borði þegar mótið er nýbyrjað. Honum finnst það örugglega hundleiðinlegt en hann telur að hag sínum og félagsins sé samt betur borgið með því að hann stígi til hliðar. Þeir búa þó það vel að vera með eitt stykki Þorvald Örlygsson á kantinum.“ Þorvaldur þjálfaði síðast í efstu deild árið 2013 en hefur síðustu ár verið þjálfari U19-landsliðs karla. „Þorvaldur er frábær þjálfari og gríðarlega vinsæll hjá þeim leikmönnum sem hann hefur þjálfað,“ sagði Gummi og bætti við: „Hann hefur ekki verið alveg jafnvinsæll hjá mótherjum. En hann er ofboðslega fær þjálfari og hefur starfað hjá knattspyrnusambandinu síðan hann þjálfaði síðast í efstu deild, og kom síðan aftur í þetta núna. Ég held að það sé mikill happafengur fyrir Stjörnuna að Þorvaldur sé á svæðinu. Ég er ekki sannfærður um að Rúnar hefði tekið þessa ákvörðun nema af því að einhver gat tekið við strax. Rúnar er það mikill Stjörnumaður og tekur ekki svona ákvörðun bara út frá sjálfum sér.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir „Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“ Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. 6. maí 2021 10:01 Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag. 5. maí 2021 13:32 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Rúnar Pál hefst eftir tvær og hálfa mínútu af þættinum. Þorvaldur Örlygsson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar í nóvember til að stýra liðinu með Rúnari. Þeir stýrðu liðinu hins vegar aðeins í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, í 1-1 jafntefli við Leikni R. um helgina. Þorvaldur stýrir Stjörnunni nú einn en Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar, segir ákvörðun ekki hafa verið tekna um hvort Þorvaldur fái aðstoðarmann. Þorvaldur verði að minnsta kosti ekki kominn með nýjan aðstoðarmann fyrir leikinn við Keflavík á sunnudag. Gummi Ben segir að ást Rúnars á Stjörnunni sé mikil og að ákvörðunin um að hætta hafi ekki verið auðveld. „Það er búið að bíða endalaust eftir þessu tímabili og eftir fyrsta leik þá skilar hann inn uppsagnarbréfi og það vissi enginn af þessu. Er hann ekki bara að setja liðið sem hann elskar í smávesen?“ spurði Rikki G í Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Gummi svaraði: „Þetta er klárlega ekki léttvæg ákvörðun sem að Rúnar Páll er að taka. Hann er uppalinn í Stjörnunni og búinn að þjálfa þarna síðustu níu ár. Það er enginn sem að tekur svona ákvörðun, eftir einn leik á Íslandsmóti, bara út af einhverju. Það liggur greinilega eitthvað þarna að baki sem hefur verið að trufla Rúnar. Hann heldur að þetta sé besta ákvörðunin.“ Telur að hag sínum og félagsins sé betur borgið svona Athygli vakti að Rúnar Páll hætti sem þjálfari Stjörnunnar á afmælisdaginn sinn: „Það er ekki nóg með að hann hafi átt afmæli í gær heldur held ég að hann hafi örugglega átt brúðkaupsafmæli líka, svo þetta er einn stærsti dagurinn í lífi hans. Það er eitthvað sem að liggur þarna að baki sem að Rúnar mun útskýra örugglega mjög fljótlega,“ sagði Gummi og Henry Birgir Gunnarsson tók undir: „Það tekur enginn svona ákvörðun bara upp á fjörið en það þarf engum að dyljast að þetta er ekki þægileg ákvörðun fyrir félagið – að þjálfarinn stökkvi frá borði þegar mótið er nýbyrjað. Honum finnst það örugglega hundleiðinlegt en hann telur að hag sínum og félagsins sé samt betur borgið með því að hann stígi til hliðar. Þeir búa þó það vel að vera með eitt stykki Þorvald Örlygsson á kantinum.“ Þorvaldur þjálfaði síðast í efstu deild árið 2013 en hefur síðustu ár verið þjálfari U19-landsliðs karla. „Þorvaldur er frábær þjálfari og gríðarlega vinsæll hjá þeim leikmönnum sem hann hefur þjálfað,“ sagði Gummi og bætti við: „Hann hefur ekki verið alveg jafnvinsæll hjá mótherjum. En hann er ofboðslega fær þjálfari og hefur starfað hjá knattspyrnusambandinu síðan hann þjálfaði síðast í efstu deild, og kom síðan aftur í þetta núna. Ég held að það sé mikill happafengur fyrir Stjörnuna að Þorvaldur sé á svæðinu. Ég er ekki sannfærður um að Rúnar hefði tekið þessa ákvörðun nema af því að einhver gat tekið við strax. Rúnar er það mikill Stjörnumaður og tekur ekki svona ákvörðun bara út frá sjálfum sér.“
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir „Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“ Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. 6. maí 2021 10:01 Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag. 5. maí 2021 13:32 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
„Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“ Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. 6. maí 2021 10:01
Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag. 5. maí 2021 13:32
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast