Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Sylvía Hall skrifar 6. maí 2021 18:15 Þormóður Árni Jónsson var fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Lars Baron Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Vísir greindi frá ákærunni í mars síðastliðnum og sagði Þormóður, sem er einn besti júdókappi landsins, málið allt saman vera vitleysu. Hann hefði ekki ráðist á neinn. Fyrir dómi bar hann því við að um varnarviðbrögð væri að ræða og að hann hafi ekki ætlað sér að ráðast á neinn. Dyravörðurinn sagðist þó hafa fengið högg með krepptum hnefa og í áverkavottorði læknis kom fram að yfirborðs- eða vægur mjúkvefsáverki hefði hlotist af högginu, þó ekki væri grunur um undirliggjandi brot. Þá lágu fyrir myndbandsupptökur af atvikinu sem og framburður vitna. Ekki var talið að árásin hafi verið varnarviðbragð og þóttu lýsingar Þormóðs vera ótrúverðugar. Afskipti af honum hafi verið að gefnu tilefni og ekkert benti til þess að þau væru óeðlileg. Viðbragð hans hafi verið mun harkalegra en tilefni var til. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hafði ekki áður gerst sekur um refsivert brot en atlagan væri þó hættuleg. Ákveðið var að fresta fullnustu refsingar og fellur hún niður ef skilorði er haldið í tvö ár. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Vísir greindi frá ákærunni í mars síðastliðnum og sagði Þormóður, sem er einn besti júdókappi landsins, málið allt saman vera vitleysu. Hann hefði ekki ráðist á neinn. Fyrir dómi bar hann því við að um varnarviðbrögð væri að ræða og að hann hafi ekki ætlað sér að ráðast á neinn. Dyravörðurinn sagðist þó hafa fengið högg með krepptum hnefa og í áverkavottorði læknis kom fram að yfirborðs- eða vægur mjúkvefsáverki hefði hlotist af högginu, þó ekki væri grunur um undirliggjandi brot. Þá lágu fyrir myndbandsupptökur af atvikinu sem og framburður vitna. Ekki var talið að árásin hafi verið varnarviðbragð og þóttu lýsingar Þormóðs vera ótrúverðugar. Afskipti af honum hafi verið að gefnu tilefni og ekkert benti til þess að þau væru óeðlileg. Viðbragð hans hafi verið mun harkalegra en tilefni var til. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hafði ekki áður gerst sekur um refsivert brot en atlagan væri þó hættuleg. Ákveðið var að fresta fullnustu refsingar og fellur hún niður ef skilorði er haldið í tvö ár.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira