United-menn hæstánægðir með lífvarðatilburði Cavanis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 15:31 Edinson Cavani var ekki tilbúinn að leyfa Rómverjum að vaða yfir Mason Greenwood. getty/Matthew Peters Edinson Cavani skoraði bæði mörk Manchester United gegn Roma í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Stuðningsmenn United voru ekki bara ánægðir með mörkin tvö heldur einnig þegar Cavani varði hinn unga samherja sinn, Mason Greenwood. United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30
Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55