Umfjöllun og viðtöl: Þór - Selfoss 21-27 | Öruggur sigur Selfyssinga á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 9. maí 2021 19:00 Þór og Selfoss áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Þór er með bakið upp við vegg í 11. sæti deildarinnar og þurfti nauðsynlega á sigri að halda í dag ætli þeir að eiga von um að spila í deildinni að ári. Selfoss var fyrir leik í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig í þéttum pakka þar sem hvert stig skiptir máli út af heimaleikjaréttnum þegar kemur að úrslitakeppninni. Þórsarar hófu leikinn af miklum krafti og eftir fjórar mínútur var staðan orðinn 4-1 fyrir heimamenn. Gestirnir gengu þó á lagið og eftir tíu mínútna leik var staðan orðinn jöfn 5-5 og þannig átti leikurinn eftir að þróast. Liðin skiptust á að skora og taka forystu. Bæði lið áttu það þó sameiginlegt að gera mikið af mistökum og tapaðir boltar samanlagt níu í hálfleik. Markmennirnir á pari, Jovan með 6 skot varinn og Vilius 7 skot. Hálfleikstölu 11-13 fyrir Selfoss. Gestirnir komu öflugir inn í seinni hálfleikinn náðu fljótlega góðri forystu 12-18. Heimamenn í basli og aðeins komnir með eitt mark á tíu mínútna kafla. Þegar leið á seinni hálfleikinn komst lið Þórs í meiri takt við leikinn og náðu að saxa á forskot gestanna og staðan 17-19 um miðbik hálfleiksins. Nær komust þeir þó ekki. Gestirnir héldu heimamönnum alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu að lokum sex marka sigur 21-27 og nældu í mikilvæg tvö stig. Afhverju vann Selfoss? Selfoss var heilt yfir betra liðið í dag. Margir leikmenn sem stigu upp eftir vont tap í síðasta leik og má það meðal annars sjá á markadreifingu en það voru margir leikmenn sem komust á blað í dag. Halldór fékk mikið framlag frá sínum leikmönnum sem ætluðu sér sigur. Þá munar um minna að hafa Vilius í markinu sem var 15 varða bolta. Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður segir var Vilius góður í markinu hjá Selfoss og varði mikilvæga bolta fyrir þá en hann var með 44% markvörslu. Sóknaleikurinn var öflugur hjá gestunum þar sem Einar og Ragnar voru atkvæðamestir með 6 mörk hvor. Þá var Ihor markahæstur í liði heimamanna sömuleiðis með 6 mörk. Hvað gekk illa? Það var mikið af tæknifeilum í dag. Bæði lið gerðust sek um marga tapaða bolta þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá var sóknarleikurinn hjá heimamönnum oft á tíðum baggalegur en þeir til að mynda skora eitt mark á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik sem fer með leikinn. Hvað gerist næst? Þetta var síðasti heimaleikur Þórs á tímabilinu. Næst heimsæka þeir Gróttu í sannkölluðum fallslag en bæði lið eiga á hættu á að falla. Þór er þó í töluvert verri stöðu og verða hreinlega að vinna þann leik ætli þeir sér að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Leikurinn fer fram næsta laugardag. Selfoss fær Fram í heimsókn, bæði lið um miðbik deildarinnar þar sem hvert stig skiptir máli. Liðin mætast sunnudaginn 16. maí. Halldór Jóhann: Verður frábært að lenda á meðal fyrstu sex „Ég er mjög sáttur. Það er ekkert auðvelt að koma hingað í höllina og spila á móti Þór. Valsarar komu hérna um daginn og mættu værukærir og töpuðu. Við ætluðum alls ekki að láta það gerast. Við þurftum líka að svara fyrir síðustu 50 mínúturnar í leiknum á móti Val í vikunni. Mér fannst við bara gera þetta vel fyrir utan kannski fyrstu fjórar mínúturnar. Annars vorum við heilt yfir flottir og héldum ró sem skipti miklu máli. Frábært að fá bara á okkur 21 mark.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að halda mikilli þolinmæði. Þeir voru að spila langar sóknir og við þurftum að klára okkar varnir. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem við misstum þolinmæðina. Við vorum komnir sex mörkum yfir og misstum það niður í tvö mörk en mér fannst við gera þetta mjög vel. Ég hefði verið sáttur að vinna með einu marki en mjög sáttur að vinna með sex.“ „Það er erfitt að segja hvað eru markmiðin fyrir síðustu leikina. Við setum okkur svo sem markmið fyrir mótið að lenda í topp fjórum og það svo sem breytist bara í öllum meiðslunum og covid faraldrinum. Við ákváðum að taka bara hvern leik fyrir sig núna. Ég hugsa að það verði frábært að lenda meðal fyrstu sex. Ef það tekst þá er ég mjög sáttur. Það eru ennþá þrír leikir eftir á móti Fram, Hauka og Gróttu. Þetta eru bara þrír mjög erfiðir leikir þannig það er bara best að tala sem minnst um framhaldið. Nú er bara á fókusa á hvert verkefni fyrir sig.“ Halldór Örn : Þurfum bara að vinna rest „Síðustu tveir leikir á undan þessum voru hræðilegir af okkur hálfu en þetta var miklu betra hjá okkur í dag. Við stóðum í þeim framan af en við töpuðum fyrir betra liði í dag. Ég er samt gríðarlega ánægður með strákanna og þeirra framlag.“ „Það var mikil barátta í mönnum og vilji til að halda áfram allan tímann. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn og eins og oft áður þá vorum við lemstraðir og Selfossingarnir ná þarna forskoti en svo komust við aftur inn í þetta en náðum ekki alveg að gera okkur mat úr því.“ Staðan í hálfleik var 11-13 en eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðið 12-19 fyrir Selfoss. Skelfilegur kafli hjá heimamönnum sem hefur gerst ansi oft í vetur. „Ég hef ekki skýringu á þessu. Kannski er það formið á mönnum, þeir séu þreyttir. Ég þarf þá kannski að nýta hópinn betur. Ég vil samt meina að menn séu í góðu standi í hópnum þannig það er kannski ekki skýringin. Við náðum að rúlla ágætlega á liðinu í dag þannig mér finnst erfitt að skýra út af hverju við eigum svona lélega kafla.“ Það eru þrír leikir eftir hjá Þór þar af gríðarlega mikilvægur leikur á móti Gróttu næstu helgi sem er sæti ofar en Þór í deildinni. „Það er bara Grótta næstu helgi og við verðum að ná í sigur þar til að halda okkur á floti. Svo eigum við tvo leik eftir það á móti Stjörnunni og KA. Við höldum bara áfram, við erum ekkert hættir þó staðan sé erfið. Í síðasta leik á móti Gróttu var mikill barátta í mönnum og leikurinn endaði með eins marks sigri. Ég býst bara við því að þetta verði svipað. Við verðum bara að stilla spennustigið rétt og halda áfram með okkar leik.“ Spurður út í hvað þyrfti til að Þór spili í Olísdeildinni á næsta ári hafði Halldór þetta að segja. „Við þurfum bara að vinna rest og þótt það sé ljótt að segja það að vona að Grótta nái sér ekki á strik aftur.“ Olís-deild karla Þór Akureyri UMF Selfoss
Þór og Selfoss áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Þór er með bakið upp við vegg í 11. sæti deildarinnar og þurfti nauðsynlega á sigri að halda í dag ætli þeir að eiga von um að spila í deildinni að ári. Selfoss var fyrir leik í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig í þéttum pakka þar sem hvert stig skiptir máli út af heimaleikjaréttnum þegar kemur að úrslitakeppninni. Þórsarar hófu leikinn af miklum krafti og eftir fjórar mínútur var staðan orðinn 4-1 fyrir heimamenn. Gestirnir gengu þó á lagið og eftir tíu mínútna leik var staðan orðinn jöfn 5-5 og þannig átti leikurinn eftir að þróast. Liðin skiptust á að skora og taka forystu. Bæði lið áttu það þó sameiginlegt að gera mikið af mistökum og tapaðir boltar samanlagt níu í hálfleik. Markmennirnir á pari, Jovan með 6 skot varinn og Vilius 7 skot. Hálfleikstölu 11-13 fyrir Selfoss. Gestirnir komu öflugir inn í seinni hálfleikinn náðu fljótlega góðri forystu 12-18. Heimamenn í basli og aðeins komnir með eitt mark á tíu mínútna kafla. Þegar leið á seinni hálfleikinn komst lið Þórs í meiri takt við leikinn og náðu að saxa á forskot gestanna og staðan 17-19 um miðbik hálfleiksins. Nær komust þeir þó ekki. Gestirnir héldu heimamönnum alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu að lokum sex marka sigur 21-27 og nældu í mikilvæg tvö stig. Afhverju vann Selfoss? Selfoss var heilt yfir betra liðið í dag. Margir leikmenn sem stigu upp eftir vont tap í síðasta leik og má það meðal annars sjá á markadreifingu en það voru margir leikmenn sem komust á blað í dag. Halldór fékk mikið framlag frá sínum leikmönnum sem ætluðu sér sigur. Þá munar um minna að hafa Vilius í markinu sem var 15 varða bolta. Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður segir var Vilius góður í markinu hjá Selfoss og varði mikilvæga bolta fyrir þá en hann var með 44% markvörslu. Sóknaleikurinn var öflugur hjá gestunum þar sem Einar og Ragnar voru atkvæðamestir með 6 mörk hvor. Þá var Ihor markahæstur í liði heimamanna sömuleiðis með 6 mörk. Hvað gekk illa? Það var mikið af tæknifeilum í dag. Bæði lið gerðust sek um marga tapaða bolta þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá var sóknarleikurinn hjá heimamönnum oft á tíðum baggalegur en þeir til að mynda skora eitt mark á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik sem fer með leikinn. Hvað gerist næst? Þetta var síðasti heimaleikur Þórs á tímabilinu. Næst heimsæka þeir Gróttu í sannkölluðum fallslag en bæði lið eiga á hættu á að falla. Þór er þó í töluvert verri stöðu og verða hreinlega að vinna þann leik ætli þeir sér að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Leikurinn fer fram næsta laugardag. Selfoss fær Fram í heimsókn, bæði lið um miðbik deildarinnar þar sem hvert stig skiptir máli. Liðin mætast sunnudaginn 16. maí. Halldór Jóhann: Verður frábært að lenda á meðal fyrstu sex „Ég er mjög sáttur. Það er ekkert auðvelt að koma hingað í höllina og spila á móti Þór. Valsarar komu hérna um daginn og mættu værukærir og töpuðu. Við ætluðum alls ekki að láta það gerast. Við þurftum líka að svara fyrir síðustu 50 mínúturnar í leiknum á móti Val í vikunni. Mér fannst við bara gera þetta vel fyrir utan kannski fyrstu fjórar mínúturnar. Annars vorum við heilt yfir flottir og héldum ró sem skipti miklu máli. Frábært að fá bara á okkur 21 mark.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að halda mikilli þolinmæði. Þeir voru að spila langar sóknir og við þurftum að klára okkar varnir. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem við misstum þolinmæðina. Við vorum komnir sex mörkum yfir og misstum það niður í tvö mörk en mér fannst við gera þetta mjög vel. Ég hefði verið sáttur að vinna með einu marki en mjög sáttur að vinna með sex.“ „Það er erfitt að segja hvað eru markmiðin fyrir síðustu leikina. Við setum okkur svo sem markmið fyrir mótið að lenda í topp fjórum og það svo sem breytist bara í öllum meiðslunum og covid faraldrinum. Við ákváðum að taka bara hvern leik fyrir sig núna. Ég hugsa að það verði frábært að lenda meðal fyrstu sex. Ef það tekst þá er ég mjög sáttur. Það eru ennþá þrír leikir eftir á móti Fram, Hauka og Gróttu. Þetta eru bara þrír mjög erfiðir leikir þannig það er bara best að tala sem minnst um framhaldið. Nú er bara á fókusa á hvert verkefni fyrir sig.“ Halldór Örn : Þurfum bara að vinna rest „Síðustu tveir leikir á undan þessum voru hræðilegir af okkur hálfu en þetta var miklu betra hjá okkur í dag. Við stóðum í þeim framan af en við töpuðum fyrir betra liði í dag. Ég er samt gríðarlega ánægður með strákanna og þeirra framlag.“ „Það var mikil barátta í mönnum og vilji til að halda áfram allan tímann. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn og eins og oft áður þá vorum við lemstraðir og Selfossingarnir ná þarna forskoti en svo komust við aftur inn í þetta en náðum ekki alveg að gera okkur mat úr því.“ Staðan í hálfleik var 11-13 en eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðið 12-19 fyrir Selfoss. Skelfilegur kafli hjá heimamönnum sem hefur gerst ansi oft í vetur. „Ég hef ekki skýringu á þessu. Kannski er það formið á mönnum, þeir séu þreyttir. Ég þarf þá kannski að nýta hópinn betur. Ég vil samt meina að menn séu í góðu standi í hópnum þannig það er kannski ekki skýringin. Við náðum að rúlla ágætlega á liðinu í dag þannig mér finnst erfitt að skýra út af hverju við eigum svona lélega kafla.“ Það eru þrír leikir eftir hjá Þór þar af gríðarlega mikilvægur leikur á móti Gróttu næstu helgi sem er sæti ofar en Þór í deildinni. „Það er bara Grótta næstu helgi og við verðum að ná í sigur þar til að halda okkur á floti. Svo eigum við tvo leik eftir það á móti Stjörnunni og KA. Við höldum bara áfram, við erum ekkert hættir þó staðan sé erfið. Í síðasta leik á móti Gróttu var mikill barátta í mönnum og leikurinn endaði með eins marks sigri. Ég býst bara við því að þetta verði svipað. Við verðum bara að stilla spennustigið rétt og halda áfram með okkar leik.“ Spurður út í hvað þyrfti til að Þór spili í Olísdeildinni á næsta ári hafði Halldór þetta að segja. „Við þurfum bara að vinna rest og þótt það sé ljótt að segja það að vona að Grótta nái sér ekki á strik aftur.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti