Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:02 Heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að draga úr því álagi sem mun skapast vegna fjölgunar ferðamanna. Vísir/Vilhelm Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira