„Stubbur hefur staðið sig eins og hetja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 21:10 Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hrósaði markverðinum Steinþóri Má Auðunssyni eftir sigurinn á KR. vísir/hulda margrét Það var skiljanlega létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, eftir sigurinn á KR á Meistaravöllum í kvöld. KA-menn léku vel og unnu með þremur mörkum gegn einu. „Ég var virkilega ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Fyrsta hálftímann réðum við ferðinni, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Svo fengum við á okkur mark rétt fyrir hálfleik sem er alltaf slæmt,“ sagði Arnar við íþróttadeild eftir leikinn. „Við vissum að KR-ingar myndu koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og mér fannst við falla full aftarlega. Þeir réðu ferðinni án þess að skapa sér mikið. Svo fengum við algjört dauðafæri þegar Hallgrímur tók hann með hælnum. Ég veit ekki alveg hvað hann var að gera. En sem betur fer kláraði hann fyrir okkur á skemmtilegan hátt. Það gerði hlutina léttara síðustu mínúturnar. KR var auðvitað mun meira með boltann í seinni hálfleik og áttu fullt af fyrirgjöfum. En ég er mjög ánægður með Stubb. Hann er að standa sig eins og hetja,“ sagði Arnar og vísaði til markvarðarins Steinþórs Más Auðunssonar sem hefur staðið milli stanganna í fyrstu tveimur leikjum KA á tímabilinu. Nokkrir KA-menn meiddust í leiknum og Rodrigo Mateo Gomes og Jonathan Hendrickx þurftu báðir að fara af velli. „Rodri fékk höfuðhögg, það opnaðist ár og honum varð flökurt í hálfleik svo við tókum hann út af. Jonathan fékk svo högg á fótinn,“ sagði Arnar og bætti við Hendrickx yrði væntanlega ekki með gegn Leikni á miðvikudaginn. „Fyrir mót töluðum við um að við værum með stóran hóp og þyrftum kannski að lána menn en það hefur heldur betur snúist upp í andhverfu sína. Við þurfum frekar að ná í leikmenn,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Ég var virkilega ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Fyrsta hálftímann réðum við ferðinni, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Svo fengum við á okkur mark rétt fyrir hálfleik sem er alltaf slæmt,“ sagði Arnar við íþróttadeild eftir leikinn. „Við vissum að KR-ingar myndu koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og mér fannst við falla full aftarlega. Þeir réðu ferðinni án þess að skapa sér mikið. Svo fengum við algjört dauðafæri þegar Hallgrímur tók hann með hælnum. Ég veit ekki alveg hvað hann var að gera. En sem betur fer kláraði hann fyrir okkur á skemmtilegan hátt. Það gerði hlutina léttara síðustu mínúturnar. KR var auðvitað mun meira með boltann í seinni hálfleik og áttu fullt af fyrirgjöfum. En ég er mjög ánægður með Stubb. Hann er að standa sig eins og hetja,“ sagði Arnar og vísaði til markvarðarins Steinþórs Más Auðunssonar sem hefur staðið milli stanganna í fyrstu tveimur leikjum KA á tímabilinu. Nokkrir KA-menn meiddust í leiknum og Rodrigo Mateo Gomes og Jonathan Hendrickx þurftu báðir að fara af velli. „Rodri fékk höfuðhögg, það opnaðist ár og honum varð flökurt í hálfleik svo við tókum hann út af. Jonathan fékk svo högg á fótinn,“ sagði Arnar og bætti við Hendrickx yrði væntanlega ekki með gegn Leikni á miðvikudaginn. „Fyrir mót töluðum við um að við værum með stóran hóp og þyrftum kannski að lána menn en það hefur heldur betur snúist upp í andhverfu sína. Við þurfum frekar að ná í leikmenn,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira