Sýknaður af ákæru um kynferðisbroti gegn barni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:19 Maðurinn var í dag sýknaður í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára. Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára. Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það. Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun. Dómsmál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára. Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það. Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun.
Dómsmál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira