Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður til að takast á við metfjölda komufarþega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 12:44 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Metfjöldi er í komu farþegaflugvéla til landsins, frá því að faraldurinn hófst, í dag og á morgun. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli breytti verklagi fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður. Þrjár flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun og er von á fimm til viðbótar í dag. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinum það sem af er degi. „Þetta gekk bara eins og við var búist. Ágætlega. Það komu tvær vélar rétt fyrir klukkan sex og um um hundrað farþegar í hvorri. Það tók svona einn og hálfan tíma að afgreiða þetta hjá okkur,“ sagði Sigurgeir. Nær allir bólusettir Flugvélarnar þrjár sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun komu frá Bandaríkjunum og segir Sigurgeir að nær allir sem komu með þeim vélum hafi verið bólusettir. „Það tekur dálítinn tíma að skoða þau vottorð en Bandaríkjamenn eru vanir langri bið á flugvöllum og líka fyrir Covid-19 faraldurinn þannig að það er enginn að æsa sig yfir þessu,“ sagði Sigurgeir. Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður Hann segir að bið eftir sýnatöku hafi ekki verið lengri en venjulega. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi og var því afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður með því að breyta verkaskiptingu milli landamæravarða. „Það tók einn og hálfan tíma að tæma þessar tvær vélar sem komu rétt fyrir klukkan sex og um klukkutíma tók að afgreiða farþega úr vélinni sem kom klukkan átta. Þetta er bara tíminn sem þetta tekur núna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í gær að svokölluð hraðpróf væru til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sigurgeir segir að farþegafjöldinn sé til marks um að ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á skrið. „Fólk er mjög spennt að koma hingað og bara góð stemning bæði í farþegum og starfsfólki á vellinum. Og bara auðvitað mjög gott að þetta fari af stað, en við slökum ekkert á kröfunum og örygginu. Landamærin eru með þessu fyrirkomulagi mjög þétt og smit eru ekki að leka í gegn þannig að þetta er mjög gott fyrirkomulag held ég,“ sagði Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þrjár flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun og er von á fimm til viðbótar í dag. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinum það sem af er degi. „Þetta gekk bara eins og við var búist. Ágætlega. Það komu tvær vélar rétt fyrir klukkan sex og um um hundrað farþegar í hvorri. Það tók svona einn og hálfan tíma að afgreiða þetta hjá okkur,“ sagði Sigurgeir. Nær allir bólusettir Flugvélarnar þrjár sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun komu frá Bandaríkjunum og segir Sigurgeir að nær allir sem komu með þeim vélum hafi verið bólusettir. „Það tekur dálítinn tíma að skoða þau vottorð en Bandaríkjamenn eru vanir langri bið á flugvöllum og líka fyrir Covid-19 faraldurinn þannig að það er enginn að æsa sig yfir þessu,“ sagði Sigurgeir. Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður Hann segir að bið eftir sýnatöku hafi ekki verið lengri en venjulega. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi og var því afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður með því að breyta verkaskiptingu milli landamæravarða. „Það tók einn og hálfan tíma að tæma þessar tvær vélar sem komu rétt fyrir klukkan sex og um klukkutíma tók að afgreiða farþega úr vélinni sem kom klukkan átta. Þetta er bara tíminn sem þetta tekur núna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í gær að svokölluð hraðpróf væru til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sigurgeir segir að farþegafjöldinn sé til marks um að ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á skrið. „Fólk er mjög spennt að koma hingað og bara góð stemning bæði í farþegum og starfsfólki á vellinum. Og bara auðvitað mjög gott að þetta fari af stað, en við slökum ekkert á kröfunum og örygginu. Landamærin eru með þessu fyrirkomulagi mjög þétt og smit eru ekki að leka í gegn þannig að þetta er mjög gott fyrirkomulag held ég,“ sagði Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum