Lífið

Einn stofnenda Vans látinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Paul Van Doren var einn stofnenda Vans.
Paul Van Doren var einn stofnenda Vans. Vans via AP

Paul Van Doren, einn stofnenda skó- og fatamerkisins Vans, lést í gær. Hann var níræður.

Í tilkynningu frá VF Corporation, móðurfyrirtæki Vans, var greint frá þessu. Dánarorsök hans hefur þó ekki verið opinberuð.

„Paul var ekki bara athafnamaður; hann var frumkvöðull,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Vans er hvað þekktast fyrir strigaskó sína, sem notið hafa mikilla vinsælda víða um heim og hafa oft verið tengdir við hjólabrettatísku.

Van Doren stofnaði fyrirtækið árið 1966 ásamt bróður sínum Jim, Gordon Lee og Serge Delia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×