Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. maí 2021 22:57 Ítalska eyjan Lampedusa liggur austur af norðurafríkuríkinu Túnis. Tullio M. Puglia/Getty Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn bátur hafi flutt hátt í fjögur hundruð karla, konur og börn á eyjuna. Bæjarstjórinn á eyjunni telur að þennan mikla fjölda mega rekja til batnandi veðurskilyrða til bátsferða frá norðurhluta Afríku, en Lampedusa er einn helsti viðkomustaður flóttafólks og farenda frá Norður-Afríku á leið sinni til Evrópu. Um það bil ellefu þúsund flóttamenn hafa komið á eyjuna það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra var sá fjöldi rúmlega fjögur þúsund. Matteo Salvini, formaður ítalska popúlistaflokksins Norðurbandalagsins, hefur krafist þess að fá fund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna þess fjölda flóttamanna sem komið hefur til Ítalíu að undanförnu. „Á meðan milljónir Ítala eiga í erfiðleikum getum við ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda,“ sagði Salvini. Sjálfur bíður Salvini þess að réttað verði yfir honum eftir að hann gerði tilraun til þess að koma í veg fyrir að björgunarskip með yfir hundrað flóttamenn innanborðs legðist að bryggju á Lampedusa í ágúst 2019, þegar hann var innanríkisráðherra. Saksóknarar í málinu telja Salvini hafa svipt farþega skipsins frelsi sínu með ólögmætum hætti og því gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm. Ítalía Flóttamenn Tengdar fréttir 39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn bátur hafi flutt hátt í fjögur hundruð karla, konur og börn á eyjuna. Bæjarstjórinn á eyjunni telur að þennan mikla fjölda mega rekja til batnandi veðurskilyrða til bátsferða frá norðurhluta Afríku, en Lampedusa er einn helsti viðkomustaður flóttafólks og farenda frá Norður-Afríku á leið sinni til Evrópu. Um það bil ellefu þúsund flóttamenn hafa komið á eyjuna það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra var sá fjöldi rúmlega fjögur þúsund. Matteo Salvini, formaður ítalska popúlistaflokksins Norðurbandalagsins, hefur krafist þess að fá fund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna þess fjölda flóttamanna sem komið hefur til Ítalíu að undanförnu. „Á meðan milljónir Ítala eiga í erfiðleikum getum við ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda,“ sagði Salvini. Sjálfur bíður Salvini þess að réttað verði yfir honum eftir að hann gerði tilraun til þess að koma í veg fyrir að björgunarskip með yfir hundrað flóttamenn innanborðs legðist að bryggju á Lampedusa í ágúst 2019, þegar hann var innanríkisráðherra. Saksóknarar í málinu telja Salvini hafa svipt farþega skipsins frelsi sínu með ólögmætum hætti og því gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm.
Ítalía Flóttamenn Tengdar fréttir 39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47