Ásakanir um sýndarmennsku í auðlindaumræðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2021 14:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tókust nokkuð harkalega á um auðlindaákvæðið á Alþingi í dag með frammíköllum undir ræðum hvorrar annarrar. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma rakti Þorgerður stöðu sjávarútvegsins hér á landi og sagði nauðsynlegt að sólunda ekki tækifærinu sem felist í breytingum á auðlindákvæði stjórnarskrárinnar. „Það blasir við hversu nauðsynlegt það er að sólunda einmitt núna ekki þessi tækifæri, að festa rækilega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni og koma í veg fyrir enn frekari ítök hagsmunaafla sem ráða hér of miklu í okkar samfélagi eins og bent hefur verið á, af meðal annars seðlabankastjóra. Tímabinding réttinda aðgangsins að auðlindinni er algjört lykilatriði,“ sagði Þorgerður. Katrín sagði skýrt í ákvæðinu sem hún lagði fram að heimildirnar verði ekki afhentar varanlega. Í greinargerð frumvarpsins komi fram að það merki að þær séu annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.vísir/Vilhelm Þorgerður sagði ákvæðið sýndarmennsku. „Auðlindaákvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu og það er þessi sýndarmennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í,“ sagði Þorgerður. Tryggja eigi gagnsæi og dreifða eignaraðild. „Við þurfum að tryggja tímabindingu þannig að þjóðin hafi ótvírætt forræði yfir auðlindinni, ekki afhenda hana með einhverjum loðnum hætti til sjávarútvegsins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoðunar að auðlindaákvæðið sem núna liggur fyrir, að það gefi íslenskum almenningi lítið sem ekkert og hrófli ekki við neinu,“ sagði Þorgerður undir bjölluglamri forseta Alþingis sem minnti rækilega á að ræðutími væri liðinn. Katrín sagði stórmál að undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til auðlinda sinna í stjórnarskrá.-. „Það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði Katrín. Ljóst er að deilan um auðlindaákvæðið er ekki útkláð en Katrín og Þorgerður héldu samtali sínu áfram þvert yfir salinn eftir að fyrirspurninni hafði verið svarað og sá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþigis, sig knúinn til þess að biðja um hljóð. Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma rakti Þorgerður stöðu sjávarútvegsins hér á landi og sagði nauðsynlegt að sólunda ekki tækifærinu sem felist í breytingum á auðlindákvæði stjórnarskrárinnar. „Það blasir við hversu nauðsynlegt það er að sólunda einmitt núna ekki þessi tækifæri, að festa rækilega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni og koma í veg fyrir enn frekari ítök hagsmunaafla sem ráða hér of miklu í okkar samfélagi eins og bent hefur verið á, af meðal annars seðlabankastjóra. Tímabinding réttinda aðgangsins að auðlindinni er algjört lykilatriði,“ sagði Þorgerður. Katrín sagði skýrt í ákvæðinu sem hún lagði fram að heimildirnar verði ekki afhentar varanlega. Í greinargerð frumvarpsins komi fram að það merki að þær séu annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.vísir/Vilhelm Þorgerður sagði ákvæðið sýndarmennsku. „Auðlindaákvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu og það er þessi sýndarmennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í,“ sagði Þorgerður. Tryggja eigi gagnsæi og dreifða eignaraðild. „Við þurfum að tryggja tímabindingu þannig að þjóðin hafi ótvírætt forræði yfir auðlindinni, ekki afhenda hana með einhverjum loðnum hætti til sjávarútvegsins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoðunar að auðlindaákvæðið sem núna liggur fyrir, að það gefi íslenskum almenningi lítið sem ekkert og hrófli ekki við neinu,“ sagði Þorgerður undir bjölluglamri forseta Alþingis sem minnti rækilega á að ræðutími væri liðinn. Katrín sagði stórmál að undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til auðlinda sinna í stjórnarskrá.-. „Það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði Katrín. Ljóst er að deilan um auðlindaákvæðið er ekki útkláð en Katrín og Þorgerður héldu samtali sínu áfram þvert yfir salinn eftir að fyrirspurninni hafði verið svarað og sá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþigis, sig knúinn til þess að biðja um hljóð.
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira