Auðlindir og geimverur Brynjar Níelsson skrifar 10. maí 2021 16:28 Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun