„Ég er ánægður með sigurinn en ég er mjög ósáttur með leikinn sem slíkan, þeir skoruðu alltof mikið af stigum á okkur í seinni hálfleik."
„Mér fannst vanta viðbrögð frá liðinu sem pirrar mig mikið sérstaklega þar sem þetta var síðasti leikur fyrir úrslitakeppnina og fórum við aldrei upp á tærnar í leiknum í svona mikilvægum leik eins og þetta var."
„Ég hef fá svör við þessu, þetta er óþolandi, það er leiðinlegt að spila svona, leiðinlegt að horfa á þetta. Það er miklu skemmtilegra þegar við erum að berjast og leggja allt í leikina," sagði Jón Arnór sem var svekktur með liðið sitt.
Valur mætir nágrönnum sínum KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og er Jón Arnór mjög spenntur að mæta sínum gömlu félögum.
„Þetta var óska andstæðingur upp á það að gera að við komust upp á tærnar. Hannes S Jónsson er snillingur í markaðsmálum og hann setti þetta svona upp, þetta verður mjög spennandi og skemmtileg sería."
Jón Arnór Stefánsson þekkir lítið annað en að verða Íslandsmeistari þegar hann hefur tekið þátt í deildinni hér heima fyrir og þekkir hann nákvæmlega hvað þarf til að ná því markmiði.
„Við þurfum að byggja ofan á þennan seinni hálfleik, þá læstum við vörninni, tölum saman og spilum saman sem lið. Það er lykil að velgengni okkar Vals," sagði Jón að lokum.