Opið bréf til sveitarfélaga um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifa 11. maí 2021 13:00 Berist til sveitarstjórnar. Samtök grænkera á Íslandi sendu í desember síðastliðnum áskorun til sveitarfélaga landsins varðandi framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Undirtektir við henni voru dræmar og er það miður. Fjöldi grænkera á Íslandi fer sívaxandi, einkum á meðal fólks á barneignaaldri. Það má því ætla að sá hópur barna sem elst upp á grænkerafæði heima við fari hratt stækkandi. Þrátt fyrir þetta er enn erfitt fyrir mörg börn að fá grænkerafæði í leik- og grunnskólum landsins. Margir skólar fara til að mynda fram á læknisvottorð um að börnin þoli ekki dýraafurðir. Sumir foreldrar bregða á það ráð að fá vistun fyrir börn sín fjarri heimili sínu til þess að þau geti fengið grænkerafæði í skólanum. Aðrir foreldrar nesta börn sín alla daga og kallar það á gríðarlegt aukaálag af hálfu foreldra. Aukin eftirspurn eftir grænkerafæði kemur vel fram í tölum Skólamatar ehf. sem þjónustar marga leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (1). Fyrirtækið hefur frá árinu 2017 boðið upp á grænkerarétt samhliða kjötrétti. Til að byrja með voru grænkeraréttir um 5% af heildarmat sem það sendi frá sér en hlutfallið var komið upp í 14% í byrjun árs 2021. Embætti landlæknis gaf nýverið út handbók fyrir grunnskólamötuneyti (2). Handbókin er ætluð þeim sem útbúa mat fyrir nemendur í grunnskólum eða hafa áhrif á hvaða matur er þar í boði. Þar kemur eftirfarandi fram: „Ef eingöngu er um grænkerafæði (e. vegan) að ræða þýðir það að allar vörur úr dýraríkinu eru útilokaðar, það er að segja kjöt, fiskur, skeldýr, fuglakjöt, egg, mjólk og mjólkurvörur. Skólinn ætti að koma til móts við þarfir barnanna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima eins og kostur er.“ Samtök grænkera á Íslandi telja ólíðandi með öllu að einungis lítill hluti barna á Íslandi hafi val um grænkerarétt í skólum sínum. Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt samhliða kjötrétti í öllum leik- og grunnskólum landsins. F.h. Samtaka grænkera á Íslandi, Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir Samtök grænkera á Íslandi standa nú fyrir söfnun á undirskriftum vegna þessa. Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Vegan Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Berist til sveitarstjórnar. Samtök grænkera á Íslandi sendu í desember síðastliðnum áskorun til sveitarfélaga landsins varðandi framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Undirtektir við henni voru dræmar og er það miður. Fjöldi grænkera á Íslandi fer sívaxandi, einkum á meðal fólks á barneignaaldri. Það má því ætla að sá hópur barna sem elst upp á grænkerafæði heima við fari hratt stækkandi. Þrátt fyrir þetta er enn erfitt fyrir mörg börn að fá grænkerafæði í leik- og grunnskólum landsins. Margir skólar fara til að mynda fram á læknisvottorð um að börnin þoli ekki dýraafurðir. Sumir foreldrar bregða á það ráð að fá vistun fyrir börn sín fjarri heimili sínu til þess að þau geti fengið grænkerafæði í skólanum. Aðrir foreldrar nesta börn sín alla daga og kallar það á gríðarlegt aukaálag af hálfu foreldra. Aukin eftirspurn eftir grænkerafæði kemur vel fram í tölum Skólamatar ehf. sem þjónustar marga leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (1). Fyrirtækið hefur frá árinu 2017 boðið upp á grænkerarétt samhliða kjötrétti. Til að byrja með voru grænkeraréttir um 5% af heildarmat sem það sendi frá sér en hlutfallið var komið upp í 14% í byrjun árs 2021. Embætti landlæknis gaf nýverið út handbók fyrir grunnskólamötuneyti (2). Handbókin er ætluð þeim sem útbúa mat fyrir nemendur í grunnskólum eða hafa áhrif á hvaða matur er þar í boði. Þar kemur eftirfarandi fram: „Ef eingöngu er um grænkerafæði (e. vegan) að ræða þýðir það að allar vörur úr dýraríkinu eru útilokaðar, það er að segja kjöt, fiskur, skeldýr, fuglakjöt, egg, mjólk og mjólkurvörur. Skólinn ætti að koma til móts við þarfir barnanna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima eins og kostur er.“ Samtök grænkera á Íslandi telja ólíðandi með öllu að einungis lítill hluti barna á Íslandi hafi val um grænkerarétt í skólum sínum. Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt samhliða kjötrétti í öllum leik- og grunnskólum landsins. F.h. Samtaka grænkera á Íslandi, Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir Samtök grænkera á Íslandi standa nú fyrir söfnun á undirskriftum vegna þessa. Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur.
Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar