Sakar forseta FIFA um að vera hugmyndasmiðinn að Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 16:01 Gianni Infantino er æðsti maður fótboltaheimsins sem forseti FIFA. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Yfirmaður La Liga á Spáni segir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi ekki aðeins stutt Ofurdeildarhugmyndina heldur verið maðurinn á bak við tjöldin. Javier Tebas, hæstráðandi hjá spænsku deildinni, kom með mjög athyglisverða kenningu í nýju viðtali. Hann telur sig vita hver „W01“ er í gögnunum um Ofurdeildina sem láku út. „W01“ er að hans mati enginn annar en sjálfur Gianni Infantino, æðsti yfirmaður knattspyrnuheimsins. „Það er hann sem er maðurinn á bak við Ofurdeildina og ég hef sagt það við hann í eigin persónu,“ sagði Javier Tebas og hann endurtók sig til að það færi ekkert á milli mála um hvern hann væri að tala. Javier Tebas coloca a Gianni Infantino, presidente de la FIFA, como la mano que mueve los hilos de la Superliga https://t.co/dqaHQRE6N1— 20mdeportes (@20mDeportes) May 11, 2021 „Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur. Maðurinn sem er að baki þessu öllu saman er Gianni Infantino, forseti FIFA. Það er hann sem er að segja hluti og pressa á þetta,“ sagði Tebas. Gianni Infantino var forseti UEFA á árunum 2009 til 2016 eða þar til að hann settist í forsetastólinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Infantino gaf frá sér yfirlýsingu fyrir sig og FIFA 18. apríl síðastliðinn þar sem kom fram að FIFA væri á móti Ofurdeildinni og hótaði því að leikmenn úr þeirri deild fengju ekki að spila á HM. FIFA president accused of masterminding European Super League by La Liga chief - via @ESPN App https://t.co/4ntCQ923TJ— Christ & Character (@Charles_Chelsea) May 11, 2021 Alls voru tólf félög sem stofnuðu Ofurdeildina þar af sex ensku félögin. Öll ensku félögin hættu við þátttöku eftir hörð mótmæli stuðningsmanna sinna og Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan fylgdu síðan í fótspor þeirra. Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa hins vegar enn ekki tilkynnt það að þau séu hætt við. Þau kvörtuðu meðal annars undan óþolandi pressu frá UEFA um að hætta við verkefnið. FIFA Ofurdeildin UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Javier Tebas, hæstráðandi hjá spænsku deildinni, kom með mjög athyglisverða kenningu í nýju viðtali. Hann telur sig vita hver „W01“ er í gögnunum um Ofurdeildina sem láku út. „W01“ er að hans mati enginn annar en sjálfur Gianni Infantino, æðsti yfirmaður knattspyrnuheimsins. „Það er hann sem er maðurinn á bak við Ofurdeildina og ég hef sagt það við hann í eigin persónu,“ sagði Javier Tebas og hann endurtók sig til að það færi ekkert á milli mála um hvern hann væri að tala. Javier Tebas coloca a Gianni Infantino, presidente de la FIFA, como la mano que mueve los hilos de la Superliga https://t.co/dqaHQRE6N1— 20mdeportes (@20mDeportes) May 11, 2021 „Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur. Maðurinn sem er að baki þessu öllu saman er Gianni Infantino, forseti FIFA. Það er hann sem er að segja hluti og pressa á þetta,“ sagði Tebas. Gianni Infantino var forseti UEFA á árunum 2009 til 2016 eða þar til að hann settist í forsetastólinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Infantino gaf frá sér yfirlýsingu fyrir sig og FIFA 18. apríl síðastliðinn þar sem kom fram að FIFA væri á móti Ofurdeildinni og hótaði því að leikmenn úr þeirri deild fengju ekki að spila á HM. FIFA president accused of masterminding European Super League by La Liga chief - via @ESPN App https://t.co/4ntCQ923TJ— Christ & Character (@Charles_Chelsea) May 11, 2021 Alls voru tólf félög sem stofnuðu Ofurdeildina þar af sex ensku félögin. Öll ensku félögin hættu við þátttöku eftir hörð mótmæli stuðningsmanna sinna og Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan fylgdu síðan í fótspor þeirra. Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa hins vegar enn ekki tilkynnt það að þau séu hætt við. Þau kvörtuðu meðal annars undan óþolandi pressu frá UEFA um að hætta við verkefnið.
FIFA Ofurdeildin UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira