Íslendingar eiga heimtingu á einu verðmætasta frímerkta skjali heims Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 11:31 Biblíubréfið var upphaflega sent íslenskum sýslumanni árið 1874. Það var selt árið 1973 fyrir háa upphæð og hefur síðan gengið kaupum og sölum og þykir vera eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi. Þjóðskjalasafnið Biblíubréfið, eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi, er í raun í eigu íslenska ríkisins, að mati Þjóðskjalasafns Íslands. Eins og stendur er það þó í einkasafni sænska greifans og frímerkjasafnarans Douglas Storckenfeldt. Það var selt úr landi 1973. Þjóðskjalasafnið hefur bent menningar- og menntamálaráðherra á að samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn eigi skjalasöfn tilkall til þess að fá skjölin afhent. Þetta tilkall fellur ekki niður fyrir tómlæti og hefð, segir í lögunum. Könnuðu málið vegna heimildarmyndar Biblíubréfið var sent sýslumanni Árnessýslu árið 1874 er frá 1874 og var síðan varðveitt í safni hans. Á því eru einstök þjónustufrímerki, bæði í íslenskri og norrænni frímerkjasögu. Þjónustufrímerkin eru 23. Bréf landfógeta 30. september 1874.Þjóðskjalasafnið Mat Þjóðskjalasafnsins er að bréfið hafi verið fjarlægt úr safni hans og ratað síðan til einkaaðila. Nú sendir safnið frá sér sérstaka tilkynningu þar sem ráðherra er minntur á að bréfið sé eign íslenska ríkisins. Það geti krafist þess að fá það aftur. Í heimildarmyndinni Leyndarmálið sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 7. apríl sl. er fjallað um Biblíubréfið. Í kjölfar sýningar á myndinni athuguðu sérfræðingar Þjóðskjalasafns Íslands málið og telja nú víst að það komi úr safni sýslumanns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur ekki brugðist við tilkynningu safnsins, en þessa dagana fer fram vinna í ráðuneyti hennar sem lýtur meðal annars að því að kanna hvort koma megi fleiri íslenskum miðaldahandritum til Íslands. Söfn Menning Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Eins og stendur er það þó í einkasafni sænska greifans og frímerkjasafnarans Douglas Storckenfeldt. Það var selt úr landi 1973. Þjóðskjalasafnið hefur bent menningar- og menntamálaráðherra á að samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn eigi skjalasöfn tilkall til þess að fá skjölin afhent. Þetta tilkall fellur ekki niður fyrir tómlæti og hefð, segir í lögunum. Könnuðu málið vegna heimildarmyndar Biblíubréfið var sent sýslumanni Árnessýslu árið 1874 er frá 1874 og var síðan varðveitt í safni hans. Á því eru einstök þjónustufrímerki, bæði í íslenskri og norrænni frímerkjasögu. Þjónustufrímerkin eru 23. Bréf landfógeta 30. september 1874.Þjóðskjalasafnið Mat Þjóðskjalasafnsins er að bréfið hafi verið fjarlægt úr safni hans og ratað síðan til einkaaðila. Nú sendir safnið frá sér sérstaka tilkynningu þar sem ráðherra er minntur á að bréfið sé eign íslenska ríkisins. Það geti krafist þess að fá það aftur. Í heimildarmyndinni Leyndarmálið sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 7. apríl sl. er fjallað um Biblíubréfið. Í kjölfar sýningar á myndinni athuguðu sérfræðingar Þjóðskjalasafns Íslands málið og telja nú víst að það komi úr safni sýslumanns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur ekki brugðist við tilkynningu safnsins, en þessa dagana fer fram vinna í ráðuneyti hennar sem lýtur meðal annars að því að kanna hvort koma megi fleiri íslenskum miðaldahandritum til Íslands.
Söfn Menning Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira