Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 12:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjarkleysi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuleysi. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi. Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi.
Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira