Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 12:10 Fjölbýlishús sem jafnað var við jörðu í morgun. AP/Adel Hana Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. Minnst 43 Palestínumenn hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal þrettán börn. Þá hafa sex Ísraelsmenn fallið og þar á meðal sextán ára stúlka sem dó ásamt föður sínum þegar eldflaug var skotið í bíl þeirra. Antóníó Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu, samkvæmt frétt BBC. Her Ísraels segir átökin á svæðinu ekki hafa verið jafn mikil frá stíðinu 2014. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna muni standa yfir svo lengi sem þeirra sé þörf. Loftárásir væru bara byrjunin. Her Ísraels hefur sent tvær herdeildir að Gasa og þykir það til marks um að mögulega sé verið að skipuleggja innrás á svæðið. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagði í sjónvarpsávarpi að samtökin væru tilbúin til að takast frekar á við Ísraelsmenn, ef það væri vilji þeirra. Hamas væri sömuleiðis tilbúið til að stöðva átökin. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Gasa í morgun. Her Ísraels hefur lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas. Herinn tilkynnti í morgun að nokkrir slíkir hefðu verið felldir í árásum í morgun. Búist var við að því verði svarað með frekari eldflaugaskotum frá Gasa. Eins og áður segir er Gasa-ströndin mjög þéttbýl. Þar búa um tvær milljónir manna og hefur svæðið verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Ísraelsmenn hafa jafnað minnst tvö fjölbýlishús við jörðu eftir að viðvörunarskotum var fyrst skotið að húsunum. Ísraelsmenn voru harðlega gagnrýndir fyrir sambærilegar árásir í stríðinu 2014. Þeim hefur verið lýst sem stríðsglæpum en því hafnar Ísrael. Auk þess segir AP fréttaveitan að lögreglustöð Gasa hafi verið jöfnuð við jörðu í árásum í morgun. Sömuleiðis hafi aðrar árásir beinst gegn varðstöðvum Hamas. Blaðamaður AP sá fimm látna eftir að loftárás var gerð á bíl í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður hersins, segir að Ísraelsmenn reyni sitt besta til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Minnst 43 Palestínumenn hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal þrettán börn. Þá hafa sex Ísraelsmenn fallið og þar á meðal sextán ára stúlka sem dó ásamt föður sínum þegar eldflaug var skotið í bíl þeirra. Antóníó Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu, samkvæmt frétt BBC. Her Ísraels segir átökin á svæðinu ekki hafa verið jafn mikil frá stíðinu 2014. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna muni standa yfir svo lengi sem þeirra sé þörf. Loftárásir væru bara byrjunin. Her Ísraels hefur sent tvær herdeildir að Gasa og þykir það til marks um að mögulega sé verið að skipuleggja innrás á svæðið. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagði í sjónvarpsávarpi að samtökin væru tilbúin til að takast frekar á við Ísraelsmenn, ef það væri vilji þeirra. Hamas væri sömuleiðis tilbúið til að stöðva átökin. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Gasa í morgun. Her Ísraels hefur lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas. Herinn tilkynnti í morgun að nokkrir slíkir hefðu verið felldir í árásum í morgun. Búist var við að því verði svarað með frekari eldflaugaskotum frá Gasa. Eins og áður segir er Gasa-ströndin mjög þéttbýl. Þar búa um tvær milljónir manna og hefur svæðið verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Ísraelsmenn hafa jafnað minnst tvö fjölbýlishús við jörðu eftir að viðvörunarskotum var fyrst skotið að húsunum. Ísraelsmenn voru harðlega gagnrýndir fyrir sambærilegar árásir í stríðinu 2014. Þeim hefur verið lýst sem stríðsglæpum en því hafnar Ísrael. Auk þess segir AP fréttaveitan að lögreglustöð Gasa hafi verið jöfnuð við jörðu í árásum í morgun. Sömuleiðis hafi aðrar árásir beinst gegn varðstöðvum Hamas. Blaðamaður AP sá fimm látna eftir að loftárás var gerð á bíl í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður hersins, segir að Ísraelsmenn reyni sitt besta til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07