Sterkur sjávarútvegur geti aukið verðmætasköpun um hundruð milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2021 20:30 Samkvæmt skýrslu sérfræðinga til sjávarútvegsráðherra hefur íslenskur sjávarútvegur þróast hratt á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast mikið á undanförnum árum og stendur sterkt og getur aukið verðmætasköpun sína um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Þetta er niðurstaða viðamikillar skýrslu sérfræðihóps til sjávarútvegsráðherra sem kynnt var í dag. Skýrslan er unnin að fjórum óháðum sérfræðingum fyrir sjávarútvegsráðherra og spannar allan sjávarútveginn og hliðargreinar hans. Skýrsluhöfundar segja sjávarútveginn standa undir stöðugleika í íslenskum efnahagsmálum og skipta byggðir landsinis miklu máli. Samhliða honum hafi mikilvæg tækni, þjónustu og þróunarfyrirtæki vaxið og dafnað um allt land og skapað ný störf. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna sýna að sjávarútvegurinn standi sterkt og framtíðarmöguleikarnir séu miklir. „Við sjáum í þessari samantekt að af gefnum þeim forsendum sem skýrslan dregur upp að sjávarútvegurinn ætti að geta aukið virði framleiðslu sinnar um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Sem gæti lagt okkur það lið í að standa vörð um þau lífskjör sem íslendingar vilja búa við,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór Júlíusson segir viðamikla skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi mikilvægt innlegg í umræður um sjávarútveginn.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur meðal annars fram að arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið mun hærri en veiðigjöld á árunum 2013 til 2019. En Ísland sé líka eina ríki Evrópu þar sem sjávarútvegur skilar ríkinu meiri tekjum en ríkið leggur til hans. Sjávarútvegsráðherra segir að seint muni skapast friður um fiskveiðistjórnunarkerfið þannig að allir verði fullsáttir. Skýrslan gefi hins vegar betra færi á að ræða þau mál á málefnalegum en hægt hafi verið. Í skýrslunni kemur fram að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið mun meiri frá árinu 2013 til 2019 en veiðigjöld. Höfundar skýrslunnar taka ekki afstöðu til þess hvort það sé eðlilegt heldur draga það aðeins fram ásamt öðrum staðreyndum um stöðu sjávarútvegs og fiskeldis.sjávarútvegsráðuneytið „Hér fáum við hlutlæga og hlutlausa vísindamenn til að draga upp stöðuna í atvinnugreininni eins og hún er. Lýsa henni nákvæmlega. Þanig á þeim grunni geta stjórnmálamenn og aðrir rætt mögulegar væntingar og vilja sinn til breytinga á því sem fyrir liggur,“ segir Kristján Þór. Höfundar skýrslunnar eru prófessorarnir Sveinn Agnarsson og Sigurjón Arason, Dr. Hörður G. Kristinsson og Dr. Gunnar Haraldsson. Sveinn var jafnframt ritstjóri skýrslunnar. Hann segir styrkleika sjávarútvegsins liggja í hvernig staðið sé að rannsóknum, nýtingu stofnanna, aflamarkskerfinu og frjálsri verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum. Þá skipti samþætt sjávarútvegsfyrirtæki miklu máli þar sem veiðar, vinnsla, sala og markaðssetning fari saman. Sveinn Agnarsson prófessor og ritstjóri skýrslunnar segir koma á óvart hvað samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og tækni- og þróunarfyrirtækja hafi vaxið hratt.Stöð 2/Arnar „Svo er ekki síst þetta mikla samstarf á milli annars vegar sjávarútvegsfyrirtækja og hins vegar tækni og þróunarfyrirtækja. Hvorgur getur án hins verið. Þetta samstarf er mjög mikilvægt,“ segir Sveinn. Það hafi komið á óvart hvað þessi þróun hafi verið ör og hvað þetta samstarf væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki. Nú væru um tvö þúsund og fimm hundruð störf hjá fyrirtækjum í hliðargreinum við sjávarútveginn. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Tengdar fréttir Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. 12. maí 2021 14:54 Bein útsending: Staða og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14. 12. maí 2021 13:59 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Skýrslan er unnin að fjórum óháðum sérfræðingum fyrir sjávarútvegsráðherra og spannar allan sjávarútveginn og hliðargreinar hans. Skýrsluhöfundar segja sjávarútveginn standa undir stöðugleika í íslenskum efnahagsmálum og skipta byggðir landsinis miklu máli. Samhliða honum hafi mikilvæg tækni, þjónustu og þróunarfyrirtæki vaxið og dafnað um allt land og skapað ný störf. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna sýna að sjávarútvegurinn standi sterkt og framtíðarmöguleikarnir séu miklir. „Við sjáum í þessari samantekt að af gefnum þeim forsendum sem skýrslan dregur upp að sjávarútvegurinn ætti að geta aukið virði framleiðslu sinnar um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Sem gæti lagt okkur það lið í að standa vörð um þau lífskjör sem íslendingar vilja búa við,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór Júlíusson segir viðamikla skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi mikilvægt innlegg í umræður um sjávarútveginn.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur meðal annars fram að arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið mun hærri en veiðigjöld á árunum 2013 til 2019. En Ísland sé líka eina ríki Evrópu þar sem sjávarútvegur skilar ríkinu meiri tekjum en ríkið leggur til hans. Sjávarútvegsráðherra segir að seint muni skapast friður um fiskveiðistjórnunarkerfið þannig að allir verði fullsáttir. Skýrslan gefi hins vegar betra færi á að ræða þau mál á málefnalegum en hægt hafi verið. Í skýrslunni kemur fram að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið mun meiri frá árinu 2013 til 2019 en veiðigjöld. Höfundar skýrslunnar taka ekki afstöðu til þess hvort það sé eðlilegt heldur draga það aðeins fram ásamt öðrum staðreyndum um stöðu sjávarútvegs og fiskeldis.sjávarútvegsráðuneytið „Hér fáum við hlutlæga og hlutlausa vísindamenn til að draga upp stöðuna í atvinnugreininni eins og hún er. Lýsa henni nákvæmlega. Þanig á þeim grunni geta stjórnmálamenn og aðrir rætt mögulegar væntingar og vilja sinn til breytinga á því sem fyrir liggur,“ segir Kristján Þór. Höfundar skýrslunnar eru prófessorarnir Sveinn Agnarsson og Sigurjón Arason, Dr. Hörður G. Kristinsson og Dr. Gunnar Haraldsson. Sveinn var jafnframt ritstjóri skýrslunnar. Hann segir styrkleika sjávarútvegsins liggja í hvernig staðið sé að rannsóknum, nýtingu stofnanna, aflamarkskerfinu og frjálsri verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum. Þá skipti samþætt sjávarútvegsfyrirtæki miklu máli þar sem veiðar, vinnsla, sala og markaðssetning fari saman. Sveinn Agnarsson prófessor og ritstjóri skýrslunnar segir koma á óvart hvað samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og tækni- og þróunarfyrirtækja hafi vaxið hratt.Stöð 2/Arnar „Svo er ekki síst þetta mikla samstarf á milli annars vegar sjávarútvegsfyrirtækja og hins vegar tækni og þróunarfyrirtækja. Hvorgur getur án hins verið. Þetta samstarf er mjög mikilvægt,“ segir Sveinn. Það hafi komið á óvart hvað þessi þróun hafi verið ör og hvað þetta samstarf væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki. Nú væru um tvö þúsund og fimm hundruð störf hjá fyrirtækjum í hliðargreinum við sjávarútveginn.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Tengdar fréttir Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. 12. maí 2021 14:54 Bein útsending: Staða og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14. 12. maí 2021 13:59 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. 12. maí 2021 14:54
Bein útsending: Staða og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14. 12. maí 2021 13:59