„Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna“ Árni Gísli Magnúson skrifar 12. maí 2021 20:33 Arnar var ekki yfir sig hrifinn af leik KA í kvöld. vísir/hulda margrét KA skoraði þrjú mörk í dag og hélt hreinu gegn Leikni í Pepsi Max deildinni og var Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, sáttur við sigurinn þó spilamennskan hafi á köflum ekki verið nægilega góð að hans mati. „Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun” Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
„Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun”
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti