Tesla hættir að taka við Bitcoin Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 08:52 Elon Musk, forstjóri Tesla. Getty/Liesa Johannssen-Koppitz Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Tesla hefði keypt einn og hálfan milljarð í rafmyntinni, sem er sú þekktasta og vinsælasta sinnar tegundar í heiminum. Mánuði síðar tilkynnti fyrirtækið að það myndi taka við myntinni í viðskiptum. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af mörgum, þá sérstaklega umhverfisverndarsinnum, sem bentu á skaðleg áhrif þess að grafa eftir rafmyntinni en slíkur gröftur fer alla jafna fram í stórum gagnaverum sem þurfa mikinn orkuforða til þess að starfa. Tesla hefur nú tekið undir þessar áhyggjur og mun framvegis ekki taka við rafmyntinni. „Við höfum áhyggjur af aukinni notkun jarðefnaeldsneyta við gröft og færslur Bitcoin, þá sérstaklega kola, sem hafa versta útblástur af öllu eldsneyti,“ skrifaði Musk á Twitter-síðu sína í gær. Tesla muni þó ekki selja sínar myntir heldur nota þær þegar færslur með þær verða umhverfisvænni. Verðmæti Bitcoin féll um rúmlega tíu prósent eftir tilkynningu Musk og stendur virði einnar Bitcoin í um það bil 6,2 milljónum íslenskra króna. Tesla & Bitcoin pic.twitter.com/YSswJmVZhP— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2021 Tesla Rafmyntir Loftslagsmál Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Tesla hefði keypt einn og hálfan milljarð í rafmyntinni, sem er sú þekktasta og vinsælasta sinnar tegundar í heiminum. Mánuði síðar tilkynnti fyrirtækið að það myndi taka við myntinni í viðskiptum. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af mörgum, þá sérstaklega umhverfisverndarsinnum, sem bentu á skaðleg áhrif þess að grafa eftir rafmyntinni en slíkur gröftur fer alla jafna fram í stórum gagnaverum sem þurfa mikinn orkuforða til þess að starfa. Tesla hefur nú tekið undir þessar áhyggjur og mun framvegis ekki taka við rafmyntinni. „Við höfum áhyggjur af aukinni notkun jarðefnaeldsneyta við gröft og færslur Bitcoin, þá sérstaklega kola, sem hafa versta útblástur af öllu eldsneyti,“ skrifaði Musk á Twitter-síðu sína í gær. Tesla muni þó ekki selja sínar myntir heldur nota þær þegar færslur með þær verða umhverfisvænni. Verðmæti Bitcoin féll um rúmlega tíu prósent eftir tilkynningu Musk og stendur virði einnar Bitcoin í um það bil 6,2 milljónum íslenskra króna. Tesla & Bitcoin pic.twitter.com/YSswJmVZhP— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2021
Tesla Rafmyntir Loftslagsmál Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57