Sótti sjaldséð þrjú íslensk stig á Parken Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2021 22:45 Einar Bárðarson og teymi hans í Eurovision 2001 sótti þrjú stig á Parken sem hefði verið úrvalsárangur ef um knattspyrnuleik hefði verið að ræða. Vísir/Vilhelm Einar Bárðarson, oft titlaður umboðsmaður Íslands, stendur á tímamótum. Tuttugu ár eru liðin síðan hann vaknaði á hóteli í Kaupmannahöfn og verkefni dagsins var ekki spennandi. Lag hans Angel hafði hafnað í næst seinasta sæti í Eurovision, uppskorið þrjú stig, og Einar vaknaður fyrir allar aldir. „Hafandi séð og lesið margar útskýringar á misjöfnu gengi okkar í gegnum árin í þessari keppni fannst mér ekkert koma til greina nema eitt. Enda í sjálfu sér það eina í stöðunni við þessar aðstæður. Ég sem höfundur lagsins, verkstjóri ferðarinnar og stjórnandi geggst að fullu við ábyrgð á þessu,“ segir Einar í færslu á Facebook. Ýmsar vangaveltur hafa verið í gegnum tíðina um það hvers vegna Ísland uppskar ekki í Eurovision. Var flutningurinn nógu góður? Kosningakerfið er gallað því sömu þjóðir kjósi hver aðra. Við vorum á slæmum stað í röðinni. Fötin voru ljót eða atriðið ekki nógu sjónrænt og flott. Engu slíku var um að kenna að sögn Einars. Rúllaði upp forkeppninni „Ég hafði valið gott fólk í allar stöður sem allt vann sitt verk óaðfinnanlega. Söngur, framkoma, fatnaður, hljóð og enskur texti var allt unnið uppá 10 og við engan að sakast þar.“ Það voru þeir Kristján Gíslason og Gunnar Ólason sem fluttu lagið sem Einar samdi ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni. Lagið hafði betur í baráttu við sjö önnur lög í forkeppninni hér heima. Þá var sungið á íslensku og lagið hét Birta. Raunar slátraði lagið keppinautum sínum í undankeppninni með 5710 atkvæði í símakosningu. Lagið „Enginn eins og þú“, sungið af Ruth Reginalds, var í öðru sæti með rúmlega tvö þúsund atkvæði. Lag Einars vann því stórsigur á Íslandi. En tapaði stórt í Danmörku. „Ég steig fram og sagði eins og var að það hefðu allir gert sitt besta, kenndi engu um, tók á þessu ábyrgð og sagði Evrópa var bara ekki tilbúin að veita laginu brautargengi. Lagið sem ég vann undir þessa keppni og fékk umboð kepnninnar heima til að fara með átti ekki sjens. Það er gott lag og bullandi singalong og stemmning en ekki nógu gott í þessa keppni.“ Flengdur á beran bossann Einar segir það áhugavert verkefni, þó ekki skemmtilegt, að vera flengdur á beran rassinn fyrir framan alla Evrópu. Viðbrögðin geti í raun bara verið tvenns konar. „Það hefði verið hægt að fara í fýlu og teygja sig í allar afsakanirnar í bókinni og kenna öllu og öllum um nema sjálfum sér. Eða hitt að stíga upp í leiðtogaverkefnið sem þjóðin kaus mann til og taka ábyrgð og gangast við hlutunum að auðmýkt. Setjast niður og læra af þessu, standa svo upp og halda áfram, líta aldrei tilbaka. Fara með sömu gleði og bjartsýni inn í næsta verkefni en með þessa dýrmætu reynslu með sér,“ segir Einar. Fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér þá unnu Eistar sigur í keppninni árið 2001. Tanel Padar og Dave Benton sungu lagið Everybody. Hann er stoltur af viðbrögðum sínum og ákvörðunum þennan morgun á Admiral hótelinu í Kaupmannahöfn. „Þau hafa verið mér leiðarljós síðan. Það hefði verið auðvelt að láta þetta sitja á sálinni og leyfa þessu dæma mig til allrar framtíðar en því leyfði ég ekki að gerast. Það hefði líka geta haft áhrif á aðra sem að ferðinni komu og það kom ekki til greina.“ Hugsar til Rocky Eftir þetta hafi hann alltaf haft orð Rocky, úr kvikmyndunum um hnefaleikakappann Rocky Balboa, að leiðarljósi. „Sonur sæll, þetta snýst ekki um það hvað þú ert oft slegin niður. Þetta snýst um það hvað þú stendur oft upp aftur. Þannig vinnurðu.“ Einar bætir við að sá sem stígi ekki inn í hringinn verði aldrei sleginn niður. Einar er þakklátur öllu teyminu sínu á Parken laugardagskvöldið 12. maí 2001. „Ég er geggjað stoltur af ykkur og þakklátur. Mörg ykkar hafið farið aftur og uppskorið meira. Ég hefði ekki geta verið umvafin betra og skemmtilegra fólki - einhverjir fundu ástina og eiga hana enn. Heima fæddist vinum okkar dóttir sem sem skýrð var í höfuðið á laginu, þetta eru dýrmætar minningar og til hamingju með 20 ára afmæli þessar merkilegu ferðar.“ Eurovision fer fram í Amsterdam í næstu viku. Daði og Gagnamagnið stíga á svið síðara undanúrslitakvöldið fimmtudaginn 20. maí en úrslitin verða tveimur dögum síðar. Vinir og kunningjar Einars fagna viðhorfi hans. Regína Ósk söngkona var í teyminu og hrósar Einari fyrir skrifin. Þar var líka Jónatan Garðarsson. Endalausar sneipufarir á Parken „Við vorum saman í þessu á sínum tíma, gerðum allt sem hægt var að gera til að skila góðu framlagi á sviðinu og það var erfitt að fylgjast með stigagjöfinni, sem skilaði aðeins þremur stigum. Hópurinn stóð þétt saman allan tímann og þú lést þetta ekki brjóta þig, þó svo að þú hafir bognað eins og við öll sem vorum þarna saman. Þetta var mjög eftirminnilegt í alla staði og þú stóðst þína vakt með miklum sóma.“ Ljósmyndarinn Ívar Sæland á þó líklega sniðugustu ummælin við færslu Einars og bendir á þá staðreynd að það fari ekki allir á Parken og hirði þrjú stig. Vísar hann til dapurs gengis karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu á vellinum í gegnum áratugina þar sem lágpunkturinn var 14-2 tap 23. ágúst 1967. Núll stig hefur nefnilega verið hin klassíska uppskera Íslands á Parken. Einar fékk þó þrjú. „Það hélt manni á lífi hahahaha,“ segir Einar hlæjandi. Eurovision Tímamót Einu sinni var... Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
„Hafandi séð og lesið margar útskýringar á misjöfnu gengi okkar í gegnum árin í þessari keppni fannst mér ekkert koma til greina nema eitt. Enda í sjálfu sér það eina í stöðunni við þessar aðstæður. Ég sem höfundur lagsins, verkstjóri ferðarinnar og stjórnandi geggst að fullu við ábyrgð á þessu,“ segir Einar í færslu á Facebook. Ýmsar vangaveltur hafa verið í gegnum tíðina um það hvers vegna Ísland uppskar ekki í Eurovision. Var flutningurinn nógu góður? Kosningakerfið er gallað því sömu þjóðir kjósi hver aðra. Við vorum á slæmum stað í röðinni. Fötin voru ljót eða atriðið ekki nógu sjónrænt og flott. Engu slíku var um að kenna að sögn Einars. Rúllaði upp forkeppninni „Ég hafði valið gott fólk í allar stöður sem allt vann sitt verk óaðfinnanlega. Söngur, framkoma, fatnaður, hljóð og enskur texti var allt unnið uppá 10 og við engan að sakast þar.“ Það voru þeir Kristján Gíslason og Gunnar Ólason sem fluttu lagið sem Einar samdi ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni. Lagið hafði betur í baráttu við sjö önnur lög í forkeppninni hér heima. Þá var sungið á íslensku og lagið hét Birta. Raunar slátraði lagið keppinautum sínum í undankeppninni með 5710 atkvæði í símakosningu. Lagið „Enginn eins og þú“, sungið af Ruth Reginalds, var í öðru sæti með rúmlega tvö þúsund atkvæði. Lag Einars vann því stórsigur á Íslandi. En tapaði stórt í Danmörku. „Ég steig fram og sagði eins og var að það hefðu allir gert sitt besta, kenndi engu um, tók á þessu ábyrgð og sagði Evrópa var bara ekki tilbúin að veita laginu brautargengi. Lagið sem ég vann undir þessa keppni og fékk umboð kepnninnar heima til að fara með átti ekki sjens. Það er gott lag og bullandi singalong og stemmning en ekki nógu gott í þessa keppni.“ Flengdur á beran bossann Einar segir það áhugavert verkefni, þó ekki skemmtilegt, að vera flengdur á beran rassinn fyrir framan alla Evrópu. Viðbrögðin geti í raun bara verið tvenns konar. „Það hefði verið hægt að fara í fýlu og teygja sig í allar afsakanirnar í bókinni og kenna öllu og öllum um nema sjálfum sér. Eða hitt að stíga upp í leiðtogaverkefnið sem þjóðin kaus mann til og taka ábyrgð og gangast við hlutunum að auðmýkt. Setjast niður og læra af þessu, standa svo upp og halda áfram, líta aldrei tilbaka. Fara með sömu gleði og bjartsýni inn í næsta verkefni en með þessa dýrmætu reynslu með sér,“ segir Einar. Fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér þá unnu Eistar sigur í keppninni árið 2001. Tanel Padar og Dave Benton sungu lagið Everybody. Hann er stoltur af viðbrögðum sínum og ákvörðunum þennan morgun á Admiral hótelinu í Kaupmannahöfn. „Þau hafa verið mér leiðarljós síðan. Það hefði verið auðvelt að láta þetta sitja á sálinni og leyfa þessu dæma mig til allrar framtíðar en því leyfði ég ekki að gerast. Það hefði líka geta haft áhrif á aðra sem að ferðinni komu og það kom ekki til greina.“ Hugsar til Rocky Eftir þetta hafi hann alltaf haft orð Rocky, úr kvikmyndunum um hnefaleikakappann Rocky Balboa, að leiðarljósi. „Sonur sæll, þetta snýst ekki um það hvað þú ert oft slegin niður. Þetta snýst um það hvað þú stendur oft upp aftur. Þannig vinnurðu.“ Einar bætir við að sá sem stígi ekki inn í hringinn verði aldrei sleginn niður. Einar er þakklátur öllu teyminu sínu á Parken laugardagskvöldið 12. maí 2001. „Ég er geggjað stoltur af ykkur og þakklátur. Mörg ykkar hafið farið aftur og uppskorið meira. Ég hefði ekki geta verið umvafin betra og skemmtilegra fólki - einhverjir fundu ástina og eiga hana enn. Heima fæddist vinum okkar dóttir sem sem skýrð var í höfuðið á laginu, þetta eru dýrmætar minningar og til hamingju með 20 ára afmæli þessar merkilegu ferðar.“ Eurovision fer fram í Amsterdam í næstu viku. Daði og Gagnamagnið stíga á svið síðara undanúrslitakvöldið fimmtudaginn 20. maí en úrslitin verða tveimur dögum síðar. Vinir og kunningjar Einars fagna viðhorfi hans. Regína Ósk söngkona var í teyminu og hrósar Einari fyrir skrifin. Þar var líka Jónatan Garðarsson. Endalausar sneipufarir á Parken „Við vorum saman í þessu á sínum tíma, gerðum allt sem hægt var að gera til að skila góðu framlagi á sviðinu og það var erfitt að fylgjast með stigagjöfinni, sem skilaði aðeins þremur stigum. Hópurinn stóð þétt saman allan tímann og þú lést þetta ekki brjóta þig, þó svo að þú hafir bognað eins og við öll sem vorum þarna saman. Þetta var mjög eftirminnilegt í alla staði og þú stóðst þína vakt með miklum sóma.“ Ljósmyndarinn Ívar Sæland á þó líklega sniðugustu ummælin við færslu Einars og bendir á þá staðreynd að það fari ekki allir á Parken og hirði þrjú stig. Vísar hann til dapurs gengis karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu á vellinum í gegnum áratugina þar sem lágpunkturinn var 14-2 tap 23. ágúst 1967. Núll stig hefur nefnilega verið hin klassíska uppskera Íslands á Parken. Einar fékk þó þrjú. „Það hélt manni á lífi hahahaha,“ segir Einar hlæjandi.
Eurovision Tímamót Einu sinni var... Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira