Meistaramótið í Betri bolta haldið í annað sinn Sódavatnssystur ehf 14. maí 2021 11:36 Kristín Eysteinsdóttir og Valdís Arnardóttir standa fyrir mótaröðinni Meistarmótið í Betri bolta í sumar. Mótaröðin Meistaramótið í Betri bolta er að hefjast. Allir geta tekið þátt og keppa sigurvegararnir sem fulltrúar Íslands á mótinu á Algarve í Portúgal. Meistaramótið í Betri bolta rúllar í gang laugardaginn 22. maí. Mótið er haldið í samstarfi við alþjóðlegt fyrirtæki, International Pairs sem hefur verið starfrækt allt frá árinu 1999 en þetta er í annað sinn sem það fer fram hér á landi. Mótaröðin verður haldin á sex glæsilegum golfvöllum og með netkeppni, í allt sumar og allir geta tekið þátt. En hvað er „betri bolti“? „Betri bolti er leikfyrirkomulag þar sem spilað er í pörum og keppendur styðja hvor við annan. Þetta er ekki Texas Scramble eins og margir þekkja heldur spila báðir aðilar holuna út og skor þess sem er betri er notað sem skor liðsins á hverri holu,“ útskýrir Kristín Eysteinsdóttir en hún og Valdís Arnardóttir standa fyrir mótaröðinni í samstarfi við Bylgjuna og Stella Artois léttöl. Miklar keppnismanneskjur Þær Kristín og Valdís reka fyrirtækið Sódavatnssystur ehf. og eru forfallnir kylfingar sjálfar og í Golfklúbbi Reykjavíkur. Golfáhuginn varð til þess að þær keyptu fyrirtækið sem heldur mótaröðina hér á landi. „Við sáum auglýst fyrirtæki á sviði golfafþreyingar og sáum þar gullið tækifæri til þess að vinna við það sem okkur þykir skemmtilegast, sem er að spila golf. Við höfum spilað óhemju mikið golf undanfarin ár og tímabilið frá lok apríl og út september er alfarið helgað golfinu,“ segir Kristín en hún situr meðal annars í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. „Lífið snýst svolítið bara um golf og þá kemur sér vel að öll fjölskyldan sé í þessu líka," bætir Kristín við. Valdís er framkvæmdastjóri hjá litlu ferðaþjónustufyrirtæki og fyrrverandi keppnismanneskja á skíðum og hefur áhuga á flestri útivist. „Báðar höfum við reynslu af því að halda golfmót fyrir stórfyrirtæki. Með þá þekkingu sem og reynslu af skipulagningu viðburða og funda lá það beint við að hella sér út í fyrirtækjarekstur þar sem þetta tvennt fer saman.“ „Það er ýmislegt í burðarliðnum hjá Sódavatnssystrum, t.d að bjóða fyrirtækjum skipulagningu á golfmótum frá a-ö, allt frá vali á golfvelli til verðlauna og veitinga,“ segir Valdís. „Það er líka ferðabaktería í okkur báðum. Við höfum farið í golfferðir til útlanda og eignast þar margar góðar vinkonur úr öðrum klúbbum. Þær eru spenntar fyrir mótaröðinni og hafa trú á okkur og hvetja okkur til dáða. Efst á óskalistanum er skipulagning á golfferð þar sem keppni og skemmtun er í forgrunni alveg eins og í Meistaramótinu í betri bolta!“ Það er ljóst að hér eru á ferð kraftmiklar og hugmyndaríkar konur sem ætla að láta verkin tala. Mótaröðin hefst 22. maí á Leirunni. Hvernig gengur Meistaramótið fyrir sig? „Þetta er stórskemmtileg mótaröð sem endar á því að vinningshafarnir í lokamótinu í Kiðjabergi fara til Portúgal sér að kostnaðarlausu í október. Mótin eru úrtökumót og geta keppendur tekið þátt í einu eða fleirum af Betri Bolta mótunum sem haldin verða í sumar. Fyrsta mótið er haldið í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja þann 22. maí næstkomandi. Fimm efstu sætin í hverju móti hljóta svo keppnisrétt á lokamótinu í Kiðjabergi sem er ætlað til þess að finna sigurvegarana sem fara og keppa sem fulltrúar Íslands á mótinu á Algarve í Portúgal. Einnig verða glæsilegir vinningar fyrir efstu þrjú sætin í hverju móti svo það er til mikils að vinna - fyrir utan hvað þetta er stórskemmtilegt leikfyrirkomulag.“ Hægt að taka þátt á netinu Samhliða opnu mótunum verður haldin netkeppni. Þar skrá keppendur sig á heimasíðunni meistaramot.is og skrá inn þrjú bestu skor sín yfir sumarið. Þá er best að skrá sig sem fyrst þar sem hægt er að uppfæra skorið og auðvitað heppilegast að komast sem fyrst í pottinn en sigurvegari hverrar viku í allt sumar í netkeppninni vinnur sér inn þátttökurétt í lokamótinu í Kiðjabergi. Eins og fram hefur komið er fyrsta mótið í Leirunni 22. maí en einnig verða haldin mót í Mosfellsbæ, Grindavík, á Akureyri, í Keili og hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Nánari upplýsingar og skráningarleiðir í Meistaramótið í Betri bolta er að finna hér. Fylgist með á facebook og á Instagram. Golf Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Meistaramótið í Betri bolta rúllar í gang laugardaginn 22. maí. Mótið er haldið í samstarfi við alþjóðlegt fyrirtæki, International Pairs sem hefur verið starfrækt allt frá árinu 1999 en þetta er í annað sinn sem það fer fram hér á landi. Mótaröðin verður haldin á sex glæsilegum golfvöllum og með netkeppni, í allt sumar og allir geta tekið þátt. En hvað er „betri bolti“? „Betri bolti er leikfyrirkomulag þar sem spilað er í pörum og keppendur styðja hvor við annan. Þetta er ekki Texas Scramble eins og margir þekkja heldur spila báðir aðilar holuna út og skor þess sem er betri er notað sem skor liðsins á hverri holu,“ útskýrir Kristín Eysteinsdóttir en hún og Valdís Arnardóttir standa fyrir mótaröðinni í samstarfi við Bylgjuna og Stella Artois léttöl. Miklar keppnismanneskjur Þær Kristín og Valdís reka fyrirtækið Sódavatnssystur ehf. og eru forfallnir kylfingar sjálfar og í Golfklúbbi Reykjavíkur. Golfáhuginn varð til þess að þær keyptu fyrirtækið sem heldur mótaröðina hér á landi. „Við sáum auglýst fyrirtæki á sviði golfafþreyingar og sáum þar gullið tækifæri til þess að vinna við það sem okkur þykir skemmtilegast, sem er að spila golf. Við höfum spilað óhemju mikið golf undanfarin ár og tímabilið frá lok apríl og út september er alfarið helgað golfinu,“ segir Kristín en hún situr meðal annars í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. „Lífið snýst svolítið bara um golf og þá kemur sér vel að öll fjölskyldan sé í þessu líka," bætir Kristín við. Valdís er framkvæmdastjóri hjá litlu ferðaþjónustufyrirtæki og fyrrverandi keppnismanneskja á skíðum og hefur áhuga á flestri útivist. „Báðar höfum við reynslu af því að halda golfmót fyrir stórfyrirtæki. Með þá þekkingu sem og reynslu af skipulagningu viðburða og funda lá það beint við að hella sér út í fyrirtækjarekstur þar sem þetta tvennt fer saman.“ „Það er ýmislegt í burðarliðnum hjá Sódavatnssystrum, t.d að bjóða fyrirtækjum skipulagningu á golfmótum frá a-ö, allt frá vali á golfvelli til verðlauna og veitinga,“ segir Valdís. „Það er líka ferðabaktería í okkur báðum. Við höfum farið í golfferðir til útlanda og eignast þar margar góðar vinkonur úr öðrum klúbbum. Þær eru spenntar fyrir mótaröðinni og hafa trú á okkur og hvetja okkur til dáða. Efst á óskalistanum er skipulagning á golfferð þar sem keppni og skemmtun er í forgrunni alveg eins og í Meistaramótinu í betri bolta!“ Það er ljóst að hér eru á ferð kraftmiklar og hugmyndaríkar konur sem ætla að láta verkin tala. Mótaröðin hefst 22. maí á Leirunni. Hvernig gengur Meistaramótið fyrir sig? „Þetta er stórskemmtileg mótaröð sem endar á því að vinningshafarnir í lokamótinu í Kiðjabergi fara til Portúgal sér að kostnaðarlausu í október. Mótin eru úrtökumót og geta keppendur tekið þátt í einu eða fleirum af Betri Bolta mótunum sem haldin verða í sumar. Fyrsta mótið er haldið í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja þann 22. maí næstkomandi. Fimm efstu sætin í hverju móti hljóta svo keppnisrétt á lokamótinu í Kiðjabergi sem er ætlað til þess að finna sigurvegarana sem fara og keppa sem fulltrúar Íslands á mótinu á Algarve í Portúgal. Einnig verða glæsilegir vinningar fyrir efstu þrjú sætin í hverju móti svo það er til mikils að vinna - fyrir utan hvað þetta er stórskemmtilegt leikfyrirkomulag.“ Hægt að taka þátt á netinu Samhliða opnu mótunum verður haldin netkeppni. Þar skrá keppendur sig á heimasíðunni meistaramot.is og skrá inn þrjú bestu skor sín yfir sumarið. Þá er best að skrá sig sem fyrst þar sem hægt er að uppfæra skorið og auðvitað heppilegast að komast sem fyrst í pottinn en sigurvegari hverrar viku í allt sumar í netkeppninni vinnur sér inn þátttökurétt í lokamótinu í Kiðjabergi. Eins og fram hefur komið er fyrsta mótið í Leirunni 22. maí en einnig verða haldin mót í Mosfellsbæ, Grindavík, á Akureyri, í Keili og hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Nánari upplýsingar og skráningarleiðir í Meistaramótið í Betri bolta er að finna hér. Fylgist með á facebook og á Instagram.
Nánari upplýsingar og skráningarleiðir í Meistaramótið í Betri bolta er að finna hér. Fylgist með á facebook og á Instagram.
Golf Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira