Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 11:31 Ísak Snær Þorvaldsson og Hákon Ingi Jónsson, leikmenn ÍA, hafa báðir fengið rautt spjald í upphafi tímabils. vísir/hulda margrét ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. Hákon Ingi Jónsson var rekinn af velli í leiknum gegn FH í gær eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með þriggja mínútna millibili. Þá var staðan 0-1, ÍA í vil. FH jafnaði mínútu eftir að Hákon fékk rauða spjaldið og vann leikinn svo 5-1. Ísak Snær Þorvaldsson var einnig rekinn af velli í 2-0 tapinu fyrir Val í 1. umferðinni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili. „Þetta er alveg rosalega vitlaust og mikið ofboðslega mega Jói Kalli og þeir sem koma að Skagaliðinu vera svekktir út í þennan dreng að gera þetta svona,“ sagði Atli Viðar um seinna gula spjaldið sem Hákon fékk fyrir að brjóta Gunnari Nielsen, markverði FH. Klippa: Pepsi Max stúkan - Ólafur um agaleysi Skagamanna „Þetta er annar leikurinn þar sem þeir fá rautt spjald. Auðvitað er hægt að segja að öll rauð spjöld séu vitleysa en stundum eru þau ekki vitleysa. Ég fer ekkert ofan af því. En hvar er spennustig leikmanna? Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ spurði Ólafur forviða. „Þetta er náttúrulega ekkert eðlilegt. Þessi tvö spjöld, þetta er ekkert eðlilegt. Þú getur farið einu sinni í markvörðinn, þrumað í hann og svona og þá hefurðu smá yfirburði næst þegar þú mætir honum. En þetta er úti í hött. Spennustigið hjá liðinu er ekki rétt.“ ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með eitt stig. Næsti leikur Skagamanna er gegn Stjörnumönnum á mánudaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan ÍA Tengdar fréttir Lof og last 3. umferðar: Sóknarleikur blómstraði á kostnað varnarleiks, Mikkelsen, Páez, Hákon og Óli Jóh Þriðju umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. 14. maí 2021 10:10 Svona braut Sindri tvö rifbein Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni. 14. maí 2021 09:47 Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00 Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Hákon Ingi Jónsson var rekinn af velli í leiknum gegn FH í gær eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með þriggja mínútna millibili. Þá var staðan 0-1, ÍA í vil. FH jafnaði mínútu eftir að Hákon fékk rauða spjaldið og vann leikinn svo 5-1. Ísak Snær Þorvaldsson var einnig rekinn af velli í 2-0 tapinu fyrir Val í 1. umferðinni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili. „Þetta er alveg rosalega vitlaust og mikið ofboðslega mega Jói Kalli og þeir sem koma að Skagaliðinu vera svekktir út í þennan dreng að gera þetta svona,“ sagði Atli Viðar um seinna gula spjaldið sem Hákon fékk fyrir að brjóta Gunnari Nielsen, markverði FH. Klippa: Pepsi Max stúkan - Ólafur um agaleysi Skagamanna „Þetta er annar leikurinn þar sem þeir fá rautt spjald. Auðvitað er hægt að segja að öll rauð spjöld séu vitleysa en stundum eru þau ekki vitleysa. Ég fer ekkert ofan af því. En hvar er spennustig leikmanna? Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ spurði Ólafur forviða. „Þetta er náttúrulega ekkert eðlilegt. Þessi tvö spjöld, þetta er ekkert eðlilegt. Þú getur farið einu sinni í markvörðinn, þrumað í hann og svona og þá hefurðu smá yfirburði næst þegar þú mætir honum. En þetta er úti í hött. Spennustigið hjá liðinu er ekki rétt.“ ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með eitt stig. Næsti leikur Skagamanna er gegn Stjörnumönnum á mánudaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan ÍA Tengdar fréttir Lof og last 3. umferðar: Sóknarleikur blómstraði á kostnað varnarleiks, Mikkelsen, Páez, Hákon og Óli Jóh Þriðju umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. 14. maí 2021 10:10 Svona braut Sindri tvö rifbein Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni. 14. maí 2021 09:47 Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00 Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Lof og last 3. umferðar: Sóknarleikur blómstraði á kostnað varnarleiks, Mikkelsen, Páez, Hákon og Óli Jóh Þriðju umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. 14. maí 2021 10:10
Svona braut Sindri tvö rifbein Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni. 14. maí 2021 09:47
Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00
Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti