Hafa veikst alvarlega vegna rakaskemmda í húsnæði spítalans Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 13:27 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Landspítala hafi veikst alvarlega vegna rakaskemmda og myglu í húsnæði spítalans. Rúmlega tuttugu starfsmenn leita til trúnaðarlæknis spítalans á ári vegna einkenna sem tengd eru rakaskemmdum í starfsumhverfi þeirra. Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira