Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 12:03 Björgunarmenn finna lík konu í rústum bygginga sem jafnaðar voru við jörðu í loftárásum í morgun. AP/Khalil Hamra Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. Samkvæmt frétt Reuters voru árásirnar gerðar á hús í miðborg Gasaborg og hrundu nokkur hús. Þetta er líklegast mannskæðustu loftárásir Ísraelsmanna hingað til í átökunum. Flestir þeirra sem dóu eru sagðir tilheyra sömu stórfjölskyldunni. Þeirra á meðal er einn yfirmanna al-Shifa sjúkrahússins á Gasa, samkvæmt Times of Israel. Ísraelsher hefur enn ekki tjáð sig um árásirnar í morgun. Minnst 181 Palestínumaður hefur nú fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasa og þar af 52 börn. Um 1.200 manns eru sagðir hafa særst. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi í nýjustu átökum Ísraels og Palestínumanna en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heitir því að loftárásir muni halda áfram svo lengi sem þeirra sé þörf. Forsvarsmenn Hamas-samtakanna hafa sömuleiðis heitið því að halda eldflaugaárásum sínum áfram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda fund um átökin síðar í dag. Erindrekar frá Egyptalandi hafa reynt að miðla milli fylkinga og koma á vopnahléi, eins og oft áður, en þeir segja markvissar árásir Ísraelsmanna á leiðtoga Hamas-samtakanna flækja friðarviðræður töluvert. Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Biden hringdi í leiðtoga Ísraels og Palestínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hringt bæði í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas forseta Palestínu til þess að ræða stöðu mála á Gasa-svæðinu. Árásir Ísraelshers á svæðinu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð, og fórust átta börn í loftárás í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. 15. maí 2021 23:35 Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. 15. maí 2021 20:31 Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. 15. maí 2021 18:56 Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters voru árásirnar gerðar á hús í miðborg Gasaborg og hrundu nokkur hús. Þetta er líklegast mannskæðustu loftárásir Ísraelsmanna hingað til í átökunum. Flestir þeirra sem dóu eru sagðir tilheyra sömu stórfjölskyldunni. Þeirra á meðal er einn yfirmanna al-Shifa sjúkrahússins á Gasa, samkvæmt Times of Israel. Ísraelsher hefur enn ekki tjáð sig um árásirnar í morgun. Minnst 181 Palestínumaður hefur nú fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasa og þar af 52 börn. Um 1.200 manns eru sagðir hafa særst. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi í nýjustu átökum Ísraels og Palestínumanna en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heitir því að loftárásir muni halda áfram svo lengi sem þeirra sé þörf. Forsvarsmenn Hamas-samtakanna hafa sömuleiðis heitið því að halda eldflaugaárásum sínum áfram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda fund um átökin síðar í dag. Erindrekar frá Egyptalandi hafa reynt að miðla milli fylkinga og koma á vopnahléi, eins og oft áður, en þeir segja markvissar árásir Ísraelsmanna á leiðtoga Hamas-samtakanna flækja friðarviðræður töluvert.
Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Biden hringdi í leiðtoga Ísraels og Palestínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hringt bæði í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas forseta Palestínu til þess að ræða stöðu mála á Gasa-svæðinu. Árásir Ísraelshers á svæðinu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð, og fórust átta börn í loftárás í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. 15. maí 2021 23:35 Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. 15. maí 2021 20:31 Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. 15. maí 2021 18:56 Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01
Biden hringdi í leiðtoga Ísraels og Palestínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hringt bæði í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas forseta Palestínu til þess að ræða stöðu mála á Gasa-svæðinu. Árásir Ísraelshers á svæðinu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð, og fórust átta börn í loftárás í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. 15. maí 2021 23:35
Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. 15. maí 2021 20:31
Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. 15. maí 2021 18:56
Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30