Uppákoman náðist á upptöku öryggismyndavélar í versluninni. Þar virtist Xiang Xueqiu, 63 ára gömul eiginkona Peters Lescouhier, sendiherra Belgíu, slá starfsmann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að starfsmenn verslunarinnar hafi viljað kanna hvort að fötin sem Xiang var í þegar hún hugðist yfirgefa verslunina væru hennar eigin.
Xiang er sögð hafa mátað föt í klukkustund áður en hún yfirgaf verslunina. Hún var í fötum frá sömu verslun og vildu starfsmennirnir kanna hvort þau væru ný og hvort hún hefði greitt fyrir þau. Á upptökunni sást að Xiang elti starfsmann aftur inn í verslunina en þar virtist hún ýta við og slá annan starfsmann sem reyndi að skerast í leikinn.
Sendiherrann hefur þegar beðist afsökunar á „óásættanlegum“ viðbrögðum konu sinnar.