Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:08 Sex af níu dómurum við Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg eru íhaldsmenn. Þeir gætu ákveðið að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs í máli MIssisippi-ríkis. AP/Patrick Semansky Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri.
Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06