Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 22:11 Valstrákarnir hans Heimis Guðjónssonar eru með tíu stig í Pepsi Max-deildinni líkt og FH-ingar, KA-menn og Víkingar. vísir/hulda margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. „Ég held að þetta hafi verið sterkur sigur miðað við gang leiksins. Mér fannst við ljónheppnir að sleppa inn í hálfleik með 1-1 og hefðum líka verið heppnir með 1-0,“ sagði Heimir við íþróttadeild eftir leikinn. „KR-ingarnir voru á undan í alla bolta og unnu alla seinni bolta og návígi. Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki klárir í byrjun. En Sebe [Sebastian Hedlund] skoraði frábært mark eftir hornspyrnu og það gaf okkur mikið. Svo gátum við ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik.“ Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fyrstu níu mínútum hans. „Þegar þú spilar við KR þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn sterkt að því leitinu til. Við mættum þeim í baráttunni,“ sagði Heimir. Hannes Þór Halldórsson gerði slæm mistök í fyrra marki KR en bætti upp fyrir það með frábærri markvörslu frá Óskari Erni Haukssyni undir blálokin. „Ég á eftir að skoða þetta mark aftur. Það var eitthvað klafs en Hannes er góður og reynslumikill markvöður og steig upp fyrir okkur þegar þess þurfti og var flottur,“ sagði Heimir. KR-ingar lágu á Valsmönnum undir lok leiks en gestirnir stóðust pressuna. „KR-liðið er gríðarlega öflugt. Þeir voru komnir með Kjartan Henry [Finnbogason] og Kristján Flóka [Finnbogason] inn á og við þurftum að breyta og stækka liðið okkar til að eiga við þá og það heppnaðist,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið sterkur sigur miðað við gang leiksins. Mér fannst við ljónheppnir að sleppa inn í hálfleik með 1-1 og hefðum líka verið heppnir með 1-0,“ sagði Heimir við íþróttadeild eftir leikinn. „KR-ingarnir voru á undan í alla bolta og unnu alla seinni bolta og návígi. Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki klárir í byrjun. En Sebe [Sebastian Hedlund] skoraði frábært mark eftir hornspyrnu og það gaf okkur mikið. Svo gátum við ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik.“ Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fyrstu níu mínútum hans. „Þegar þú spilar við KR þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn sterkt að því leitinu til. Við mættum þeim í baráttunni,“ sagði Heimir. Hannes Þór Halldórsson gerði slæm mistök í fyrra marki KR en bætti upp fyrir það með frábærri markvörslu frá Óskari Erni Haukssyni undir blálokin. „Ég á eftir að skoða þetta mark aftur. Það var eitthvað klafs en Hannes er góður og reynslumikill markvöður og steig upp fyrir okkur þegar þess þurfti og var flottur,“ sagði Heimir. KR-ingar lágu á Valsmönnum undir lok leiks en gestirnir stóðust pressuna. „KR-liðið er gríðarlega öflugt. Þeir voru komnir með Kjartan Henry [Finnbogason] og Kristján Flóka [Finnbogason] inn á og við þurftum að breyta og stækka liðið okkar til að eiga við þá og það heppnaðist,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20