Vara Alþingi við að samþykkja ályktun um þjóðarmorð á Armenum Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 11:33 Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, hefur borist bréf frá tyrkenskum starfsbróður sínum vegna tillögu að ályktun um að Ísland viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Vísir/Vilhelm Samþykki Alþingi ályktun um að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum bæri skugga á góð samskipti Tyrklands og Íslands. Þetta kemur fram í bréfi sem forseti tyrkneska þingsins hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi. Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi.
Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira