Vara Alþingi við að samþykkja ályktun um þjóðarmorð á Armenum Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 11:33 Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, hefur borist bréf frá tyrkenskum starfsbróður sínum vegna tillögu að ályktun um að Ísland viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Vísir/Vilhelm Samþykki Alþingi ályktun um að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum bæri skugga á góð samskipti Tyrklands og Íslands. Þetta kemur fram í bréfi sem forseti tyrkneska þingsins hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi. Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi.
Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira