Vara Alþingi við að samþykkja ályktun um þjóðarmorð á Armenum Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 11:33 Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, hefur borist bréf frá tyrkenskum starfsbróður sínum vegna tillögu að ályktun um að Ísland viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Vísir/Vilhelm Samþykki Alþingi ályktun um að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum bæri skugga á góð samskipti Tyrklands og Íslands. Þetta kemur fram í bréfi sem forseti tyrkneska þingsins hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi. Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi.
Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira