Stjörnutorg Kringlunnar mun færa sig um set Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2021 07:39 Framkvæmdir munu standa yfir á svæðinu frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Ævintýralandið mun meðal annars fá yfirhalningu. Vísir/Vilhelm Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í morgun, en svæðið sem um ræðir er frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Haft er eftir Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að opnunartími þessa nýja svæðis verði lengri en hefðbundinn opnunartími verslunarmiðstöðvarinnar. Sigurjón Örn segir að Stjörnutorg, þar sem nú megi finna fjölda veitingastaða, muni flytjast til og þannig rýma fyrir nýju afþreyingasvæði. Hann segir sömuleiðis að þær verslanir sem fyrir eru á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði muni flytja á annan stað í húsinu. Að neðan má sjá myndir sem gefa mynd af því hvernig verður um að litast á svæðinu að framkvæmdum loknum. Kringlan Kringlan Kringlan Kringlan Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu. Kringlan Reykjavík Verslun Veitingastaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Frá þessu segir í Fréttablaðinu í morgun, en svæðið sem um ræðir er frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Haft er eftir Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að opnunartími þessa nýja svæðis verði lengri en hefðbundinn opnunartími verslunarmiðstöðvarinnar. Sigurjón Örn segir að Stjörnutorg, þar sem nú megi finna fjölda veitingastaða, muni flytjast til og þannig rýma fyrir nýju afþreyingasvæði. Hann segir sömuleiðis að þær verslanir sem fyrir eru á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði muni flytja á annan stað í húsinu. Að neðan má sjá myndir sem gefa mynd af því hvernig verður um að litast á svæðinu að framkvæmdum loknum. Kringlan Kringlan Kringlan Kringlan Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu.
Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu.
Kringlan Reykjavík Verslun Veitingastaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira