Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 09:42 Meðal annars beinist rannsóknin í New York að mögulegum skatt- og bankasvikum Donalds Trump, fyrrverandi forseta. EPA/MICHAEL REYNOLDS Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. Rannsókn saksóknaranna í New York var ekki glæparannsókn fyrr en nú fyrir skömmu og voru skilaboð þess efnis send til fyrirtækis Trumps nú á dögunum, samkvæmt frétt CNN, sem sagði fyrst frá þessum vendingum. Rannsókn ríkissaksóknara í Manhattan hefur meðal annars beinst að mögulegum fjársvikum fyrirtækis Trump, eins og skattsvik og bankasvik. Hún hefur sérstaklega beinst að því hvort fyrirtækið hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán. New York Times segir að saksóknarar hafi varið miklu púðri í að fá Allen Weisselberg, fjármálastjóra fyrirtækisins til langs tíma, til samstarfs gegn Trump og fyrirtækinu Trump Org. Saksóknarar hafa meðal annars reynt að koma höndum yfir bankagögn hans og gögn frá einkaskólanum sem börn hans sækja í New York. Fyrrverandi tengdadóttur Weisselberg hefur útvegað saksóknurum mikið af gögnum sem sögð eru snúa að því hvernig Trump á að hafa greitt starfsmönnum sínum með íbúðum og með því að greiða skólagjöld fyrir þá. Saksóknarar hafa einnig komið höndum yfir skattaskýrslur Trumps, auk annarra fjármálagagna, sem hann barðist gegn því að þeir fengju. Gögn sem fjölmiðlar vestanhafs hafa séð sýna að Trump hefur tapað gífurlega miklum peningum í gegnum árin. Fyrirtæki Trump, spilavíti, hótel og verslunarrými í íbúðarbyggingum, töpuðu tugum milljóna dollara árið 1985 fram til ársins 1994. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Rannsókn saksóknaranna í New York var ekki glæparannsókn fyrr en nú fyrir skömmu og voru skilaboð þess efnis send til fyrirtækis Trumps nú á dögunum, samkvæmt frétt CNN, sem sagði fyrst frá þessum vendingum. Rannsókn ríkissaksóknara í Manhattan hefur meðal annars beinst að mögulegum fjársvikum fyrirtækis Trump, eins og skattsvik og bankasvik. Hún hefur sérstaklega beinst að því hvort fyrirtækið hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán. New York Times segir að saksóknarar hafi varið miklu púðri í að fá Allen Weisselberg, fjármálastjóra fyrirtækisins til langs tíma, til samstarfs gegn Trump og fyrirtækinu Trump Org. Saksóknarar hafa meðal annars reynt að koma höndum yfir bankagögn hans og gögn frá einkaskólanum sem börn hans sækja í New York. Fyrrverandi tengdadóttur Weisselberg hefur útvegað saksóknurum mikið af gögnum sem sögð eru snúa að því hvernig Trump á að hafa greitt starfsmönnum sínum með íbúðum og með því að greiða skólagjöld fyrir þá. Saksóknarar hafa einnig komið höndum yfir skattaskýrslur Trumps, auk annarra fjármálagagna, sem hann barðist gegn því að þeir fengju. Gögn sem fjölmiðlar vestanhafs hafa séð sýna að Trump hefur tapað gífurlega miklum peningum í gegnum árin. Fyrirtæki Trump, spilavíti, hótel og verslunarrými í íbúðarbyggingum, töpuðu tugum milljóna dollara árið 1985 fram til ársins 1994.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira