Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 14:43 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/vilhelm Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. Var ábyrgðarmaðurinn því sýknaður af kröfu um greiðslu lánsins sem nam rúmum sjö milljónum króna auk dráttarvaxta. Umrædd lög tóku gildi í júní í fyrra og fólu í sér niðurfellingu á ábyrgðum námslána sem tekin voru í tíð eldri laga að uppfylltum skilyrðum, til að mynda að lánið hafi staðið í skilum. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, lögmaður ábyrgðarmannsins, segir að um sé að ræða stóran sigur fyrir fólk í sömu stöðu og á hann von á því að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir eftirstandandi ábyrgðarmenn námslána. Greiddi 325 þúsund krónur Menntasjóður námsmanna stefndi lánþega og ábyrgðarmanni vegna námsláns sem var upphaflega tekið í september 2005. Lánið komst í vanskil í september 2019 en þá stóð lánið í 7.111.855 krónum. Menntasjóður námsmanna er til húsa í Borgartúni.Vísir/Egill Eftir að lánið var gjaldfellt greiddi ábyrgðarmaður lánsins 325 þúsund krónur til Menntasjóðs námsmanna þann 9. desember 2020. Sú upphæð dugaði sem greiðsla af afborgunum fyrir þeim hluta lánsins sem var í vanskilum, auk dráttarvaxta, áður en ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í júní. Menntasjóður byggði á því að ef minnst einn gjalddagi væri í vanskilum við gildistöku laganna þá myndi ábyrgðin í heild sinni ekki falla niður. Héraðsdómur féllst ekki á þau sjónarmið. Enginn vafi um greiðsluábyrgð lántaka Héraðsdómur féllst á það með stefnanda að enginn vafi væri um greiðsluábyrgð lántakans sem tók ekki til varna fyrir dómi. Álitaefni málsins laut að því hvort hinn meðstefndi ábyrgðarmaður bæri enn óskipta ábyrgð ásamt lántaka, sem ábyrgðarmaður að námsláninu. Ábyrgðarmaðurinn byggði einkum á því að ábyrgð hans á umræddri skuld hafi verið niður fallin, að undanskildum þeim afborgunum af láninu sem sannarlega hafi verið vanskilum áður en nýju lögin tóku gildi í júní 2020. Þá upphæð hafði hann greitt til Menntasjóðs líkt og áður segir. Menntasjóður námsmanna taldi að sjóðnum hafi verið stætt að gjaldfella allt námslánið, einnig gagnvart ábyrgðarmanninum, í ljósi fyrirliggjandi vanskila frá 1. september 2019, þó svo að gjaldfelling lánsins hafi verið framkvæmd stuttu eftir lagabreytinguna. Byggði sjóðurinn meðal annars á því að lögin fælu í sér skilyrta eftirgjöf kröfu á hendur ábyrgðarmanni og að það skilyrði að lánið væri í skilum við gildistöku nýju laganna hafi ekki verið uppfyllt. Ábyrgðarmaðurinn taldi hins vegar að sú nálgun geti ekki talist rétt túlkun á efni umrædds ákvæðis í nýju lögunum með hliðsjón af efni laganna og yfirlýstum markmiðum þeirra. Eitt þeirra hafi verið að stuðla að jafnræði ábyrgðarmanna og að lánþegi ætti almennt að bera einn ábyrgð á námsláni. Um 1.200 enn í ábyrgðum Að mati héraðsdóms verður að láta hinn stefnda ábyrgðarmann njóta þess vafa sem uppi er um túlkun á umræddu ákvæði. Þá falli sá skýringakostur enn fremur betur að yfirlýstum markmiðum með setningu laganna um Menntasjóðs námsmanna um að ábyrgðir heyri nú til undantekninga. Mbl.is greindi frá því í fyrra að rúmlega 29 þúsund ábyrgðir ábyrgðarmanna á námslánum sem tekin voru fyrir mitt ár 2009 hafi verið felldar niður í kjölfar gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Eftir stóðu þó 1.211 einstaklingar sem enn voru í ábyrgðum fyrir lántakendur. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Ábyrgðarmenn námslána sem greitt hafa lán sem þeir gengust í ábyrgð fyrir gætu í tilteknum tilvikum átt endurkröfu á LÍN eftir nýfallinn dóm. Framkvæmdastjóri LÍN segir dóminn skýran og að innheimt verði samkvæmt honum. 23. maí 2018 08:00 Hæstiréttur ógilti sjálfskuldarábyrgð móður í prófmáli Hæstiréttur Íslands felld í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána dóttur hennar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. 18. október 2018 15:50 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Var ábyrgðarmaðurinn því sýknaður af kröfu um greiðslu lánsins sem nam rúmum sjö milljónum króna auk dráttarvaxta. Umrædd lög tóku gildi í júní í fyrra og fólu í sér niðurfellingu á ábyrgðum námslána sem tekin voru í tíð eldri laga að uppfylltum skilyrðum, til að mynda að lánið hafi staðið í skilum. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, lögmaður ábyrgðarmannsins, segir að um sé að ræða stóran sigur fyrir fólk í sömu stöðu og á hann von á því að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir eftirstandandi ábyrgðarmenn námslána. Greiddi 325 þúsund krónur Menntasjóður námsmanna stefndi lánþega og ábyrgðarmanni vegna námsláns sem var upphaflega tekið í september 2005. Lánið komst í vanskil í september 2019 en þá stóð lánið í 7.111.855 krónum. Menntasjóður námsmanna er til húsa í Borgartúni.Vísir/Egill Eftir að lánið var gjaldfellt greiddi ábyrgðarmaður lánsins 325 þúsund krónur til Menntasjóðs námsmanna þann 9. desember 2020. Sú upphæð dugaði sem greiðsla af afborgunum fyrir þeim hluta lánsins sem var í vanskilum, auk dráttarvaxta, áður en ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í júní. Menntasjóður byggði á því að ef minnst einn gjalddagi væri í vanskilum við gildistöku laganna þá myndi ábyrgðin í heild sinni ekki falla niður. Héraðsdómur féllst ekki á þau sjónarmið. Enginn vafi um greiðsluábyrgð lántaka Héraðsdómur féllst á það með stefnanda að enginn vafi væri um greiðsluábyrgð lántakans sem tók ekki til varna fyrir dómi. Álitaefni málsins laut að því hvort hinn meðstefndi ábyrgðarmaður bæri enn óskipta ábyrgð ásamt lántaka, sem ábyrgðarmaður að námsláninu. Ábyrgðarmaðurinn byggði einkum á því að ábyrgð hans á umræddri skuld hafi verið niður fallin, að undanskildum þeim afborgunum af láninu sem sannarlega hafi verið vanskilum áður en nýju lögin tóku gildi í júní 2020. Þá upphæð hafði hann greitt til Menntasjóðs líkt og áður segir. Menntasjóður námsmanna taldi að sjóðnum hafi verið stætt að gjaldfella allt námslánið, einnig gagnvart ábyrgðarmanninum, í ljósi fyrirliggjandi vanskila frá 1. september 2019, þó svo að gjaldfelling lánsins hafi verið framkvæmd stuttu eftir lagabreytinguna. Byggði sjóðurinn meðal annars á því að lögin fælu í sér skilyrta eftirgjöf kröfu á hendur ábyrgðarmanni og að það skilyrði að lánið væri í skilum við gildistöku nýju laganna hafi ekki verið uppfyllt. Ábyrgðarmaðurinn taldi hins vegar að sú nálgun geti ekki talist rétt túlkun á efni umrædds ákvæðis í nýju lögunum með hliðsjón af efni laganna og yfirlýstum markmiðum þeirra. Eitt þeirra hafi verið að stuðla að jafnræði ábyrgðarmanna og að lánþegi ætti almennt að bera einn ábyrgð á námsláni. Um 1.200 enn í ábyrgðum Að mati héraðsdóms verður að láta hinn stefnda ábyrgðarmann njóta þess vafa sem uppi er um túlkun á umræddu ákvæði. Þá falli sá skýringakostur enn fremur betur að yfirlýstum markmiðum með setningu laganna um Menntasjóðs námsmanna um að ábyrgðir heyri nú til undantekninga. Mbl.is greindi frá því í fyrra að rúmlega 29 þúsund ábyrgðir ábyrgðarmanna á námslánum sem tekin voru fyrir mitt ár 2009 hafi verið felldar niður í kjölfar gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Eftir stóðu þó 1.211 einstaklingar sem enn voru í ábyrgðum fyrir lántakendur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Ábyrgðarmenn námslána sem greitt hafa lán sem þeir gengust í ábyrgð fyrir gætu í tilteknum tilvikum átt endurkröfu á LÍN eftir nýfallinn dóm. Framkvæmdastjóri LÍN segir dóminn skýran og að innheimt verði samkvæmt honum. 23. maí 2018 08:00 Hæstiréttur ógilti sjálfskuldarábyrgð móður í prófmáli Hæstiréttur Íslands felld í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána dóttur hennar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. 18. október 2018 15:50 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Ábyrgðarmenn námslána sem greitt hafa lán sem þeir gengust í ábyrgð fyrir gætu í tilteknum tilvikum átt endurkröfu á LÍN eftir nýfallinn dóm. Framkvæmdastjóri LÍN segir dóminn skýran og að innheimt verði samkvæmt honum. 23. maí 2018 08:00
Hæstiréttur ógilti sjálfskuldarábyrgð móður í prófmáli Hæstiréttur Íslands felld í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána dóttur hennar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. 18. október 2018 15:50