Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Snorri Másson skrifar 19. maí 2021 17:37 ASÍ fer ófögrum orðum um kjarastefnu flugfélagsins, sem var kynnt árið 2019 en hefur flug í sumar samkvæmt áætlunum. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. ASÍ segir að flugfélagið virði allar stoðir í kjaraumhverfi launafólks á Íslandi að vettugi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur verið gagnrýnin á kjarastefnu Play.Vísir/Baldur Að sama skapi hvetur Alþýðusambandið lífeyrissjóði og aðra fjárfesta til að sniðganga félagið. Í tilkynningu ASÍ er flugfélagið sagt hafa reynt að gera sig gildandi gagnvart fjárfestum með því að „stæra sig af óboðlegum launakjörum.“ Play hefur gert kjarasamning við stéttarfélagið ÍFF, Íslenska flugmannafélagið, sem ASÍ segir fjármagnað af sjálfu flugfélaginu. Samkvæmt þessum kjarasamningi eru greidd lægri grunnlaun en sem nemur grunnatvinnuleysisbótum, sem eru 307.430 krónur. Lægstu laun hjá Play verða 266.500 krónur samkvæmt samningnum og á grundvelli svo lágra launa hyggst félagið geta boðið upp á lægri flugfargjöld en önnur félög, segir ASÍ. Vilja ekki semja við raunverulegt stéttarfélag „Alþýðusamband Íslands krefst þess að Play gangi til kjaraviðræðna við raunverulegt stéttarfélag flugfreyja og -þjóna á Íslandi – Flugfreyjufélag Íslands – og ætlast jafnframt til þess að Samtök atvinnulífsins, sem Play er hluti af, beiti sér fyrir raunverulegum kjarasamningi,“ segir í tilkynningunni, sem samþykkt er af miðstjórn ASÍ. Play hefur ekki viljað ganga til samninga við Flugfreyjufélag Íslands, sem er félagið sem Icelandair semur við. „Við það verður ekki unað og er félagið að boða til ófriðar og deilna um ófyrirsjáanlega framtíð ef ekki verður gengið til raunverulegra kjarasamningsviðræðna við félag sem sannanlega er skipulagt af þeim sem eiga að vinna samkvæmt kjarasamningnum,“ segir í tilkynningunni. Útúrsnúningur, segir forstjórinn Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði í samtali við fréttastofu í gær að málflutningur Drífu væri útúrsnúningur. Þá hafði hún gagnrýnt samninga Play í samtali við RÚV. „Þetta er útúrsnúningur hjá Drífu. Það er búið að bjóða henni á fund og hún hefur ekki þegið það boð. Hún talar ekki við okkur og hún talar ekki við stéttarfélagið sem er að gera þessa samninga. En þessi fréttaflutningur frá því í gær er bara rangur. Þessar tölur sem eru nefndar stemma ekki. Flugliðar okkar og áhafnir eru bara á mun betri launum. En ef hún er að segja að þetta sé lægri en annar samningur, eins og lægri en Icelandair, þá er það alveg rétt. Þetta er bara öðruvísi uppbyggt, en það er ekki þar með sagt að starfsmenn séu á lægri launum. Þessu er bara öðruvísi stillt upp.“ Tilkynningin í heild sinni Play flýgur á undirboðum launa Flugfélagið Play ætlar að bjóða lægri flugfargjöld með því að greiða starfsfólki sínu lægri laun en þekkist á íslenskum vinnumarkaði. Grunnlaunin eru töluvert undir grunn atvinnuleysisbótum. Sá samningur sem Play hefur skilað til ríkissáttasemjara er óundirritaður og ekki ljóst hvernig hann er til kominn. Þó er ljóst að hann var gerður áður en hafist var handa við að ráða inn flugfreyjur og -þjóna og enn fremur er ljóst að Play fjármagnar stéttarfélagið (ÍFF) sem gerir þennan samning. Það er því með engu móti hægt að segja að Play fari eftir hefðum og reglum á íslenskum vinnumarkaði og með því að neita að gera kjarasamning við Flugfreyjufélag Íslands segir félagið sig úr samfélagi hins skipulagða vinnumarkaðar. Við það verður ekki unað og er félagið að boða til ófriðar og deilna um ófyrirsjáanlega framtíð ef ekki verður gengið til raunverulegra kjarasamningsviðræðna við félag sem sannanlega er skipulagt af þeim sem eiga að vinna samkvæmt kjarasamningnum. Í samningi Play við ÍFF, sem óljóst er af hverjum er undirritaður, eru lægstu laun 266.500 krónur. Til samanburðar eru lægstu laun flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair 307.000, atvinnuleysisbætur eru 307.430 krónur og lægsti taxti verkafólks er 331.735 krónur. Flugtímar innifaldir í grunnlaunum eru fleiri hjá Play en hjá Icelandair, greiddir yfirvinnutímar færri, greiðslur í lífeyrissjóð eru lægri, dagpeningar lægri og sömuleiðis bifreiðastyrkur og desemberuppbót svo eitthvað sé nefnt. Í samningnum er ekki kveðið á um framlög til starfsendurhæfingar, í orlofssjóð, starfsmenntasjóð eða sjúkrasjóð og ekki gert ráð fyrir launagreiðslum vegna veikinda barna. Allar stoðir í kjaraumhverfi launafólks á Íslandi eru virtar að vettugi. Alþýðusamband Íslands krefst þess að Play gangi til kjaraviðræðna við raunverulegt stéttarfélag flugfreyja og -þjóna á Íslandi – Flugfreyjufélag Íslands – og ætlast jafnframt til þess að Samtök atvinnulífsins, sem Play er hluti af, beiti sér fyrir raunverulegum kjarasamningi. Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga félagið þangað til það hefur sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi. Alþýðusamband Íslands hvetur lífeyrissjóði og aðra fjárfesta að sniðganga félagið sömuleiðis en félagið hefur reynt að gera sig gildandi gagnvart fjárfestum með því að stæra sig af óboðlegum launakjörum. Alþýðusambandið telur vafa vera um lögmæti þess samnings sem Play vísar til sem kjarasamnings og mun beita þeim úrræðum sem tæk eru samkvæmt lögum nr. 80/1938 til þess að verja grunnréttindi launafólks á Íslandi og knýja á um kjarasamning. WOW Air Play Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01 Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
ASÍ segir að flugfélagið virði allar stoðir í kjaraumhverfi launafólks á Íslandi að vettugi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur verið gagnrýnin á kjarastefnu Play.Vísir/Baldur Að sama skapi hvetur Alþýðusambandið lífeyrissjóði og aðra fjárfesta til að sniðganga félagið. Í tilkynningu ASÍ er flugfélagið sagt hafa reynt að gera sig gildandi gagnvart fjárfestum með því að „stæra sig af óboðlegum launakjörum.“ Play hefur gert kjarasamning við stéttarfélagið ÍFF, Íslenska flugmannafélagið, sem ASÍ segir fjármagnað af sjálfu flugfélaginu. Samkvæmt þessum kjarasamningi eru greidd lægri grunnlaun en sem nemur grunnatvinnuleysisbótum, sem eru 307.430 krónur. Lægstu laun hjá Play verða 266.500 krónur samkvæmt samningnum og á grundvelli svo lágra launa hyggst félagið geta boðið upp á lægri flugfargjöld en önnur félög, segir ASÍ. Vilja ekki semja við raunverulegt stéttarfélag „Alþýðusamband Íslands krefst þess að Play gangi til kjaraviðræðna við raunverulegt stéttarfélag flugfreyja og -þjóna á Íslandi – Flugfreyjufélag Íslands – og ætlast jafnframt til þess að Samtök atvinnulífsins, sem Play er hluti af, beiti sér fyrir raunverulegum kjarasamningi,“ segir í tilkynningunni, sem samþykkt er af miðstjórn ASÍ. Play hefur ekki viljað ganga til samninga við Flugfreyjufélag Íslands, sem er félagið sem Icelandair semur við. „Við það verður ekki unað og er félagið að boða til ófriðar og deilna um ófyrirsjáanlega framtíð ef ekki verður gengið til raunverulegra kjarasamningsviðræðna við félag sem sannanlega er skipulagt af þeim sem eiga að vinna samkvæmt kjarasamningnum,“ segir í tilkynningunni. Útúrsnúningur, segir forstjórinn Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði í samtali við fréttastofu í gær að málflutningur Drífu væri útúrsnúningur. Þá hafði hún gagnrýnt samninga Play í samtali við RÚV. „Þetta er útúrsnúningur hjá Drífu. Það er búið að bjóða henni á fund og hún hefur ekki þegið það boð. Hún talar ekki við okkur og hún talar ekki við stéttarfélagið sem er að gera þessa samninga. En þessi fréttaflutningur frá því í gær er bara rangur. Þessar tölur sem eru nefndar stemma ekki. Flugliðar okkar og áhafnir eru bara á mun betri launum. En ef hún er að segja að þetta sé lægri en annar samningur, eins og lægri en Icelandair, þá er það alveg rétt. Þetta er bara öðruvísi uppbyggt, en það er ekki þar með sagt að starfsmenn séu á lægri launum. Þessu er bara öðruvísi stillt upp.“ Tilkynningin í heild sinni Play flýgur á undirboðum launa Flugfélagið Play ætlar að bjóða lægri flugfargjöld með því að greiða starfsfólki sínu lægri laun en þekkist á íslenskum vinnumarkaði. Grunnlaunin eru töluvert undir grunn atvinnuleysisbótum. Sá samningur sem Play hefur skilað til ríkissáttasemjara er óundirritaður og ekki ljóst hvernig hann er til kominn. Þó er ljóst að hann var gerður áður en hafist var handa við að ráða inn flugfreyjur og -þjóna og enn fremur er ljóst að Play fjármagnar stéttarfélagið (ÍFF) sem gerir þennan samning. Það er því með engu móti hægt að segja að Play fari eftir hefðum og reglum á íslenskum vinnumarkaði og með því að neita að gera kjarasamning við Flugfreyjufélag Íslands segir félagið sig úr samfélagi hins skipulagða vinnumarkaðar. Við það verður ekki unað og er félagið að boða til ófriðar og deilna um ófyrirsjáanlega framtíð ef ekki verður gengið til raunverulegra kjarasamningsviðræðna við félag sem sannanlega er skipulagt af þeim sem eiga að vinna samkvæmt kjarasamningnum. Í samningi Play við ÍFF, sem óljóst er af hverjum er undirritaður, eru lægstu laun 266.500 krónur. Til samanburðar eru lægstu laun flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair 307.000, atvinnuleysisbætur eru 307.430 krónur og lægsti taxti verkafólks er 331.735 krónur. Flugtímar innifaldir í grunnlaunum eru fleiri hjá Play en hjá Icelandair, greiddir yfirvinnutímar færri, greiðslur í lífeyrissjóð eru lægri, dagpeningar lægri og sömuleiðis bifreiðastyrkur og desemberuppbót svo eitthvað sé nefnt. Í samningnum er ekki kveðið á um framlög til starfsendurhæfingar, í orlofssjóð, starfsmenntasjóð eða sjúkrasjóð og ekki gert ráð fyrir launagreiðslum vegna veikinda barna. Allar stoðir í kjaraumhverfi launafólks á Íslandi eru virtar að vettugi. Alþýðusamband Íslands krefst þess að Play gangi til kjaraviðræðna við raunverulegt stéttarfélag flugfreyja og -þjóna á Íslandi – Flugfreyjufélag Íslands – og ætlast jafnframt til þess að Samtök atvinnulífsins, sem Play er hluti af, beiti sér fyrir raunverulegum kjarasamningi. Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga félagið þangað til það hefur sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi. Alþýðusamband Íslands hvetur lífeyrissjóði og aðra fjárfesta að sniðganga félagið sömuleiðis en félagið hefur reynt að gera sig gildandi gagnvart fjárfestum með því að stæra sig af óboðlegum launakjörum. Alþýðusambandið telur vafa vera um lögmæti þess samnings sem Play vísar til sem kjarasamnings og mun beita þeim úrræðum sem tæk eru samkvæmt lögum nr. 80/1938 til þess að verja grunnréttindi launafólks á Íslandi og knýja á um kjarasamning.
Tilkynningin í heild sinni Play flýgur á undirboðum launa Flugfélagið Play ætlar að bjóða lægri flugfargjöld með því að greiða starfsfólki sínu lægri laun en þekkist á íslenskum vinnumarkaði. Grunnlaunin eru töluvert undir grunn atvinnuleysisbótum. Sá samningur sem Play hefur skilað til ríkissáttasemjara er óundirritaður og ekki ljóst hvernig hann er til kominn. Þó er ljóst að hann var gerður áður en hafist var handa við að ráða inn flugfreyjur og -þjóna og enn fremur er ljóst að Play fjármagnar stéttarfélagið (ÍFF) sem gerir þennan samning. Það er því með engu móti hægt að segja að Play fari eftir hefðum og reglum á íslenskum vinnumarkaði og með því að neita að gera kjarasamning við Flugfreyjufélag Íslands segir félagið sig úr samfélagi hins skipulagða vinnumarkaðar. Við það verður ekki unað og er félagið að boða til ófriðar og deilna um ófyrirsjáanlega framtíð ef ekki verður gengið til raunverulegra kjarasamningsviðræðna við félag sem sannanlega er skipulagt af þeim sem eiga að vinna samkvæmt kjarasamningnum. Í samningi Play við ÍFF, sem óljóst er af hverjum er undirritaður, eru lægstu laun 266.500 krónur. Til samanburðar eru lægstu laun flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair 307.000, atvinnuleysisbætur eru 307.430 krónur og lægsti taxti verkafólks er 331.735 krónur. Flugtímar innifaldir í grunnlaunum eru fleiri hjá Play en hjá Icelandair, greiddir yfirvinnutímar færri, greiðslur í lífeyrissjóð eru lægri, dagpeningar lægri og sömuleiðis bifreiðastyrkur og desemberuppbót svo eitthvað sé nefnt. Í samningnum er ekki kveðið á um framlög til starfsendurhæfingar, í orlofssjóð, starfsmenntasjóð eða sjúkrasjóð og ekki gert ráð fyrir launagreiðslum vegna veikinda barna. Allar stoðir í kjaraumhverfi launafólks á Íslandi eru virtar að vettugi. Alþýðusamband Íslands krefst þess að Play gangi til kjaraviðræðna við raunverulegt stéttarfélag flugfreyja og -þjóna á Íslandi – Flugfreyjufélag Íslands – og ætlast jafnframt til þess að Samtök atvinnulífsins, sem Play er hluti af, beiti sér fyrir raunverulegum kjarasamningi. Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga félagið þangað til það hefur sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi. Alþýðusamband Íslands hvetur lífeyrissjóði og aðra fjárfesta að sniðganga félagið sömuleiðis en félagið hefur reynt að gera sig gildandi gagnvart fjárfestum með því að stæra sig af óboðlegum launakjörum. Alþýðusambandið telur vafa vera um lögmæti þess samnings sem Play vísar til sem kjarasamnings og mun beita þeim úrræðum sem tæk eru samkvæmt lögum nr. 80/1938 til þess að verja grunnréttindi launafólks á Íslandi og knýja á um kjarasamning.
WOW Air Play Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01 Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01
Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24