Af líffræðilegri fjölbreytni! Starri Heiðmarsson skrifar 22. maí 2021 08:00 Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun