Af líffræðilegri fjölbreytni! Starri Heiðmarsson skrifar 22. maí 2021 08:00 Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun