Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 06:27 WAB hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt að það myndi breyta nafni sínu í Play, sama mánuð og glærukynningin fyrir fjárfesta var haldin. Í nóvember 2019. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Á glærukynningu flugfélagsins, sem gekk þá undir nafninu WAB (We Are Back) áður en það breytti nafni sínu í Play, má sjá hvernig lægri launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helsti útgangspunktur kynningarinnar. Vísir hefur glærukynninguna undir höndum, merkta frá nóvember 2019, en hún virðist í meginatriðum snúast um það hvernig WAB hyggst starfa með ódýrari rekstri en WOW air gerði en WOW varð gjaldþrota í mars 2019. Tveir af stofnendum WAB eða Play, þeir Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson, voru stjórnarmenn í WOW. Glærurnar eru merktar sem trúnaðarupplýsingar. Þar koma fram áform WAB um að hafa starfsmenn á allt frá 19% til 37% lægri launum en voru í boði hjá WOW. Launasparnaður upp á 3,3 milljarða Lágu launin eru kynnt sem ábatasöm ráðstöfun: „Heildarlaunasparnaður á tímabili viðskiptaáætlunarinnar: 9 milljónir Bandaríkjadala,“ segir á glæru um laun flugliða. Það jafngildir rúmlega 1,1 milljarði íslenskra króna. Síða úr glærukynningu WAB frá nóvember 2019 um laun flugliða. Á sambærilegri glæru um laun flugmanna (hér fyrir neðan) er áætlaður sparnaður á því tímabili sem áætlunin nær yfir 17 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 2,1 milljarður íslenskra króna. Síða í glærukynningu WAB um laun flugmanna. Því er einnig lýst í kynningunni hvernig félagið hyggst halda launum starfsmanna niðri í nokkrum punktum eins og „Engin árleg hækkun á launum“ og punktum sem snúa að því hvernig fríðindum fyrir starfsmenn eins og fararkostnaði, hótelkostnaði og frídögum verði breytt frá því sem hafði verið hjá WOW eða þau algjörlega afnumin. Play stundum WAB í kjarasamningnum Í kynningunni er vísað til kjarasamninga sem WAB hafði gert við stéttarfélagið Íslenska flugmannafélagið (ÍFF) og áttu að gilda frá 1. september 2019 til 28. febrúar 2023. ÍFF er gamla stéttarfélag starfsmanna WOW. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) benti á það í yfirlýsingu í gær að ÍFF bæri öll merki þess að vera svokallað „gult félag“, sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkslaunakjörum launafólks. WAB kynnti það síðan á blaðamannafundi í nóvember 2019 að félagið hygðist breyta nafni sínu í Play. Síðan hefur það gert nýja kjarasamninga við ÍFF sem eiga að gilda lengur en hinir sem glærukynningin vísar til. Þeir sem nú eru í gildi renna ekki út fyrr en 1. febrúar 2025. Hvort fleiri atriði í samningunum en gildistíma hans hafi verið breytt er óljóst en þegar kjarasamningur flugliða er skoðaður virðist sem hér sé á ferð sami eða alltént í meginatriðum sambærilegur samningur og WAB gerði við ÍFF þar sem nafninu WAB hefur verið skipt út fyrir nýja nafnið PLAY. Sums staðar virðist nefnilega hafa farist fyrir að breyta nafni flugfélagsins og er ýmist vísað til vinnuveitanda flugliðanna sem WAB eða PLAY. Þetta sést til dæmis í lið 3 í samningnum sem er undir yfirskriftinni „Ráðningar – reynslutími – uppsagnarfrestur“. Skjáskot af þessari síðu samningsins er hér að neðan. Skjáskot af síðu kjarasamningsins. Vísir hefur litað þessi tilvik gul. Play hótaði því í fyrradag að fara í mál við ASÍ eftir að forseti sambandsins, Drífa Snædal, hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið. Í yfirlýsingu ASÍ sem send var út í fyrradag var bent á að lægstu grunnlaun hjá Play væru 266.500 krónur samkvæmt kjarasamningi þess við flugliða. Það er lægri upphæð en sem nemur grunnatvinnuleysisbótum, sem eru 307.430 krónur. Play brást við þessari gagnrýni ASÍ með eigin tilkynningu þar sem því var haldið fram að sambandið væri að ljúga um ýmis atriði, til dæmis grunnlaunin. „Fastar mánaðarlegar tekjur flugliða hjá Play verði á bilinu 351.851 til 454.351 krónur, óháð vinnuframlagi,“ sagði í tilkynningu Play og voru meint lægstu grunnlaunin, 351.851 krónur, þar borin saman við lægstu grunnlaun Icelandair, sem eru 307.398. Lægstu grunnlaun Icelandair áfram hærri Vísir ræddi við Drífu Snædal um þetta atriði í gær og spurði hana hvort ASÍ væri þarna að fara rangt með grunnlaun Play? „Nei, þeir kjarasamningar sem við höfum fengið staðfest að séu í gildi kveða á um 266.500 krónur í föst mánaðarlaun. Það sem Play gerir í þessari yfirlýsingu sinni er að taka þau grunnlaun og bæta við þau öllu álagi; sölulaunum, bifreiðastyrk og fleiru og bera það síðan saman við lægstu grunnlaunin hjá Icelandair, sem eru hærri ef öllu þessu álagi væri líka bætt við þau,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Þannig virðast lægstu grunnlaun Play samkvæmt samningnum vera 266.500 sem er lægra en lægstu grunnlaun Icelandair, 307.398 krónur. Ef bifreiðastyrk og sölulaunum er bætt ofan á grunnlaunin á kjarasamningnum fæst mjög svipuð tala, 352.300 krónur, og félagið segir vera sín lægstu föstu mánaðarlaun, 351.851 krónur. Ef bifreiðastyrkur og sölulaun hjá Icelandair eru reiknuð inn í þeirra lægstu föstu mánaðarlaun hækkar talan úr 307.398 í 396.138 krónur. Nýliði hjá Icelandair er þá einnig með ýmis fríðindi þessu til viðbótar. ASÍ sendi út mynd með samanburðinum á fjölmiðla í gær: Launataflan í samningnum Þetta stemmir við þá kjarasamninga sem Vísir hefur undir höndum milli Play og ÍFF og voru undirritaðir þann 6. maí síðastliðinn. Þar eru lægstu grunnlaunin 260 þúsund krónur hjá Play en samkvæmt samningnum hækkuðu þau um 2,5% í byrjun mars í ár. Drífa segir að ASÍ hafi reiknað þessa hækkun ofan á 260 þúsund krónurnar og grunnlaunin nú séu því 266.500 krónur. Hér má sjá launatöfluna í kjarasamningi flugliða hjá Play: Play segir ASÍ reka áróður gegn sér Play opnaði heimasíðu sína og hóf sölu á flugsætum á þriðjudaginn var. Til að byrja með verður aðeins hægt að bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. Fyrsta flug Play verður í lok júní þegar flogið verður til Stansted-flugvallar í London. Forstjóri flugfélagsins, Birgir Jónsson, sendi frá sér harðorða tilkynningu í fyrradag þar sem hann sagði að ASÍ hefði með fullyrðingum sínum valdið Play miklum skaða með því að skora fólk til að sniðganga það. Birgir Jónsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Í takti við þann góða anda sem ríkir innan PLAY þá erum við til í að fyrirgefa þetta skammarlega upphlaup ef ASÍ dregur ásakanir sínar til baka. Öðrum kosti mun félagið leita réttar síns,“ skrifaði hann meðal annars. Play sakaði ASÍ þá um að reka „sorglegan og annarlegan áróður“ gegn flugfélaginu sem er að sögn þess sjálfs „beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri fluggjalda“. Drífa ræddi þessi mál einnig í Reykjavík Síðdegis í gær: Play WOW Air Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24 Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. 16. maí 2021 12:33 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Á glærukynningu flugfélagsins, sem gekk þá undir nafninu WAB (We Are Back) áður en það breytti nafni sínu í Play, má sjá hvernig lægri launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helsti útgangspunktur kynningarinnar. Vísir hefur glærukynninguna undir höndum, merkta frá nóvember 2019, en hún virðist í meginatriðum snúast um það hvernig WAB hyggst starfa með ódýrari rekstri en WOW air gerði en WOW varð gjaldþrota í mars 2019. Tveir af stofnendum WAB eða Play, þeir Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson, voru stjórnarmenn í WOW. Glærurnar eru merktar sem trúnaðarupplýsingar. Þar koma fram áform WAB um að hafa starfsmenn á allt frá 19% til 37% lægri launum en voru í boði hjá WOW. Launasparnaður upp á 3,3 milljarða Lágu launin eru kynnt sem ábatasöm ráðstöfun: „Heildarlaunasparnaður á tímabili viðskiptaáætlunarinnar: 9 milljónir Bandaríkjadala,“ segir á glæru um laun flugliða. Það jafngildir rúmlega 1,1 milljarði íslenskra króna. Síða úr glærukynningu WAB frá nóvember 2019 um laun flugliða. Á sambærilegri glæru um laun flugmanna (hér fyrir neðan) er áætlaður sparnaður á því tímabili sem áætlunin nær yfir 17 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 2,1 milljarður íslenskra króna. Síða í glærukynningu WAB um laun flugmanna. Því er einnig lýst í kynningunni hvernig félagið hyggst halda launum starfsmanna niðri í nokkrum punktum eins og „Engin árleg hækkun á launum“ og punktum sem snúa að því hvernig fríðindum fyrir starfsmenn eins og fararkostnaði, hótelkostnaði og frídögum verði breytt frá því sem hafði verið hjá WOW eða þau algjörlega afnumin. Play stundum WAB í kjarasamningnum Í kynningunni er vísað til kjarasamninga sem WAB hafði gert við stéttarfélagið Íslenska flugmannafélagið (ÍFF) og áttu að gilda frá 1. september 2019 til 28. febrúar 2023. ÍFF er gamla stéttarfélag starfsmanna WOW. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) benti á það í yfirlýsingu í gær að ÍFF bæri öll merki þess að vera svokallað „gult félag“, sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkslaunakjörum launafólks. WAB kynnti það síðan á blaðamannafundi í nóvember 2019 að félagið hygðist breyta nafni sínu í Play. Síðan hefur það gert nýja kjarasamninga við ÍFF sem eiga að gilda lengur en hinir sem glærukynningin vísar til. Þeir sem nú eru í gildi renna ekki út fyrr en 1. febrúar 2025. Hvort fleiri atriði í samningunum en gildistíma hans hafi verið breytt er óljóst en þegar kjarasamningur flugliða er skoðaður virðist sem hér sé á ferð sami eða alltént í meginatriðum sambærilegur samningur og WAB gerði við ÍFF þar sem nafninu WAB hefur verið skipt út fyrir nýja nafnið PLAY. Sums staðar virðist nefnilega hafa farist fyrir að breyta nafni flugfélagsins og er ýmist vísað til vinnuveitanda flugliðanna sem WAB eða PLAY. Þetta sést til dæmis í lið 3 í samningnum sem er undir yfirskriftinni „Ráðningar – reynslutími – uppsagnarfrestur“. Skjáskot af þessari síðu samningsins er hér að neðan. Skjáskot af síðu kjarasamningsins. Vísir hefur litað þessi tilvik gul. Play hótaði því í fyrradag að fara í mál við ASÍ eftir að forseti sambandsins, Drífa Snædal, hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið. Í yfirlýsingu ASÍ sem send var út í fyrradag var bent á að lægstu grunnlaun hjá Play væru 266.500 krónur samkvæmt kjarasamningi þess við flugliða. Það er lægri upphæð en sem nemur grunnatvinnuleysisbótum, sem eru 307.430 krónur. Play brást við þessari gagnrýni ASÍ með eigin tilkynningu þar sem því var haldið fram að sambandið væri að ljúga um ýmis atriði, til dæmis grunnlaunin. „Fastar mánaðarlegar tekjur flugliða hjá Play verði á bilinu 351.851 til 454.351 krónur, óháð vinnuframlagi,“ sagði í tilkynningu Play og voru meint lægstu grunnlaunin, 351.851 krónur, þar borin saman við lægstu grunnlaun Icelandair, sem eru 307.398. Lægstu grunnlaun Icelandair áfram hærri Vísir ræddi við Drífu Snædal um þetta atriði í gær og spurði hana hvort ASÍ væri þarna að fara rangt með grunnlaun Play? „Nei, þeir kjarasamningar sem við höfum fengið staðfest að séu í gildi kveða á um 266.500 krónur í föst mánaðarlaun. Það sem Play gerir í þessari yfirlýsingu sinni er að taka þau grunnlaun og bæta við þau öllu álagi; sölulaunum, bifreiðastyrk og fleiru og bera það síðan saman við lægstu grunnlaunin hjá Icelandair, sem eru hærri ef öllu þessu álagi væri líka bætt við þau,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Þannig virðast lægstu grunnlaun Play samkvæmt samningnum vera 266.500 sem er lægra en lægstu grunnlaun Icelandair, 307.398 krónur. Ef bifreiðastyrk og sölulaunum er bætt ofan á grunnlaunin á kjarasamningnum fæst mjög svipuð tala, 352.300 krónur, og félagið segir vera sín lægstu föstu mánaðarlaun, 351.851 krónur. Ef bifreiðastyrkur og sölulaun hjá Icelandair eru reiknuð inn í þeirra lægstu föstu mánaðarlaun hækkar talan úr 307.398 í 396.138 krónur. Nýliði hjá Icelandair er þá einnig með ýmis fríðindi þessu til viðbótar. ASÍ sendi út mynd með samanburðinum á fjölmiðla í gær: Launataflan í samningnum Þetta stemmir við þá kjarasamninga sem Vísir hefur undir höndum milli Play og ÍFF og voru undirritaðir þann 6. maí síðastliðinn. Þar eru lægstu grunnlaunin 260 þúsund krónur hjá Play en samkvæmt samningnum hækkuðu þau um 2,5% í byrjun mars í ár. Drífa segir að ASÍ hafi reiknað þessa hækkun ofan á 260 þúsund krónurnar og grunnlaunin nú séu því 266.500 krónur. Hér má sjá launatöfluna í kjarasamningi flugliða hjá Play: Play segir ASÍ reka áróður gegn sér Play opnaði heimasíðu sína og hóf sölu á flugsætum á þriðjudaginn var. Til að byrja með verður aðeins hægt að bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. Fyrsta flug Play verður í lok júní þegar flogið verður til Stansted-flugvallar í London. Forstjóri flugfélagsins, Birgir Jónsson, sendi frá sér harðorða tilkynningu í fyrradag þar sem hann sagði að ASÍ hefði með fullyrðingum sínum valdið Play miklum skaða með því að skora fólk til að sniðganga það. Birgir Jónsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Í takti við þann góða anda sem ríkir innan PLAY þá erum við til í að fyrirgefa þetta skammarlega upphlaup ef ASÍ dregur ásakanir sínar til baka. Öðrum kosti mun félagið leita réttar síns,“ skrifaði hann meðal annars. Play sakaði ASÍ þá um að reka „sorglegan og annarlegan áróður“ gegn flugfélaginu sem er að sögn þess sjálfs „beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri fluggjalda“. Drífa ræddi þessi mál einnig í Reykjavík Síðdegis í gær:
Play WOW Air Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24 Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. 16. maí 2021 12:33 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24
Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. 16. maí 2021 12:33