Innlent

Lögregla rannsakar 97 milljóna tap einstaklings á netinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Yngra fólk á til að vera ginnkeypt fyrir Bitcoin svikum.
Yngra fólk á til að vera ginnkeypt fyrir Bitcoin svikum.

Lögregla hefur til rannsóknar mál einstaklings sem tapaði 97 milljónum króna á netsvikum. Að sögn Daða Gunnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tapar eldra fólk stærri fjárhæðum.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Daði segir yngra fólk hins vegar líklegra til að falla fyrir til dæmis Bitcoin-svindli.

„Þú kaupir Bitcoin í gegnum löglegan aðila og lætur síðan þriðja aðila fá rafmyntina í von um skjótan gróða. Það sem við höfum bent á er þessi skjóti gróði. Ef það hljómar of gott til að vera satt er það oftast þannig.“

Þá séu svokölluð „fjárfestingasvindl“ að færast í aukana en þar kaupa einstaklingar sig inn í fjárfestingu og geta svo fylgst með virði hennar aukast. Það sé hins vegar blekking og þegar fólk leitar eftir því að fá greitt sé lokað á það.

Daði segir oftast um að ræða erlenda skipulagða glæpahópa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×