Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:59 Birgir Jónsson forstjóri Play Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.” Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.”
Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira