Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - ÍBV 26-27 | Seiglusigur Eyjakvenna fyrir norðan Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 23. maí 2021 16:00 ÍBV vann 27-26 sigur á KA/Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fyrri hálfleikur: 14-11 KA/Þór byrjaði leikinn betur og komust mest í 7-3 forystu. ÍBV vann sig inn í leikinn og var staðan 10-9 eftir 20 mínútur. Markahæst í fyrri hálfleik var Hrafnhildur Hanna með 5 mörk. Seinni hálfleikur: 26-27 ÍBV mættu strax ákveðnari í seinni hálfleikinn. KA/Þór var yfir mest allan leikinn en ÍBV komst yfir í fyrsta skipti þegar klukkan sló 40. Mínútur. Liðin skiptust á að skora en áfram hélt ÍBV forystunni. 26-27 staðan og 1. Mínúta eftir. ÍBV hélt þetta út og sterkur sigur staðreynd í fyrsta leik í þessu einvígi. Hverjar voru áberandi hjá KA/Þór? Rakel Sara endaði með 6 mörk og var markahæst hjá KA/Þór. Rut Jónsdóttir skoraði 4 mörk en ÍBV gerði vel að loka á hana. Hverjar voru áberandi hjá ÍBV? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var frábær í liði ÍBV en hún skoraði 11 mörk. Ásta Björt Júlíusdóttir kom næst á eftir með 8 mörk. Marta Wawrzynkowska var mjög góð hjá ÍBV í dag Af hverju vann ÍBV? Marta Wawrzynkowska setti á lás í seinni hálfleik í markinu hjá ÍBV. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var á eldi og fór nánast allt inn hjá henni í dag. Stuðningssveit frá Vestmannaeyjum var mætt og heyrðist vel í henni sem hjálpaði eflaust mikið. Hvað er næst? Þessi lið mætast í eyjum á miðvikudaginn í leik númer 2 í þessari seríu. Sigurður Bragason: „Karlamegin hefðum við skitið á okkur hérna“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var að vonum glaður með úrslitin.Vísir/Vilhelm „Ég er í skýjunum, Mér líður rosa vel. Þetta er ekki auðvelt að koma hingað og gera þetta sem við vorum að gera“. ÍBV mættu vel gíraðar í seinni hálfleikinn „Leikurinn breyttist þegar við tóku Rut úr umferð. Andlega brotnuðum við ekki og það var ekki auðvelt að koma í þetta hús og þennan hávaða sem við erum ekki búin að upplifa í 1 og hálft ár. Lenda undir og koma til baka með stelpur sem hafa ekki gert þetta áður. Ég held að karla megin hefðum við skitið á okkur hérna“. Stuðningssveit frá Vestmannaeyjum var mætt. „Þetta lýsir bara félaginu. No disrespect á KA ég elska þennan klúbb en þetta var frábært hjá okkur. Við erum með fulla rútu af fólki sem að borgað sig í þetta, félagið er að setja eina og hálfa miljón í einn leik. Það er virkilegur stuðningur við stelpurnar og við erum að fá 70 manns. Þetta er ekkert leiðinlegt“. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn. „Nú er bara recovery á morgun og við skoðum þetta, bætum það sem þarf að bæta og mætum dýrvitlausar á miðvikudaginn því þetta einvígi er sko ekkert búið“. Andri Snær: „Þetta er mjög svekkjandi“ Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var ekki eins glaður og kollegi sinn hinu megin. „Ég er mjög svekktur. Við kostuðum frá okkur mjög góðri stöðu í dag og það vantaði hugrekki að klára lykil moment eins og dauðafæri. Við bökkuðum út úr þessu sem er svekkjandi því við vorum með þær“. Vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik „Við fórum að klikka á færum. Svo fórum við í 7 á 6 til að létta á þessu en við héldum áfram að skjóta illa sem var svekkjandi því möguleikarnir voru þarna en þetta fór bara svona. Ég hrósa ÍBV fyrir þeirra baráttu hér í dag en við verðum klár á miðvikudaginn það er klárt“. ÍBV tók Rut úr umferð í seinni hálfleik. „Já vissulega var þetta erfiðara þá en við vorum samt að fá færi. Við erum búin að lenda í þessu oft í vetur þannig þetta var ekkert nýtt. En við þurfum bara að halda áfram að hafa trú á okkar kerfum og við þurfum að sýna hugrekki í næsta leik“. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn. „Nú er bara að hugsa vel um okkur og undirbúa okkur. En þetta er bara alvöru landsbyggðar slagur og þetta er hvergi nærri búið og við erum bara skoða hvað við getum gert betur og læra af þessu og taka það með okkur í næsta leik“. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV
ÍBV vann 27-26 sigur á KA/Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fyrri hálfleikur: 14-11 KA/Þór byrjaði leikinn betur og komust mest í 7-3 forystu. ÍBV vann sig inn í leikinn og var staðan 10-9 eftir 20 mínútur. Markahæst í fyrri hálfleik var Hrafnhildur Hanna með 5 mörk. Seinni hálfleikur: 26-27 ÍBV mættu strax ákveðnari í seinni hálfleikinn. KA/Þór var yfir mest allan leikinn en ÍBV komst yfir í fyrsta skipti þegar klukkan sló 40. Mínútur. Liðin skiptust á að skora en áfram hélt ÍBV forystunni. 26-27 staðan og 1. Mínúta eftir. ÍBV hélt þetta út og sterkur sigur staðreynd í fyrsta leik í þessu einvígi. Hverjar voru áberandi hjá KA/Þór? Rakel Sara endaði með 6 mörk og var markahæst hjá KA/Þór. Rut Jónsdóttir skoraði 4 mörk en ÍBV gerði vel að loka á hana. Hverjar voru áberandi hjá ÍBV? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var frábær í liði ÍBV en hún skoraði 11 mörk. Ásta Björt Júlíusdóttir kom næst á eftir með 8 mörk. Marta Wawrzynkowska var mjög góð hjá ÍBV í dag Af hverju vann ÍBV? Marta Wawrzynkowska setti á lás í seinni hálfleik í markinu hjá ÍBV. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var á eldi og fór nánast allt inn hjá henni í dag. Stuðningssveit frá Vestmannaeyjum var mætt og heyrðist vel í henni sem hjálpaði eflaust mikið. Hvað er næst? Þessi lið mætast í eyjum á miðvikudaginn í leik númer 2 í þessari seríu. Sigurður Bragason: „Karlamegin hefðum við skitið á okkur hérna“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var að vonum glaður með úrslitin.Vísir/Vilhelm „Ég er í skýjunum, Mér líður rosa vel. Þetta er ekki auðvelt að koma hingað og gera þetta sem við vorum að gera“. ÍBV mættu vel gíraðar í seinni hálfleikinn „Leikurinn breyttist þegar við tóku Rut úr umferð. Andlega brotnuðum við ekki og það var ekki auðvelt að koma í þetta hús og þennan hávaða sem við erum ekki búin að upplifa í 1 og hálft ár. Lenda undir og koma til baka með stelpur sem hafa ekki gert þetta áður. Ég held að karla megin hefðum við skitið á okkur hérna“. Stuðningssveit frá Vestmannaeyjum var mætt. „Þetta lýsir bara félaginu. No disrespect á KA ég elska þennan klúbb en þetta var frábært hjá okkur. Við erum með fulla rútu af fólki sem að borgað sig í þetta, félagið er að setja eina og hálfa miljón í einn leik. Það er virkilegur stuðningur við stelpurnar og við erum að fá 70 manns. Þetta er ekkert leiðinlegt“. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn. „Nú er bara recovery á morgun og við skoðum þetta, bætum það sem þarf að bæta og mætum dýrvitlausar á miðvikudaginn því þetta einvígi er sko ekkert búið“. Andri Snær: „Þetta er mjög svekkjandi“ Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var ekki eins glaður og kollegi sinn hinu megin. „Ég er mjög svekktur. Við kostuðum frá okkur mjög góðri stöðu í dag og það vantaði hugrekki að klára lykil moment eins og dauðafæri. Við bökkuðum út úr þessu sem er svekkjandi því við vorum með þær“. Vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik „Við fórum að klikka á færum. Svo fórum við í 7 á 6 til að létta á þessu en við héldum áfram að skjóta illa sem var svekkjandi því möguleikarnir voru þarna en þetta fór bara svona. Ég hrósa ÍBV fyrir þeirra baráttu hér í dag en við verðum klár á miðvikudaginn það er klárt“. ÍBV tók Rut úr umferð í seinni hálfleik. „Já vissulega var þetta erfiðara þá en við vorum samt að fá færi. Við erum búin að lenda í þessu oft í vetur þannig þetta var ekkert nýtt. En við þurfum bara að halda áfram að hafa trú á okkar kerfum og við þurfum að sýna hugrekki í næsta leik“. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn. „Nú er bara að hugsa vel um okkur og undirbúa okkur. En þetta er bara alvöru landsbyggðar slagur og þetta er hvergi nærri búið og við erum bara skoða hvað við getum gert betur og læra af þessu og taka það með okkur í næsta leik“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti