Atletico Madrid stóð uppi sem sigurvegari í La Liga tímabilið 2020/2021 eftir 2-1 sigur á Real Valladolid í dag.
Það voru heimamenn í Valladolid sem komust yfir með marki á átjándu mínútu en þá skoraði Oscar Plano.
Valladolid var yfir í hálfleik og Real Madrid þurfti því bara jafntefli til þess að tryggja sér titilinn.
Angel Correa jafnaði metin á 57. mínútu og tíu mínútum síðar var það sjóðheitur Luis Suarez sem skoraði sigurmarkið.
Atletico Madrid er því spænskur meistari í ellefta sinn en síðast urðu þeir meistarar tímabilið 2013/2014.