Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-2 | Meistararnir unnu nýliðana í hörkuleik Atli Arason skrifar 24. maí 2021 22:15 Rasmus Christiansen kom Val yfir í fyrri hálfleik. Visir/Hulda Margrét Valur sótti stigin þrjú í Keflavík með 1-2 sigri. Rasmus Christiansen og Birkir Már Sævarsson sáu um mörkin fyrir gestina en Joey Gibbs minnkaði muninn fyrir heimamenn. Leikurinn í kvöld byrjaði að gífurlega miklu fjöri og bæði lið sóttu til skiptis. Valsmenn voru hættulegri í upphafi og fengu fleiri færi en Keflvíkingar voru alltaf stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Eftir fyrstu 20 mínúturnar tekur Valur öll völd á leiknum og sótti án afláts. Sindri Kristinn var frábær í marki Keflavíkur og varði allt sem Valsmenn settu á hann, þangað til á 37 mínútu. Þá tekur Birkir Heimis hornspyrnu, Kristinn Freyr kastar sér á boltann og nær að flikka honum lengra inn í markteig þar sem Rasmus Christiansen er mættur og stýrir boltanum í netið með hægri fæti! 1-0 fyrir Val. Valsmenn bættu bara í eftir mark sitt en áfram hélt Sindri Kristinn að verja vel í marki heimamanna. Það var ekki mikið liðið af síðari hálfleik áður en að Valur tvöfaldaði forystuna. Birkir Heimisson tekur þá hornspyrnu vinstra megin. Boltinn skýst á milli leikmanna beggja liða innan vítateigs Keflavíkur. Rasmus Christiansen fellur við inn í vítateig og einhverjir Valsarar biðja um vítaspyrnu, það virðist sem svo að heimamenn gleyma sér eitthvað í öllu havaríinu því allt í einu í kjölfarið dettur boltinn fyrir Birki Má sem var aleinn innan vítateigs Keflavíkur og Birkir þakkar pent fyrir sig með því að skila boltanum í netið. Það var þó eins og heimamenn hefðu eflst við þetta seina mark Vals því Keflavík var í raun öflugra það sem eftir lifði seinni hálfleiks. Keflavík fékk fleiri færi, þó svo að Hannes hafi séð við öllum marktilraunum þeirra án þess að hafa eitthvað mikið fyrir því. Hinu megin fékk Patrick Pedersen tvær tilraunir til að skora með skömmu millibili þegar rúmt korter var eftir af leiknum, í bæði skiptin eftir hornspyrnu frá Guðmundi Andra Tryggvasyni sem kom inn af varamannabekknum í kvöld. Í uppbótatíma síðari hálfleiks berst knötturinn til Joey Gibbs sem skýtur knettinum í varnarmann Vals, nær sínu eigin frákasti og skallar boltan yfir Hannes í markinu og tekst að minnka muninn niður í eitt mark. Þetta mark Gibbs kom aðeins of seint fyrir heimamenn, því stuttu síðar flautaði Vilhjálmur Alvar leikinn af og 1-2 sigur Íslandsmeistaranna staðreynd. Af hverju vann Valur? Gestirnir stjórnuðu leiknum lengst af. Bæði mörk þeirra komu úr föstum leikatriðum og óhætt er að segja að Valur búi yfir flottum spyrnumönnum í Sigurði Agli og Birki Heimissyni sem voru ógnandi í allan dag með fyrirgjöfum sínum. Hverjir stóðu upp úr? Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, verður að fá smá hrós hér. Þrátt fyrir að fá tvö mörk á sig þá fékk Sindri aragrúa af skotum á sig og tap Keflavíkur hefði hæglega getað verið stærra í kvöld ef það hefði ekki verið fyrir margar vörslur frá Sindra. Rasmus Christiansen er þó maður leiksins. Rasmus stjórnaði varnarleik Vals eins og herforingi í dag ásamt því að skora fyrsta mark leiksins. Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflavíkur leit ekki vel út í mörkunum sem Valur skoraði. Um leið og einhver Valsari náði fyrstu snertingu á knöttinn þá virtist mest allt varnarskipulag Keflavíkur riðlast til. Hvað gerist næst? Valsmenn eiga næst fyrir höndum sér toppbaráttuslag við Víkinga frá Reykjavík núna á laugardaginn. Degi síðar fara Keflvíkingar í Hafnarfjörðinn í heimsókn til FH-inga. Eysteinn Húni: Þetta er búið að vera rosaleg törn Eysteinn Húni Hauksson (t.v.) og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar KeflavíkurVÍSIR/VILHELM „Það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira frá liðinu. Við vorum mjög agaðir í okkar leik og héldum okkar skipulagi. Við börðumst fyrir hvorn annan, við erum að eiga við gríðarlega sterkt lið en því miður þá var það sem við komum með í dag ekki alveg nóg,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, einn af þjálfurum Keflavíkur, í viðtali við Vísi eftir leik áður en hann bætti við, „þeir ná aðeins að taka yfir leikinn. Þeir skora tvö mörk úr föstum leikatriðum sem er mjög sárt. Í öðru þeirra er of mikill ákafi að keyra í boltann sem verður til þess að annar leikmaður þeirra verður laus. Ég er náttúrlega ekki ánægður með að ekki skuli vera dekkað manninn sem skoraði í fyrra horninu en svona hlutir gerast. Þeir hafa fram yfir okkur þessa litlu reynslu hluti alls staðar á vellinum.“ Þrátt fyrir tapið í dag þá eru einhver batamerki á leik Keflavíkur, eftir að liðið fékk á sig 12 mörk í síðustu þremur leikjum. „Við erum aldrei ánægðir með að tapa en það er þessi frammistöðu framför. Við vorum nokkuð solid varnarlega. Þetta er kannski skref upp á við þó það sé skrítið að segja það eftir tapleik,“ svaraði Eysteinn Húni aðspurður um framför milli leikja. Næsti leikur Keflavíkur er líklega gegn FH, en einhver umræða hefur þó verið um að fresta þeim leik vegna landsleiks Íslands við Mexíkó. „Það er bara áfram. Við þurfum líka bara að vera klárir á því að þó við séum að fá á okkur högg eftir högg eftir högg að við séum áfram að þróa okkur sem einstaklinga og sem lið. FH er bara frábært verkefni fyrir okkur að ráðast í og við förum í það bara eins og alla aðra leiki, til þess að taka þrjú stig,“ sagði Eysteinn Húni áður en hann var spurður að því hvort hann myndi vilja fresta FH leiknum, ef hann fengi að ráða. „Þetta er ekki mín deild, við erum með aðra sem eru akkúrat í þessu. Þetta er búið að vera rosaleg törn og mér finnst það mjög sérstakt að í þremur síðustu leikjum á undan þessum þá fáum við hvíldardegi minna en andstæðingarnir okkar og það hefur ekki hjálpað okkur með okkar óreynda lið. Ég er til í að mæta FH hvenær sem er en það er svo sem allt í lagi að þessi törn sem er búinn að vera núna verði ekki lengri, sem sagt að þessi leikur komi ekki strax eftir þennan leik.“ Heimir: Við erum ánægðir með stigin þrjú Heimi Guðjónsson, þjálfari Vals Heimir Guðjónsson var glaður með sigurinn í Keflavík í kvöld. „Við erum ánægðir með stigin þrjú, við vissum að þeir hafa verið að byrja leikina sína vel og þeir gerðu það í þessum leik. Þeir eru góðir í að fara í svæði á milli varnar, sóknar og miðju. Þeir eru einnig hættulegir í skyndisóknum. Svo þegar það leið á fyrri hálfleikinn og sérstaklega síðasta korterið þá fannst mér við ná góðum tökum á leiknum. Mér fannst við svo bara spila nokkuð vel í seinni hálfleik.“ Guðmundur Andri Tryggvason var mjög umtalaður þegar Valur fékk hann fyrr í sumar frá Start í Noregi, en margir voru að velta sér upphæðunum sem Valur greiddi fyrir hann sem gæti verið um tugur milljóna. Guðmundur Andri hefur ekki enn þá byrjað leik með Vals liðinu en hann kom inn á af bekknum í dag. „Hann er öflugur fótboltamaður. Við þurfum bara að gefa honum tíma til að koma sér inn í þetta. Hann hefur verið að koma af bekknum í síðustu leikjum og bara staðið sig fínt. Við höldum bara áfram þeirri vinnu,“ svarði Heimir aðspurður út í Guðmund Andra. Næsti leikur Valsmanna er toppslagur gegn Víkingi Reykjavík. Heimir er býst við hörku leik. „Víkingarnir eru alltaf erfiðir. Þetta er flott fótboltalið og vel þjálfaðir. Þeir hafa bætt varnarleikinn í vetur eins og Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari Víkings] hefur talað um. Kári [Árnason] er farinn að spila þann leik sem hann þekkir best. Þetta verður bara hörku leikur,“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Valur Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Leikurinn í kvöld byrjaði að gífurlega miklu fjöri og bæði lið sóttu til skiptis. Valsmenn voru hættulegri í upphafi og fengu fleiri færi en Keflvíkingar voru alltaf stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Eftir fyrstu 20 mínúturnar tekur Valur öll völd á leiknum og sótti án afláts. Sindri Kristinn var frábær í marki Keflavíkur og varði allt sem Valsmenn settu á hann, þangað til á 37 mínútu. Þá tekur Birkir Heimis hornspyrnu, Kristinn Freyr kastar sér á boltann og nær að flikka honum lengra inn í markteig þar sem Rasmus Christiansen er mættur og stýrir boltanum í netið með hægri fæti! 1-0 fyrir Val. Valsmenn bættu bara í eftir mark sitt en áfram hélt Sindri Kristinn að verja vel í marki heimamanna. Það var ekki mikið liðið af síðari hálfleik áður en að Valur tvöfaldaði forystuna. Birkir Heimisson tekur þá hornspyrnu vinstra megin. Boltinn skýst á milli leikmanna beggja liða innan vítateigs Keflavíkur. Rasmus Christiansen fellur við inn í vítateig og einhverjir Valsarar biðja um vítaspyrnu, það virðist sem svo að heimamenn gleyma sér eitthvað í öllu havaríinu því allt í einu í kjölfarið dettur boltinn fyrir Birki Má sem var aleinn innan vítateigs Keflavíkur og Birkir þakkar pent fyrir sig með því að skila boltanum í netið. Það var þó eins og heimamenn hefðu eflst við þetta seina mark Vals því Keflavík var í raun öflugra það sem eftir lifði seinni hálfleiks. Keflavík fékk fleiri færi, þó svo að Hannes hafi séð við öllum marktilraunum þeirra án þess að hafa eitthvað mikið fyrir því. Hinu megin fékk Patrick Pedersen tvær tilraunir til að skora með skömmu millibili þegar rúmt korter var eftir af leiknum, í bæði skiptin eftir hornspyrnu frá Guðmundi Andra Tryggvasyni sem kom inn af varamannabekknum í kvöld. Í uppbótatíma síðari hálfleiks berst knötturinn til Joey Gibbs sem skýtur knettinum í varnarmann Vals, nær sínu eigin frákasti og skallar boltan yfir Hannes í markinu og tekst að minnka muninn niður í eitt mark. Þetta mark Gibbs kom aðeins of seint fyrir heimamenn, því stuttu síðar flautaði Vilhjálmur Alvar leikinn af og 1-2 sigur Íslandsmeistaranna staðreynd. Af hverju vann Valur? Gestirnir stjórnuðu leiknum lengst af. Bæði mörk þeirra komu úr föstum leikatriðum og óhætt er að segja að Valur búi yfir flottum spyrnumönnum í Sigurði Agli og Birki Heimissyni sem voru ógnandi í allan dag með fyrirgjöfum sínum. Hverjir stóðu upp úr? Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, verður að fá smá hrós hér. Þrátt fyrir að fá tvö mörk á sig þá fékk Sindri aragrúa af skotum á sig og tap Keflavíkur hefði hæglega getað verið stærra í kvöld ef það hefði ekki verið fyrir margar vörslur frá Sindra. Rasmus Christiansen er þó maður leiksins. Rasmus stjórnaði varnarleik Vals eins og herforingi í dag ásamt því að skora fyrsta mark leiksins. Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflavíkur leit ekki vel út í mörkunum sem Valur skoraði. Um leið og einhver Valsari náði fyrstu snertingu á knöttinn þá virtist mest allt varnarskipulag Keflavíkur riðlast til. Hvað gerist næst? Valsmenn eiga næst fyrir höndum sér toppbaráttuslag við Víkinga frá Reykjavík núna á laugardaginn. Degi síðar fara Keflvíkingar í Hafnarfjörðinn í heimsókn til FH-inga. Eysteinn Húni: Þetta er búið að vera rosaleg törn Eysteinn Húni Hauksson (t.v.) og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar KeflavíkurVÍSIR/VILHELM „Það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira frá liðinu. Við vorum mjög agaðir í okkar leik og héldum okkar skipulagi. Við börðumst fyrir hvorn annan, við erum að eiga við gríðarlega sterkt lið en því miður þá var það sem við komum með í dag ekki alveg nóg,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, einn af þjálfurum Keflavíkur, í viðtali við Vísi eftir leik áður en hann bætti við, „þeir ná aðeins að taka yfir leikinn. Þeir skora tvö mörk úr föstum leikatriðum sem er mjög sárt. Í öðru þeirra er of mikill ákafi að keyra í boltann sem verður til þess að annar leikmaður þeirra verður laus. Ég er náttúrlega ekki ánægður með að ekki skuli vera dekkað manninn sem skoraði í fyrra horninu en svona hlutir gerast. Þeir hafa fram yfir okkur þessa litlu reynslu hluti alls staðar á vellinum.“ Þrátt fyrir tapið í dag þá eru einhver batamerki á leik Keflavíkur, eftir að liðið fékk á sig 12 mörk í síðustu þremur leikjum. „Við erum aldrei ánægðir með að tapa en það er þessi frammistöðu framför. Við vorum nokkuð solid varnarlega. Þetta er kannski skref upp á við þó það sé skrítið að segja það eftir tapleik,“ svaraði Eysteinn Húni aðspurður um framför milli leikja. Næsti leikur Keflavíkur er líklega gegn FH, en einhver umræða hefur þó verið um að fresta þeim leik vegna landsleiks Íslands við Mexíkó. „Það er bara áfram. Við þurfum líka bara að vera klárir á því að þó við séum að fá á okkur högg eftir högg eftir högg að við séum áfram að þróa okkur sem einstaklinga og sem lið. FH er bara frábært verkefni fyrir okkur að ráðast í og við förum í það bara eins og alla aðra leiki, til þess að taka þrjú stig,“ sagði Eysteinn Húni áður en hann var spurður að því hvort hann myndi vilja fresta FH leiknum, ef hann fengi að ráða. „Þetta er ekki mín deild, við erum með aðra sem eru akkúrat í þessu. Þetta er búið að vera rosaleg törn og mér finnst það mjög sérstakt að í þremur síðustu leikjum á undan þessum þá fáum við hvíldardegi minna en andstæðingarnir okkar og það hefur ekki hjálpað okkur með okkar óreynda lið. Ég er til í að mæta FH hvenær sem er en það er svo sem allt í lagi að þessi törn sem er búinn að vera núna verði ekki lengri, sem sagt að þessi leikur komi ekki strax eftir þennan leik.“ Heimir: Við erum ánægðir með stigin þrjú Heimi Guðjónsson, þjálfari Vals Heimir Guðjónsson var glaður með sigurinn í Keflavík í kvöld. „Við erum ánægðir með stigin þrjú, við vissum að þeir hafa verið að byrja leikina sína vel og þeir gerðu það í þessum leik. Þeir eru góðir í að fara í svæði á milli varnar, sóknar og miðju. Þeir eru einnig hættulegir í skyndisóknum. Svo þegar það leið á fyrri hálfleikinn og sérstaklega síðasta korterið þá fannst mér við ná góðum tökum á leiknum. Mér fannst við svo bara spila nokkuð vel í seinni hálfleik.“ Guðmundur Andri Tryggvason var mjög umtalaður þegar Valur fékk hann fyrr í sumar frá Start í Noregi, en margir voru að velta sér upphæðunum sem Valur greiddi fyrir hann sem gæti verið um tugur milljóna. Guðmundur Andri hefur ekki enn þá byrjað leik með Vals liðinu en hann kom inn á af bekknum í dag. „Hann er öflugur fótboltamaður. Við þurfum bara að gefa honum tíma til að koma sér inn í þetta. Hann hefur verið að koma af bekknum í síðustu leikjum og bara staðið sig fínt. Við höldum bara áfram þeirri vinnu,“ svarði Heimir aðspurður út í Guðmund Andra. Næsti leikur Valsmanna er toppslagur gegn Víkingi Reykjavík. Heimir er býst við hörku leik. „Víkingarnir eru alltaf erfiðir. Þetta er flott fótboltalið og vel þjálfaðir. Þeir hafa bætt varnarleikinn í vetur eins og Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari Víkings] hefur talað um. Kári [Árnason] er farinn að spila þann leik sem hann þekkir best. Þetta verður bara hörku leikur,“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Valur Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira